Handbolti

Töl­fræðin á móti Svartfjallandi: Þrettán færi for­görðum úr horni og af línu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson fékk tækifærið en fór illa með færin sín. Hann var ekki sá einu því allir hornamenn íslenska liðsins voru ekki að nýta færin sín vel.
Óðinn Þór Ríkharðsson fékk tækifærið en fór illa með færin sín. Hann var ekki sá einu því allir hornamenn íslenska liðsins voru ekki að nýta færin sín vel. Vísir/Vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann eins marks sigur á Svartfjallaland, 31-30, í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi.

Slæm færanýtingu íslensku strákanna var þó nærri því búið að kosta liðið sigurinn enda fóru leikmenn liðsins oft mjög illa með dauðafærin í leiknum.

Ómar Ingi Magnússon kom sterkur inn eftir slakan fyrsta leik en hann kom að fimmtán mörkum og skapaði alls fimmtán færi fyrir félaga sína í leiknum. Aðeins átta urðu þó að stoðsendingum þar sem félagar hans klikkuðu á hverju dauðafærinu á fætur öðru.

Íslenska liðið klikkaði alls á tíu færum úr hornum og þremur auki inn á línunni. Þrettán færi úr stöðum sem eiga að skila marki í næstum því hvert skipti.

Íslenska liðið réð líka illa við skyttur Svartfjallalands sem skoruðu 11 mörk úr langskotum og það var lík dýrt að fjórum sinnum skoruðu þeir af línunni eftir að hafa náð sóknarfrákasti.

Við áttum Björgvin Pál Gústavsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson inni í lokin, Björgvin varði mikilvæga bolta og Gísli bjó til þrjú síðustu mörkin þar af skoraði hann sigurmarkið.

Vísir fylgist vel með tölfræði íslenska liðsins á mótinu og hefur nú tekið saman þá leikmenn sem sköruðu fram úr í tölunum í þessum öðrum leik Íslands á mótinu.

Hér fyrir neðan má sjá toppa íslenska liðsins í tölfræðinni.

  • - Íslensku landsliðsmennirnir á móti Svartfjallalandi á EM 2024 -
  • Hver skoraði mest:
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 7/3
  • 2. Elliði Snær Viðarsson 6
  • 3. Aron Pálmarsson 3
  • 3. Bjarki Már Elísson 3
  • 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3
  • 3. Sigvaldi Guðjónsson 3
  • 7.Elvar Örn Jónsson 2
  • Markahæstir í fyrri hálfleik:
  • 1. Elliði Snær Viðarsson 4
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 3/2
  • 3. Bjarki Már Elísson 2
  • 3. Elvar Örn Jónsson 2
  • Markahæstir í seinni hálfeik:
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 4/1
  • 2. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3
  • 3. Aron Pálmarsson 2
  • 3. Elliði Snær Viðarsson 2
  • 3. Sigvaldi Guðjónsson 2
  • Hver varði flest skot:
  • 1. Björgvin Páll Gústavsson 9 (38%)
  • 2. Viktor Gísli Hallgrímsson 7 (32%)
  • Hver spilaði mest í leiknum:
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 49:05
  • 2. Bjarki Már Elísson 48:14
  • 3. Sigvaldi Guðjónsson 47:52
  • 4. Elliði Snær Viðarsson 47:04
  • 5. Aron Pálmarsson 45:02
  • 6. Elvar Örn Jónsson 42:59
  • Hver skaut oftast á markið:
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 9
  • 1. Elliði Snær Viðarsson 9
  • 3. Aron Pálmarsson 6
  • 3. Bjarki Már Elísson 6
  • 3. Sigvaldi Guðjónsson 6
  • 6. Óðinn Þór Ríkharðsson 4
  • 6. Gísli Þorgeir Kristjánsson 4
  • Hver gaf flestar stoðsendingar:
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 8
  • 2. Gísli Þorgeir Kristjánsson 4
  • 3. Janus Daði Smárason 2
  • 3. Aron Pálmarsson 2
  • 3. Elvar Örn Jónsson 2
  • Hver átti þátt í flestum mörkum:
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 15
  • 2. Gísli Þorgeir Kristjánsson 7
  • 3. Elliði Snær Viðarsson 6
  • 4. Aron Pálmarsson 5
  • 5. Elvar Örn Jónsson 4
  • 6. Janus Daði Smárason 3
  • 6. Bjarki Már Elísson 3
  • 6. Sigvaldi Guðjónsson 3
  • Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz):
  • 1. Elvar Örn Jónsson 5
  • 2. Ýmir Örn Gíslason 3
  • 3. Elliði Snær Viðarsson 2
  • 3. Ómar Ingi Magnússon 2
  • Mörk skoruð í tómt mark
  • 1. Elliði Snær Viðarsson 2
  • Hver tapaði boltanum oftast:
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 2
  • 1. Viggó Kristjánsson 2
  • 1. Elvar Örn Jónsson 2
  • 1. Elliði Snær Viðarsson 2
  • Flest varin skot í vörn:
  • 1. Bjarki Már Elísson 1
  • Hver fiskaði flest víti:
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 1
  • 1. Elliði Snær Viðarsson 1
  • 1. Janus Daði Smárason 1
  • Hver fiskaði flesta brottrekstra:
  • 1. Elliði Snær Viðarsson 2
  • 2. Viktor Gísli Hallgrímsson 1
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 1
  • 2. Gísli Þorgeir Kristjánsson 1
  • -
  • - Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum -
  • 3 með langskotum
  • 11 með gegnumbrotum
  • 5 af línu
  • 3 úr hægra horni
  • 5 úr hraðaupphlaupum (2 með seinni bylgju)
  • 3 úr vítum
  • 3 úr vinstra horni
  • -
  • - Plús & mínus kladdinn í leiknum -
  • Mörk með langskotum: Svartfjallaland +8
  • Mörk af línu: Svartfjallaland +1
  • Mörk úr hraðaupphlaupum: Ísland +2
  • Tapaðir boltar: Svartfjallaland +1
  • Fiskuð víti: Ísland +2
  • -
  • Varin skot markvarða: Ísland +4
  • Varin víti markvarða: Ekkert
  • Misheppnuð skot: Ísland +4
  • Löglegar stöðvanir: Svartfjallaland +17
  • Refsimínútur: Svartfjallaland +4 mínútur
  • -
  • Mörk manni fleiri: Ísland +5
  • Mörk manni færri: Svartfjallaland +2
  • Mörk í tómt mark: Ísland +3
  • -
  • - Góðu og slæmu kaflarnir í leiknum -
  • Fyrri hálfleikurinn:
  • 1. til 10. mínúta: Ísland +1
  • 11. til 20. mínúta: Ísland +2
  • 21. til 30. mínúta: Svartfjallaland +1
  • Seinni hálfleikurinn:
  • 31. til 40. mínúta: Jafnt
  • 41. til 50. mínúta: Svartfjallaland +1
  • 51. til 60. mínúta: Ísland +1
  • -
  • Byrjun hálfleikja: Ísland +1
  • Lok hálfleikja: Jafnt
  • Fyrri hálfleikur: Ísland +2
  • Seinni hálfleikur: Svartfjallaland +1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×