Kærir sjálfan sig til lögreglu Jakob Bjarnar skrifar 6. janúar 2024 09:00 Árni fer fyrir hópi hvers þolinmæði er fyrir löngu á þrotum. Og nú á að grípa til aðgerða, við svo búið má ekki standa. vísir/vilhelm Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. Árni, sem starfar hjá Háskóla Íslands, í tómstunda- og félagsmálafræði, gerði sér lítið fyrir, gekk inn á lögreglustöðina við Hlemm og kærði sjálfan sig fyrir brot á áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Þetta gerði Árni 21. desember en hann hafði þá keypt rútu og svo kippu af íslenskum bjór á netinu af sitthvorum aðilanum. Lögreglan tók við kærunni og haldlagði áfengið. „Lögreglan hefur væntanlega skráð niður erindið formlega eins og vera ber. Hún er væntanlega að rannsaka lögbrotið og starfsemi þessara tveggja netsala sem afhentu vöru af lager innanlands. Ég sendi afrit á saksóknaraembættið og á ríkissaksóknara,“ segir Árni í samtali við Vísi. Sjaldgæfur svo samstarfsfús glæpamaður Líklega eru fá dæmi um eins samstarfsfúsan glæpamann og Árna en hann segir að sér sé nauðugur þessi kostur. Honum, og hópi sem hann tilheyrir, blöskrar aðgerðaleysi lögreglu í því sem honum sýnist augljós brotastarfsemi sem hefur nú staðið árum saman. Árna er kunnugt um í það minnsta fjögur hundruð tilkynningar til lögreglunnar um svipuð brot og hann játar nú fúslega á sig. „En það er á tali.“ Spurður hvað hann vilji með kærunni segist hann vonast til að nú dragi til tíðinda í þessum efnum en hópurinn sem hann tilheyrir er löngu búinn að missa alla þolinmæði. Árni keypti sér rútu af einum aðila og kippu af öðrum. Og hefur nú kært sjálfan sig fyrir það. Lögreglan hefur haldlagt áfengið.vísir/vilhelm „Ég vonast til að fá eitthvað haldbært í hendur frá þar til bærum aðilum í kjölfar þessa máls. Ég veit í raun ekki hvað gerist, en vonast eftir dómssátt. Ég viðurkenni mitt brot og býst við sekt sem ég myndi þá borga. Og vona þá að mál mitt sem slíkt sé úr sögunni,“ segir Árni. En hann vonast sannarlega ekki til þess að málið í heild sé þar með búið og menn haldi sig við sinn keip; að selja áfengi ólöglega eins og þeir hafa komist upp með að gera árum saman. Þvert á móti. Lögreglan skellir skollaeyrum við kvörtunum og kærum „Vonandi verður þetta til að vekja einhverja umræðu um þetta,“ segir Árni sem hefur ásamt öðrum talað fyrir daufum eyrum. Lögreglan hefur til að mynda skellt skollaeyrum við kvörtunum um það sem Árni telur augljós brot. „Þetta er skrýtið. Ég er líka formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum og þaðan hefur streymt mikið af kærum en það gerist ekkert.“ Árni segir að um sé að ræða tvo háværa hópa sem hafi lagt undir sig umræðuna um það sem hann telur mikilvæg lýðheilsumál. „Það er hópur innan Sjálfstæðisflokksins sem hefur gert þetta að máli lífs síns, að koma áfengi í matvöruverslanir. Og svo hagsmunahópur sem telur sig hafa fundið holu í lögunum. En þetta er klárt brot. Og við getum ekki látið hópa sem keyra á ítrustu bisnesssjónarmiðum ráða áfengisstefnunni.