Grímsvötn

Fréttamynd

Gríms­vatna­hlaupi lokið

Órói sem mældist á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli og vatnshæð í Gígjukvísl hafa aftur náð svipuðum gildum og voru fyrir hlaup. Þar með er Grímsvatnahlaupinu, sem hófst fyrir um tíu dögum, lokið.

Innlent
Fréttamynd

Hlaup hafið úr Gríms­vötnum

Undanfarna daga hefur mælst hægt vaxandi hlaupórói á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli. Það bendir til þess að jökulhlaup sé hafið úr Grímsvötnum.

Innlent
Fréttamynd

Ók blind­fullur við Gríms­vötn og hótaði að drepa alla

Maður sem var handtekinn á Grímsfjalli í gær var sauðdrukkinn og ógnandi að sögn fararstjóra á svæðinu. Maðurinn var með hópi fólks í skála á Grímsfjalli þegar hann sýndi af sér ógnandi hegðun við samferðafólk sitt og ók svo burt. Samferðafólk hans leitaði aðstoðar í næsta skála.

Innlent
Fréttamynd

Hlaupi í Gríms­vötnum að ljúka

Frá því að hlaupið náði hámarki í Gígjukvísl fyrir um það bil viku hefur vatnshæð þar farið lækkandi og er nú orðin svipuð og hún var fyrir hlaup. Talið er að nýr sigketill hafi myndast á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Jökul­hlaup náð há­marki

Jökulhlaupið úr Grímsvötnum náði hámarki í nótt samkvæmt tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Rennsli og rafleiðni í Gígjukvísl heldur áfram að vaxa en búist er við því að hlaupið nái hámarki í ánni einum til tveimur sólahringum seinna.

Innlent
Fréttamynd

Rennsli úr Gríms­vötnum enn að aukast

Vatnsmagn í Gígjukvísl úr Grímsvötnum hefur aukist jafnt og þétt á síðustu tveimur sólarhringum. Þetta sést á því að áin dreifir úr sér í farvegi sínum, að því er segir í tilkynningu Veðurstofu.

Innlent
Fréttamynd

Fluglitakóði færður á gulan lit

Vegna jökulhlaups og aukinnar skjálftavirkni í Grímsvötnum verður fluglitakóði fyrir eldstöðina færður á gulan lit, í samræmi við það að eldstöðin sýni merki um virkni umfram venjulegt ástand.

Innlent
Fréttamynd

Líkurnar meiri en minni á gosi í Gríms­vötnum

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir meiri líkur en minni á því að eldgos hefjist í Grímsvötnum á næstunni. Þau sýni öll merki þess. Jökulhlaup er hafið úr Grímsvötnum.

Innlent
Fréttamynd

Sjá merki um ó­róa

Vísbendingar eru um að jökulhlaup sé hafið í Grímsvötnum. Náttúruvársérfræðingar fylgjast með stöðunni en þeir hafa í morgun séð merki um hlaupóróa.

Innlent
Fréttamynd

Kóðinn færður aftur niður á grænan

Fluglitakóðinn fyrir Grímsvötn hefur aftur verið færður niður í grænan eftir að hafa verið færður upp í gulan seinnipartinn í gær. Töluvert hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Gos í Gríms­vötnum lík­lega í vændum

Búast má við gosi í Grímsvötnum á næstu dögum eða vikum að mati eldfjallafræðings. Fluglitakóði yfir eldstöðinni var færður á gult í gær vegna óvenjulegrar skjálftahrinu en gosmökkurinn gæti haft áhrif á flugumferð.

Innlent
Fréttamynd

Fluglitakóði færður í gulan yfir Gríms­vötnum

Fluglitakóðinn fyrir Grímsvötn hefur verið færður upp í gulan eftir að sex skjálftar yfir einum mældust á einum klukkutíma nærri Grímsvötnum. Skjálftahrinan byrjaði rétt rúmlega fjögur í dag og var stærsti skjálftinn um 1,6 að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Engar sýni­legar breytingar á virkni í Gríms­vötnum

Engar sýnilegar breytingar eru á virkni í Grímsvötnum en frá áramótum hafa um tíu til þrjátíu skjálftar mælst þar í hverjum mánuði. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en árleg vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á Vatnajökul var farin fyrstu vikuna í júní.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti skjálftinn síðan í desember

Skjálfti 3,3 að stærð mældist klukkan 15:15 í dag um 3,4 kílómetrum norðaustur af Grímsfjalli. Síðast mældist svo stór skjálfti við Grímsvötn fyrir fjórum mánuðum síðan, í desember. Jörð hefur einnig nötrað í Bárðarbungu.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert sem bendi til að það fari að gjósa

Litlar breytingar hafa mælst á rennsli í jökulánni Gígjukvísl það sem af er degi og eru enn engin merki um gosóróa í Grímsvötnum. Mælingar Veðurstofunnar benda til að vatnshæðin í Gígjukvísl hafi ekki enn náð hámarki en flóðatoppurinn gæti sést síðar í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægasta stundin í dag

Mögulegt er að hámarksrennsli hafi runnið undan Grímsvötnum í nótt. Ef svo er mun flóðatoppurinn ná til Gígjukvísla seinna í dag. Enn sjást engin merki um aukna skjálftavirkni í Grímsvötnum. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­hellan sigið um fimm­tán metra

Íshellan í Grímvötnum hefur sigið um fimmtán metra síðan hlaup hófst fyrr í vikunni. Rennsli hefur enn ekki náð hámarki við brúna á þjóðvegi 1. Enn sjást engin merki um gosóróa í eldstöðinni.

Innlent
Fréttamynd

Rennslið nær há­marki á fimmtu­dags­kvöld

Rennslið úr Grímsvötnum mun ná hámarki annað kvöld eða aðfaranótt föstudags. Áfram er reiknað með því að hámarksrennsli verði um 500 rúmmetrar á sekúndu. Rennslið við brúna yfir Gígjukvísl mun jafnast á við mikið sumarrennsli.

Innlent