Innlent

Engir skjálftar í Gríms­vötnum frá mið­nætti

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Engir jarðskjálftar hafa mælst í Grímsvötnum frá miðnætti.
Engir jarðskjálftar hafa mælst í Grímsvötnum frá miðnætti. Vísir/RAX

Frá miðnætti hafa engir jarðskjálftar mælst í Grímsvötnum. Náttúrvársérfræðingur hjá Veðustofu telur líklegt að jökulhlaupið nái hámarki á sunnudag.

„Engir skjálftar hafa mælst í Grímsvötnum eftir miðnætti en hlaupið er enn í gangi og mun líklega ná hámarki á sunnudaginn,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Hann segir hlaupið ekkert svo stórt, talið sé að hlaupið sé um þúsund rúmmetrar á sekúndu. 

„Í Svartsengi og Grindavík er sama ástand. Staðan sú að fjörutíu smáskjálftar hafa mælst frá miðnætti en það má búast við að fleiri skjálftar muni mælast þegar vind lægir enn meira,“ segir Bjarki en vindur hefur haft áhrif á mæla á svæðinu undanfarna daga.


Tengdar fréttir

Óvissustigi lýst yfir vegna Grímsvatna

Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir af ríkislögreglustjóra í samráði við Lögreglustjórann á Suðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Lægðin hefur áhrif á mælana

Líkur á eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum aukast stöðugt, að mati jarðeðlisfræðings. Ekki sé sjálfgefið að atburðarásin verði með sama hætti og síðast. Veður hefur áhrif á mæla á svæðinu þessa dagana og náið er fylgst með vefmyndavélum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×