“ ÁTVR á erfitt um vik að reka málið en fyrirtækið reyndi og tapaði málinu fyrir dómsstólum. Árni lýsir því að sín viðskipti hafi gengið fyrir sig þannig að einfaldara örðugara væri að kaupa sér pítsu. Hann pantaði íslenskan bjór sem var kominn til hans hálftíma eftir að hann pantaði bjórinn. Sem er norðlenskur, það hafi þá átt að vera búið að flytja hann suður, fljúga með hann út fyrir landsteina, flytja aftur inn og fara í gegnum tollinn, til sendilsins, sem voru tveir ungir menn og svo til hans. Á hálftíma. Auðvitað sé þetta smásala áfengis. Um það þurfi engum blöðum að fletta. Ekki hægt að láta bisnesssjónarmið ráða för Árni segir ekki hafa fram komið nein krafa um breytta áfengisstefnu. Eða krafa um aukið aðgengi að áfengi, þar sé ekkert neyðarástand. Heldur sé um ítrustu bisnesssjónarmið að ræða og illt til þess að hugsa að þau eigi að ráða för. „Þetta er borðleggjandi mál. Og undarlegt að þingið skuli ekki vera búið að taka á þessu. Örugglega þannig að það vilja ekki margir fara inn í það að breyta lýðheilsustefnu, en þetta er grundvallarbreyting í þeim málum,“ segir Árni. Og telur allt látið reka á reiðanum í þessum efnum. Menn kunni að þurfa að vakna upp við vondan draum. Árni og félagar ætla ekki að sitja þegjandi hjá og láta það gerast án umræðu. Að kæra sjálfan sig er ekki það eina sem er í pípunum. Árni hefur, fyrir hönd Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, kvartaði undan Lögreglustjóranum í Reykjavík til Umboðsmanns Alþingis með formlegu erindi sem dagsett er 20. desember. Lýðheilsuþenkjandi blöskar aðgerðaleysið Þar segir meðal annars: „Við höfum ekki haft erindi sem erfiði þrátt fyrir að hafa kært áfengisauglýsingar til lögreglu ítrekað þá er ekki við þeim brugðist og sama á við um ólöglega smásölu áfengis af sölustað eða í gegnum netið. Ólöglegum áfengisauglýsingum hefur fjölgað verulega og í takt við þá lögleysu , ólöglega áfengissölu, sem Lögreglustjórinn í Reykjavík lætur algerlega afskiptalausa. Nú er svo komið að mér og fleirum lýðheilsuþenkjandi blöskrar stjórnsýsla landsins varðandi ólöglegar netsölur sem selja af lager innanlands eins og hér má sjá:“ Árni rekur að við búum við einkasölu og lögin séu skýr hvað varðar einkaleyfi ÁTVR til smásölu áfengis innanlands. Á sama tíma sé smásala viðhöfð af íslenskum netsölum þar sem áfengi er selt af lager eins og áður hefur verið rakið. Um að ræða augljósa smásölu „Þetta er einfaldlega smásala í sinni tærustu mynd. Verið að markaðsvæða áfengissölu sem er þvert á gildandi stefnu og lög. Um sölufyrirkomulag áfengis og áfengislöggjöfina hefur ríkt nokkuð almennt sátt í samfélaginu enda fara þau bil beggja, taka tillit til lýðheilsu-, velferðar- ( og þá ekki síst barna og ungmenna) og svo viðskiptasjónarmiða.“ Um er að ræða mikið magn gagna og málsatvika, meðal annars kæru ÁTVR til lögreglu 16. júní 2020, lögbannssynjun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá júlí 2021 og bréf innanríkisráðuneytis frá 4. desember 2015, en þar komi skýrt fram að einungis ÁTVR megi selja/afhenda áfengi í smásölu. Árni Guðmundsson. Hann segir klárt mál að um smásölu sé að ræða en þeir sem selja áfengið hafa viljað fela sig á bak við það að um löglegan innflutning víns sé að ræða.vísir/vilhelm „Sýslumaður segir í lögbannssynjuninni að netsalan sé sennilega ólögleg (það var nú gott að einhver í stjórnsýslunni hóstaði því upp), en hafnar lögbannsbeiðni því lögbann sé neyðarréttur og ÁTVR geti beðið eftir niðurstöðum lögreglu. Búið er að bíða í þrjú og hálft ár!