Snoop Dogg vinnur við Ólympíuleikana í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2024 07:30 Snoop Dogg mun lýsa keppni á Ólympíuleikunum í París í sumar. Getty/Alexander Tamargo Tónlistarmaðurinn Snoop Dogg hefur verið óhræddur að feta nýja slóðir á ferlinum og NBC sjónvarpsstöðin greindi í gær frá nýjasta útspili hans. Snoop Dogg verður íþróttafréttamaður á Ólympíuleikunum í París í sumar og mun þar lýsa fyrir NBC stöðina. Þessi 52 ára gamli rappari heitir fullu nafni Calvin Cordozar Broadus Jr. og hann sló fyrst í gegn árið 1992 þegar hann söng með Dr. Dre í laginu „Deep Cover“. NBC to add Snoop Dogg as reporter for Paris Olympics coveragehttps://t.co/Znmax05fAC— Sports Illustrated (@SInow) January 1, 2024 Þetta verða reyndar ekki hans fyrstu kynni hans við störf á íþróttaviðburði því hann og Kevin Hart slógu í gegn þegar þeir lýstu saman frá keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó þá á Peacock sjónvarpsveitunni. Bandaríkjamenn fengu fyrstu fréttir af þessu þegar NBA birti auglýsingu á NFL leik Green Bay Packers og Minnesota Vikings á sunnudagskvöldið en þar mátti sjá Snoop Dogg ásamt nokkrum íþróttastjörnum Bandaríkjanna á leikunum. Ólympíuleikarnir verða settir 26. júlí næstkomandi en útsendingar frá Ólympíuleikunum eru gríðarlega vinsælt sjónvarpsefni í Bandaríkjunum. „Ég ólst upp við það að horfa á Ólympíuleikana og ég er spenntur að sjá hið frábæra íþróttafólk okkar mæta til leiks í sínu besta formi til Parísar. Þarna fagnar íþróttafólkið hæfileikum sínum, dugnaði og þrautseigju um leið og það eltist við mikilleikann,“ sagði rapparinn í yfirlýsingu. „Við munum sjá nokkrar stórkostlega keppnir og auðvitað mun ég mæta með Snoop stílinn. Þetta verða epískustu Ólympíuleikar sögunnar og þið megið ekki missa af þessu,“ sagði Snoop Dogg. New year mood. Paris 2024 Olympics. C u this summer pic.twitter.com/vWUXIPdMVZ— Snoop Dogg (@SnoopDogg) January 1, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Víkingar og Albert í Evrópu, HM í pílu og karlakarfan Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Framarar slógu út bikarmeistarana Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Afturelding í bikarúrslitin Írar fá NFL leik á næsta ári Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Undirbýr sig fyrir leikinn gegn Littler með því að klippa fólk „Vissi hvað ég var að fara út í“ KR sótti Gigliotti Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sló í gegn á HM: Villtist á leið upp á svið og fagnaði eins og Cole Palmer „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Sjá meira
Snoop Dogg verður íþróttafréttamaður á Ólympíuleikunum í París í sumar og mun þar lýsa fyrir NBC stöðina. Þessi 52 ára gamli rappari heitir fullu nafni Calvin Cordozar Broadus Jr. og hann sló fyrst í gegn árið 1992 þegar hann söng með Dr. Dre í laginu „Deep Cover“. NBC to add Snoop Dogg as reporter for Paris Olympics coveragehttps://t.co/Znmax05fAC— Sports Illustrated (@SInow) January 1, 2024 Þetta verða reyndar ekki hans fyrstu kynni hans við störf á íþróttaviðburði því hann og Kevin Hart slógu í gegn þegar þeir lýstu saman frá keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó þá á Peacock sjónvarpsveitunni. Bandaríkjamenn fengu fyrstu fréttir af þessu þegar NBA birti auglýsingu á NFL leik Green Bay Packers og Minnesota Vikings á sunnudagskvöldið en þar mátti sjá Snoop Dogg ásamt nokkrum íþróttastjörnum Bandaríkjanna á leikunum. Ólympíuleikarnir verða settir 26. júlí næstkomandi en útsendingar frá Ólympíuleikunum eru gríðarlega vinsælt sjónvarpsefni í Bandaríkjunum. „Ég ólst upp við það að horfa á Ólympíuleikana og ég er spenntur að sjá hið frábæra íþróttafólk okkar mæta til leiks í sínu besta formi til Parísar. Þarna fagnar íþróttafólkið hæfileikum sínum, dugnaði og þrautseigju um leið og það eltist við mikilleikann,“ sagði rapparinn í yfirlýsingu. „Við munum sjá nokkrar stórkostlega keppnir og auðvitað mun ég mæta með Snoop stílinn. Þetta verða epískustu Ólympíuleikar sögunnar og þið megið ekki missa af þessu,“ sagði Snoop Dogg. New year mood. Paris 2024 Olympics. C u this summer pic.twitter.com/vWUXIPdMVZ— Snoop Dogg (@SnoopDogg) January 1, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Víkingar og Albert í Evrópu, HM í pílu og karlakarfan Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Framarar slógu út bikarmeistarana Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Afturelding í bikarúrslitin Írar fá NFL leik á næsta ári Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Undirbýr sig fyrir leikinn gegn Littler með því að klippa fólk „Vissi hvað ég var að fara út í“ KR sótti Gigliotti Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sló í gegn á HM: Villtist á leið upp á svið og fagnaði eins og Cole Palmer „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Sjá meira