Fáum við að sjá bestu útgáfuna af Aroni á EM? Aron Guðmundsson skrifar 8. janúar 2024 08:30 Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu á móti Færeyjum í nóvember en fyrirliði íslenska liðsins þarf að eiga gott mót ætli íslenska liðið sér að komast í umspil Ólympíuleikanna. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Aron Pálmarsson, ein af burðarásum íslenska landsliðsins í handbolta, segir langt síðan að hann hafi verið í eins góðu formi og nú, nokkrum dögum fyrir fyrsta leik Strákanna okkar á EM. Það að hann sé ekki að spila í einni af sterkustum deildum í heimi muni ekki hafa áhrif á hans framlag á komandi stórmóti. Íslenska landsliðið hefur leik á Evrópumótinu í Þýskalandi í Munchen á föstudaginn kemur þegar að liðið tekst á við landslið Serbíu. Því næst fylgja leikir í riðlakeppninni gegn Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Í Sportsíldinni á Stöð 2 Sport fyrir áramót. Þar sem að íþróttaárið 2023 var gert upp og spáð í árið 2024 var Dagur Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og nú landsliðsþjálfari Japan, spurður að því hvort íslenska þjóðin gæti átt von á því að sjá það besta frá Aroni Pálmarssyni, sökum þeirrar staðreyndar að fyrir yfirstandandi tímabil sneri hann aftur heim úr atvinnumennsku til FH og spilar nú í Olís deildinni þar sem að leikjaálagið er minna heldur en í þeim deildum sem Aron hefur vanist að spila í á sínum atvinnumannaferli undanfarin ár. „Mér finnst það bara mjög líklegt,“ sagði Dagur sem er hokinn af reynslu úr handboltaheiminum aðspurður um Aron. „Ég held að hann sé bara í góðu standi. Hann er búinn að vera glíma við smá meiðsli í vetur en síðustu leikir hafa verið mjög flottir hjá honum. Þá er hann með annað hlutverk innan liðsins núna. Hann þarf ekki að bera þetta allt uppi, það eru fleiri sem að draga vagninn. Bara mjög spenanndi. Og á æfingu íslenska landsliðsins á dögunum, áður en að liðið hélt af landi brott fyrir Evrópumótið í Þýskalandi, lá beinast við að spyrja Aron sjálfan að þessu. „Ég reyni að taka það jákvæða út úr þessu og talaði líka um það þegar að ég samdi við FH á sínum tíma. Maður er búinn að vera í miklu álagi síðustu fjórtán ár með félagsliðum og landsliði líka. Ég lít klárlega á þetta þannig,“ segir Aron aðspurður um það hvort minna leikjaálag með FH sé honum í hag. „Það er langt síðan að ég hef verið í eins góðu formi. Ég hef haft meiri tíma til þess að hugsa um sjálfan mig. FH er búið að hugsa vel um mig sömuleiðis. Auðvitað er þetta minna leikjaálag en að sama skapi er ég ekki að spila í einni af sterkustum deildum í heimi. Ég næ þó alveg að eiga vel við það. Ég er að koma mjög spenntur og í góðu standi inn á þetta stórmót. Það hefur engin áhrif á mig í hvaða deild ég er að spila. Ég mun alveg geta sýnt mitt besta í janúar.“ EM 2024 í handbolta Olís-deild karla FH Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Sjá meira
Íslenska landsliðið hefur leik á Evrópumótinu í Þýskalandi í Munchen á föstudaginn kemur þegar að liðið tekst á við landslið Serbíu. Því næst fylgja leikir í riðlakeppninni gegn Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Í Sportsíldinni á Stöð 2 Sport fyrir áramót. Þar sem að íþróttaárið 2023 var gert upp og spáð í árið 2024 var Dagur Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og nú landsliðsþjálfari Japan, spurður að því hvort íslenska þjóðin gæti átt von á því að sjá það besta frá Aroni Pálmarssyni, sökum þeirrar staðreyndar að fyrir yfirstandandi tímabil sneri hann aftur heim úr atvinnumennsku til FH og spilar nú í Olís deildinni þar sem að leikjaálagið er minna heldur en í þeim deildum sem Aron hefur vanist að spila í á sínum atvinnumannaferli undanfarin ár. „Mér finnst það bara mjög líklegt,“ sagði Dagur sem er hokinn af reynslu úr handboltaheiminum aðspurður um Aron. „Ég held að hann sé bara í góðu standi. Hann er búinn að vera glíma við smá meiðsli í vetur en síðustu leikir hafa verið mjög flottir hjá honum. Þá er hann með annað hlutverk innan liðsins núna. Hann þarf ekki að bera þetta allt uppi, það eru fleiri sem að draga vagninn. Bara mjög spenanndi. Og á æfingu íslenska landsliðsins á dögunum, áður en að liðið hélt af landi brott fyrir Evrópumótið í Þýskalandi, lá beinast við að spyrja Aron sjálfan að þessu. „Ég reyni að taka það jákvæða út úr þessu og talaði líka um það þegar að ég samdi við FH á sínum tíma. Maður er búinn að vera í miklu álagi síðustu fjórtán ár með félagsliðum og landsliði líka. Ég lít klárlega á þetta þannig,“ segir Aron aðspurður um það hvort minna leikjaálag með FH sé honum í hag. „Það er langt síðan að ég hef verið í eins góðu formi. Ég hef haft meiri tíma til þess að hugsa um sjálfan mig. FH er búið að hugsa vel um mig sömuleiðis. Auðvitað er þetta minna leikjaálag en að sama skapi er ég ekki að spila í einni af sterkustum deildum í heimi. Ég næ þó alveg að eiga vel við það. Ég er að koma mjög spenntur og í góðu standi inn á þetta stórmót. Það hefur engin áhrif á mig í hvaða deild ég er að spila. Ég mun alveg geta sýnt mitt besta í janúar.“
EM 2024 í handbolta Olís-deild karla FH Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Sjá meira