“ segir í áliti Árna. Á meðan spretti upp fleiri og fleiri fyrirtæki, þau séu líklega milli 20 til 30, sem notfæri sér sofandahátt yfirvalda. Árni nefndir dæmi um slík fyrirbæri sem heita Smáríkið, Alkóhól, Okkar vín, Vinos, Drykkur, Vinkonur, Sante og Bjórland. Eitt þreyttasta mál þingsögunar Og Árni spyr hvort þetta sé hægt? „Nú er svo komið að lögreglan hefur ekki svarað í þrjú og hálft ár. Engin svör hafa borist við kærunni. Er þetta eðlileg stjórnsýsla á Íslandi í dag? Þetta er aðilinn sem á að grípa inn í, ekki satt? Árni skilur ekki hvernig það megi vera að lögreglan dragi lappirnar, lögin séu algerlega skýr hvað varðar smásölu á áfengi. Það dugir ekki bara að láta þetta heita eitthvað annað, að hans mati.vísir/vilhelm Það er satt best að segja afar óþægileg þegar að stofnum eins Lögreglustjóraembættið bregðist augljóslega og ítrekað ríkum skyldum sínum gagnvart rétti almenningi. Er búið að leggja réttarríkið niður? Lögin eru skýr. Getur Umboðsmaður Alþingis ekki stoppað þessa vitleysu/lögleysu sem nú er í gangi?“ Eins og má á þessu sjá er Árni með allt undir og þolinmæðin er á þrotum og vel svo. Hann bendir á að fyrirspurn frá 7. desember á síðasta ári um RÚV og áfengisauglýsingar sé ekki enn búið að svara. „Dómsmálaráðherra er að boða breytingar á lögum til að leyfa þessa ólöglegu smásölu netsalanna hér innanlands. Dómsmálaráðherrar síðustu ára hafa unnið að frumvörpum til breytinga á áfengislögum sem hefur verið ætlað að lögfesta heimild til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda. Frumvarp þess efnis var meðal annars lagt fyrir ríkisstjórn síðastliðinn vetur en náði ekki fram að ganga. Dómsmálaráðherra hyggst leggja það frumvarp fram að nýju í upphafi næsta árs. Þetta er orðið eitt þreyttasta mál þingsögunar, lagt fram í einni eða annarri mynd 12- 13 sinnum,“ segir Árni. Engin samstaða innan ríkisstjórnarinnar Árni segir hins vegar enga samstöðu um þetta innan ríkisstjórnarinnar og er þetta þá eitt mál af mörgum sem er að daga uppi hjá ríkisstjórn um stöðnun. Hann bendir á orð formanns velferðarnefndar, Bjarkeyjar Olsen, í því sambandi. Sem og orð Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra í september. „Heilbrigðisráðherra lagði fram skýrslu sína 30. maí sl. um áætlun um framkvæmd lýðheilsustefnu til fimm ára. Á bls. 2 segir að stefnumið til þriggja ára sé að Lýðheilsumat verði hluti af sjálfbærnimati á frumvörpum og þróaðir verði gátlistar. Frumvarp dómsmálaráðherra stæðist ekki lýðheilsumat.“ Ekki vert að fórna lýðheilsu fjöldan fyrir gróða fárra Árni segir fjölda fólks ósátt við þróunina og séu ekki til í að fórna lýðheilsu fjöldans fyrir gróða fárra, hvorki kampavínsdrengja né annarra. „Ef ekkert jákvætt fer að gerast í þessu máli og ólöglega netsala og auglýsingarnar stöðvaðar þá er fokið í flest skjól. Þá er verið að mylja niður gildandi lög með afskiptaleysi. Það er vægast sagt afar umhugsunarvert þegar að framkvæmdavaldið, í þessu tilfelli lögreglan, standi vart undir undir nafni og bregðist mikilvægum skyldum sínum með algeru fálæti í verki, segir Árni og ljóst að ekki er komið að tómum kofanum hjá honum í þessum efnum: „Almenn lýðheilsumarkmið, velferðarsjónarmið, vernd barna og ungmenna, svo ekki sé minnst á lýðheilsumat eru augljósar og algerar forsendur áfengisstefnu. Við getum ekki byggt áfengisstefnu á ítrustu forsendum sítrustu sérhagmuna áfengisiðnaðarins.“ Lögreglan Alþingi Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Netverslun með áfengi Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Sjá meira
