Innlent

Fólk fari ekki að gosinu: „Nýtið orkuna ykkar í eitt­hvað annað“

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Haraldur gefur þeim sem vilja freista þess að ferðast að gosinu skýr skilaboð. 
Haraldur gefur þeim sem vilja freista þess að ferðast að gosinu skýr skilaboð.  Vísir

Miklar varúðarráðstafanir hafa verið í gildi frá upphafi eldgossins við Grindavík í morgun. Björgunarsveitarmaður biðlar til fólks að koma ekki að svæðinu. 

Haraldur Haraldsson björgunarsveitarmaður hjá Björgunarsveitinni Suðurnes segir helstu verkefni dagsins hafa verið að rýma Grindavík og setja upp lokunarpósta. 

„Þetta er búið að vera langur og kaldur dagur í dag,“ sagði hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2.

Nú hefur borið á því að fólk reyni að gera sér ferð að eldgosinu. „Alls ekki reyna það. Ég er búinn að segja það í allan dag að við erum í vetraraðstæðum. Þetta eru langar vegalengdir yfir úfið hraun, í erfiðum aðstæðum, inn á lokað hættusvæði. Haldið ykkur til baka og nýtið orkuna ykkar í eitthvað annað en að reyna að labba að gosstöðvunum,“ segir Haraldur.

Hann segir björgunarsveitarmenn hafa þurft að snúa þó nokkrum við í dag. Bæði gangandi vegfarendum, fólki á fjórhjólum og jeppum. Hann segir fólk misreikna vegalengdirnar að gosinu þegar það fer gangandi af stað.

„Svæðið er lokað og verður lokað eitthvað áfram. Þegar það opnast þá gefast tækifærin,“ segir Haraldur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×