Innlent

Al­manna­varnir boða til upplýsingafundar

Árni Sæberg skrifar
Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá Almannavörnum.
Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá Almannavörnum. Vísir

Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 16:30 í dag. Farið verður yfir áhættumat sem almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur unnið að undanförnu.

Í fréttatilkynningu um fundinn segir að á fundinum, sem Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, stýrir, verði farið yfir áhættumat sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur unnið að undanförnu. Áhættumatið byggi á hættumatskorti Veðurstofu Íslands vegna jarðhræringa við Grindavík.

Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra verði einnig á fundinum.

Fundurinn verður í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. 

Það verður einnig textalýsing á honum í vaktinni.


Tengdar fréttir

Ekki hægt að rétt­læta á­fram­haldandi leit

Ekki var hægt að réttlæta áframhaldandi leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík í gær vegna lífshættulegra aðstæðna við björgun, að sögn lögreglustjóra. Svipað hættulegar sprungur finnist víða í Grindavík. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í bænum. 

Hætta að meta tjón í Grindavík

Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í Grindavík í ljósi atburða vikunnar. Stofnunin hefur unnið að mati á tjóni á fasteignum og innviðum í bænum frá því náttúruhamfarirnar hófust í nóvember síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×