Árni, sem starfar hjá Háskóla Íslands, í tómstunda- og félagsmálafræði, gerði sér lítið fyrir, gekk inn á lögreglustöðina við Hlemm og kærði sjálfan sig fyrir brot á áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Þetta gerði Árni 21. desember en hann hafði þá keypt rútu og svo kippu af íslenskum bjór á netinu af sitthvorum aðilanum. Lögreglan tók við kærunni og haldlagði áfengið. „Lögreglan hefur væntanlega skráð niður erindið formlega eins og vera ber. Hún er væntanlega að rannsaka lögbrotið og starfsemi þessara tveggja netsala sem afhentu vöru af lager innanlands. Ég sendi afrit á saksóknaraembættið og á ríkissaksóknara,“ segir Árni í samtali við Vísi. Sjaldgæfur svo samstarfsfús glæpamaður Líklega eru fá dæmi um eins samstarfsfúsan glæpamann og Árna en hann segir að sér sé nauðugur þessi kostur. Honum, og hópi sem hann tilheyrir, blöskrar aðgerðaleysi lögreglu í því sem honum sýnist augljós brotastarfsemi sem hefur nú staðið árum saman. Árna er kunnugt um í það minnsta fjögur hundruð tilkynningar til lögreglunnar um svipuð brot og hann játar nú fúslega á sig. „En það er á tali.“ Spurður hvað hann vilji með kærunni segist hann vonast til að nú dragi til tíðinda í þessum efnum en hópurinn sem hann tilheyrir er löngu búinn að missa alla þolinmæði. Árni keypti sér rútu af einum aðila og kippu af öðrum. Og hefur nú kært sjálfan sig fyrir það. Lögreglan hefur haldlagt áfengið.vísir/vilhelm „Ég vonast til að fá eitthvað haldbært í hendur frá þar til bærum aðilum í kjölfar þessa máls. Ég veit í raun ekki hvað gerist, en vonast eftir dómssátt. Ég viðurkenni mitt brot og býst við sekt sem ég myndi þá borga. Og vona þá að mál mitt sem slíkt sé úr sögunni,“ segir Árni. En hann vonast sannarlega ekki til þess að málið í heild sé þar með búið og menn haldi sig við sinn keip; að selja áfengi ólöglega eins og þeir hafa komist upp með að gera árum saman. Þvert á móti. Lögreglan skellir skollaeyrum við kvörtunum og kærum „Vonandi verður þetta til að vekja einhverja umræðu um þetta,“ segir Árni sem hefur ásamt öðrum talað fyrir daufum eyrum. Lögreglan hefur til að mynda skellt skollaeyrum við kvörtunum um það sem Árni telur augljós brot. „Þetta er skrýtið. Ég er líka formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum og þaðan hefur streymt mikið af kærum en það gerist ekkert.“ Árni segir að um sé að ræða tvo háværa hópa sem hafi lagt undir sig umræðuna um það sem hann telur mikilvæg lýðheilsumál. „Það er hópur innan Sjálfstæðisflokksins sem hefur gert þetta að máli lífs síns, að koma áfengi í matvöruverslanir. Og svo hagsmunahópur sem telur sig hafa fundið holu í lögunum. En þetta er klárt brot. Og við getum ekki látið hópa sem keyra á ítrustu bisnesssjónarmiðum ráða áfengisstefnunni.“ ÁTVR á erfitt um vik að reka málið en fyrirtækið reyndi og tapaði málinu fyrir dómsstólum. Árni lýsir því að sín viðskipti hafi gengið fyrir sig þannig að einfaldara örðugara væri að kaupa sér pítsu. Hann pantaði íslenskan bjór sem var kominn til hans hálftíma eftir að hann pantaði bjórinn. Sem er norðlenskur, það hafi þá átt að vera búið að flytja hann suður, fljúga með hann út fyrir landsteina, flytja aftur inn og fara í gegnum tollinn, til sendilsins, sem voru tveir ungir menn og svo til hans. Á hálftíma. Auðvitað sé þetta smásala áfengis. Um það þurfi engum blöðum að fletta. Ekki hægt að láta bisnesssjónarmið ráða för Árni segir ekki hafa fram komið nein krafa um breytta áfengisstefnu. Eða krafa um aukið aðgengi að áfengi, þar sé ekkert neyðarástand. Heldur sé um ítrustu bisnesssjónarmið að ræða og illt til þess að hugsa að þau eigi að ráða för. „Þetta er borðleggjandi mál. Og undarlegt að þingið skuli ekki vera búið að taka á þessu. Örugglega þannig að það vilja ekki margir fara inn í það að breyta lýðheilsustefnu, en þetta er grundvallarbreyting í þeim málum,“ segir Árni. Og telur allt látið reka á reiðanum í þessum efnum. Menn kunni að þurfa að vakna upp við vondan draum. Árni og félagar ætla ekki að sitja þegjandi hjá og láta það gerast án umræðu. Að kæra sjálfan sig er ekki það eina sem er í pípunum. Árni hefur, fyrir hönd Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, kvartaði undan Lögreglustjóranum í Reykjavík til Umboðsmanns Alþingis með formlegu erindi sem dagsett er 20. desember. Lýðheilsuþenkjandi blöskar aðgerðaleysið Þar segir meðal annars: „Við höfum ekki haft erindi sem erfiði þrátt fyrir að hafa kært áfengisauglýsingar til lögreglu ítrekað þá er ekki við þeim brugðist og sama á við um ólöglega smásölu áfengis af sölustað eða í gegnum netið. Ólöglegum áfengisauglýsingum hefur fjölgað verulega og í takt við þá lögleysu , ólöglega áfengissölu, sem Lögreglustjórinn í Reykjavík lætur algerlega afskiptalausa. Nú er svo komið að mér og fleirum lýðheilsuþenkjandi blöskrar stjórnsýsla landsins varðandi ólöglegar netsölur sem selja af lager innanlands eins og hér má sjá:“ Árni rekur að við búum við einkasölu og lögin séu skýr hvað varðar einkaleyfi ÁTVR til smásölu áfengis innanlands. Á sama tíma sé smásala viðhöfð af íslenskum netsölum þar sem áfengi er selt af lager eins og áður hefur verið rakið. Um að ræða augljósa smásölu „Þetta er einfaldlega smásala í sinni tærustu mynd. Verið að markaðsvæða áfengissölu sem er þvert á gildandi stefnu og lög. Um sölufyrirkomulag áfengis og áfengislöggjöfina hefur ríkt nokkuð almennt sátt í samfélaginu enda fara þau bil beggja, taka tillit til lýðheilsu-, velferðar- ( og þá ekki síst barna og ungmenna) og svo viðskiptasjónarmiða.“ Um er að ræða mikið magn gagna og málsatvika, meðal annars kæru ÁTVR til lögreglu 16. júní 2020, lögbannssynjun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá júlí 2021 og bréf innanríkisráðuneytis frá 4. desember 2015, en þar komi skýrt fram að einungis ÁTVR megi selja/afhenda áfengi í smásölu. Árni Guðmundsson. Hann segir klárt mál að um smásölu sé að ræða en þeir sem selja áfengið hafa viljað fela sig á bak við það að um löglegan innflutning víns sé að ræða.vísir/vilhelm „Sýslumaður segir í lögbannssynjuninni að netsalan sé sennilega ólögleg (það var nú gott að einhver í stjórnsýslunni hóstaði því upp), en hafnar lögbannsbeiðni því lögbann sé neyðarréttur og ÁTVR geti beðið eftir niðurstöðum lögreglu. Búið er að bíða í þrjú og hálft ár!“ segir í áliti Árna. Á meðan spretti upp fleiri og fleiri fyrirtæki, þau séu líklega milli 20 til 30, sem notfæri sér sofandahátt yfirvalda. Árni nefndir dæmi um slík fyrirbæri sem heita Smáríkið, Alkóhól, Okkar vín, Vinos, Drykkur, Vinkonur, Sante og Bjórland. Eitt þreyttasta mál þingsögunar Og Árni spyr hvort þetta sé hægt? „Nú er svo komið að lögreglan hefur ekki svarað í þrjú og hálft ár. Engin svör hafa borist við kærunni. Er þetta eðlileg stjórnsýsla á Íslandi í dag? Þetta er aðilinn sem á að grípa inn í, ekki satt? Árni skilur ekki hvernig það megi vera að lögreglan dragi lappirnar, lögin séu algerlega skýr hvað varðar smásölu á áfengi. Það dugir ekki bara að láta þetta heita eitthvað annað, að hans mati.vísir/vilhelm Það er satt best að segja afar óþægileg þegar að stofnum eins Lögreglustjóraembættið bregðist augljóslega og ítrekað ríkum skyldum sínum gagnvart rétti almenningi. Er búið að leggja réttarríkið niður? Lögin eru skýr. Getur Umboðsmaður Alþingis ekki stoppað þessa vitleysu/lögleysu sem nú er í gangi?“ Eins og má á þessu sjá er Árni með allt undir og þolinmæðin er á þrotum og vel svo. Hann bendir á að fyrirspurn frá 7. desember á síðasta ári um RÚV og áfengisauglýsingar sé ekki enn búið að svara. „Dómsmálaráðherra er að boða breytingar á lögum til að leyfa þessa ólöglegu smásölu netsalanna hér innanlands. Dómsmálaráðherrar síðustu ára hafa unnið að frumvörpum til breytinga á áfengislögum sem hefur verið ætlað að lögfesta heimild til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda. Frumvarp þess efnis var meðal annars lagt fyrir ríkisstjórn síðastliðinn vetur en náði ekki fram að ganga. Dómsmálaráðherra hyggst leggja það frumvarp fram að nýju í upphafi næsta árs. Þetta er orðið eitt þreyttasta mál þingsögunar, lagt fram í einni eða annarri mynd 12- 13 sinnum,“ segir Árni. Engin samstaða innan ríkisstjórnarinnar Árni segir hins vegar enga samstöðu um þetta innan ríkisstjórnarinnar og er þetta þá eitt mál af mörgum sem er að daga uppi hjá ríkisstjórn um stöðnun. Hann bendir á orð formanns velferðarnefndar, Bjarkeyjar Olsen, í því sambandi. Sem og orð Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra í september. „Heilbrigðisráðherra lagði fram skýrslu sína 30. maí sl. um áætlun um framkvæmd lýðheilsustefnu til fimm ára. Á bls. 2 segir að stefnumið til þriggja ára sé að Lýðheilsumat verði hluti af sjálfbærnimati á frumvörpum og þróaðir verði gátlistar. Frumvarp dómsmálaráðherra stæðist ekki lýðheilsumat.“ Ekki vert að fórna lýðheilsu fjöldan fyrir gróða fárra Árni segir fjölda fólks ósátt við þróunina og séu ekki til í að fórna lýðheilsu fjöldans fyrir gróða fárra, hvorki kampavínsdrengja né annarra. „Ef ekkert jákvætt fer að gerast í þessu máli og ólöglega netsala og auglýsingarnar stöðvaðar þá er fokið í flest skjól. Þá er verið að mylja niður gildandi lög með afskiptaleysi. Það er vægast sagt afar umhugsunarvert þegar að framkvæmdavaldið, í þessu tilfelli lögreglan, standi vart undir undir nafni og bregðist mikilvægum skyldum sínum með algeru fálæti í verki, segir Árni og ljóst að ekki er komið að tómum kofanum hjá honum í þessum efnum: „Almenn lýðheilsumarkmið, velferðarsjónarmið, vernd barna og ungmenna, svo ekki sé minnst á lýðheilsumat eru augljósar og algerar forsendur áfengisstefnu. Við getum ekki byggt áfengisstefnu á ítrustu forsendum sítrustu sérhagmuna áfengisiðnaðarins.“
Lögreglan Alþingi Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Netverslun með áfengi Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Sjá meira