Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Arnar Skúli Atlason skrifar 4. apríl 2025 20:35 Stjarnan - Keflavík Bónus Deild Kvenna Haust 2024 Keflavík er bara einum sigri frá undanúrslitaeinvíginu eftir tólf stiga sigur á Tindsastól á Síkinu á Sauðárkróki í kvöld, 90-78, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta. Keflavíkurliðið hefur unnið tvo fyrstu leikina örugglega og Stólarnir virðast eiga fá svör á móti þessu sterka Keflavíkurliði. Jasmine Dickey skoraði 30 stig fyrir Keflavík í köld og Sara Rún Hinriksdóttir var með 25 stig. Keflavík tók forystuna strax í upphafi leiks og keyrði yfir heimamenn. Sara Rún og Dickey voru að gera heimakonum erfitt fyrir. Tindastóll átti erfitt með að finna opin skot og koma boltanum upp völlinn. Keflavík keyrði mikið á svæðispressu og svæðisvörn sem Tindastóll átti fá svör við. Keflavík leiddi í hálfleik en staðan var 30-52. Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og fyrri hálfleikur var. Keflavíkurkonur héldu áfram að spila hörkuvörn og Tindastóll átti í miklum vandræðum. Tindastóll náði vopnum sínum um miðjan þriðjaleikhluta og út leikinn. Þær náðu að minnka mun Keflavíkur niður sem var mestur 32 stig. Randi Brown var öflug í liði Tindastól og þá sérstaklega seinni hlutan af seinni hálfleik og Keflavík átti erfitt með að stoppa hana. Leikurinn endaði án þess að ná að verða spennandi 78-90 fyrir Keflavík og leiða þær því einvígið 2-0. Næsti leikur er í Keflavík á þriðjudaginn og getur sópurinn farið þá á loft. Atvikið Tindastóll tók leikhlé í stöðunni 30-44 um miðjan annan leikhluta og þær voru með boltann. Keflavík fór þá á 8-0 sprett sem varð munur sem Tindastóll náði aldrei að komast nálægt því að ná niður. Stjörnur Sara Hinriksdóttir skoraði 25 stig í kvöld og Jasmine Dickey var með 30 stig og 9 fráköst. Þær voru frábærar í dag. Þær höfðu þetta eins og þær vildu nánast. Liðsheildin frábær varnarlega í kvöld. Randi Brown hjá Tindastól gerði sitt með 23 stig og Brynja Líf skoraði 15 stig. Hefðu viljað fá meira framlag frá liðsfélögum sínum. Stemning og umgjörð Fall einkunn á stuðningsmenn Tindastóls í kvöld. Örfáir í Síkinu og stemmningin eftir því. Hefði verið sterkt að fá fleira fólk og meiri stemningu og hjálpa heimakonum aðeins meira. Umgjörðin þrátt fyrir allt til fyrirmyndar. Dómarar [7] Traustir í dag. Ekki erfiður leikur að dæma. Enginn tæknivilla eða ásetningsvilla og þá eru allir sáttir. Sigurður Ingimundarson stýrir bæði karla- og kvennaliði Keflavíkur til loka tímabils.Vísir/Diego Sigurður: Þægilegur sigur í dag Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur var sáttur með leik sinna kvenna í kvöld. „Ánægður að hafa unnið á þessum velli. Þær hafa spilað vel hérna og eru nokkuð góðar. En við spiluðu vel fannst mér í leiknum,“ sagði Sigurður. Leikplan Keflavíkur gekk upp í dag. Svæðisvörn sem Keflavík var að spila gerði Tindastól erfitt í dag. „Við lögðum upp með þetta plan. Svo urðu menn værukærir í seinni hálfleik enda forystan mikil. Þetta var fínt og þægilegur sigur í dag.“ Israel Martín er þjálfari TindastólsVísir/Anton Brink Israel Martin: Tveir leikmenn sem eru að gera gæfumuninn Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var ánægður með margt í dag en það var einnig margt sem má laga. „í þessari seríu núna eftir tvo leiki eru tveir leikmenn sem eru að gera gæfumuninn. Það eru Jasmine og Sara. Þær skoruðu saman 55 stig í dag. Við náðum að halda hinum í skefjum. Í næsta leik munum við undirbúa okkur betur til að hægja á þeim. Allt fer í gegnum þær,“ sagði Israel Martin. Martin þurfti að fara djúpt á bekkinn í dag því byrjunarliðs leikmenn voru ekki að hitta á daginn sinn. „Ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn. Við unnum hann með tíu stigum. Við notuðum bekkinn okkar. Við leituðum á bekkinn að leikmönnum sem gátu gefið okkur orku og gátu spilað saman í seinni hálfleik. Ég er mjög ánægður með seinustu 15 mínútur leiksins,“ sagði Israel. Bónus-deild kvenna Tindastóll Keflavík ÍF
Keflavík er bara einum sigri frá undanúrslitaeinvíginu eftir tólf stiga sigur á Tindsastól á Síkinu á Sauðárkróki í kvöld, 90-78, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta. Keflavíkurliðið hefur unnið tvo fyrstu leikina örugglega og Stólarnir virðast eiga fá svör á móti þessu sterka Keflavíkurliði. Jasmine Dickey skoraði 30 stig fyrir Keflavík í köld og Sara Rún Hinriksdóttir var með 25 stig. Keflavík tók forystuna strax í upphafi leiks og keyrði yfir heimamenn. Sara Rún og Dickey voru að gera heimakonum erfitt fyrir. Tindastóll átti erfitt með að finna opin skot og koma boltanum upp völlinn. Keflavík keyrði mikið á svæðispressu og svæðisvörn sem Tindastóll átti fá svör við. Keflavík leiddi í hálfleik en staðan var 30-52. Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og fyrri hálfleikur var. Keflavíkurkonur héldu áfram að spila hörkuvörn og Tindastóll átti í miklum vandræðum. Tindastóll náði vopnum sínum um miðjan þriðjaleikhluta og út leikinn. Þær náðu að minnka mun Keflavíkur niður sem var mestur 32 stig. Randi Brown var öflug í liði Tindastól og þá sérstaklega seinni hlutan af seinni hálfleik og Keflavík átti erfitt með að stoppa hana. Leikurinn endaði án þess að ná að verða spennandi 78-90 fyrir Keflavík og leiða þær því einvígið 2-0. Næsti leikur er í Keflavík á þriðjudaginn og getur sópurinn farið þá á loft. Atvikið Tindastóll tók leikhlé í stöðunni 30-44 um miðjan annan leikhluta og þær voru með boltann. Keflavík fór þá á 8-0 sprett sem varð munur sem Tindastóll náði aldrei að komast nálægt því að ná niður. Stjörnur Sara Hinriksdóttir skoraði 25 stig í kvöld og Jasmine Dickey var með 30 stig og 9 fráköst. Þær voru frábærar í dag. Þær höfðu þetta eins og þær vildu nánast. Liðsheildin frábær varnarlega í kvöld. Randi Brown hjá Tindastól gerði sitt með 23 stig og Brynja Líf skoraði 15 stig. Hefðu viljað fá meira framlag frá liðsfélögum sínum. Stemning og umgjörð Fall einkunn á stuðningsmenn Tindastóls í kvöld. Örfáir í Síkinu og stemmningin eftir því. Hefði verið sterkt að fá fleira fólk og meiri stemningu og hjálpa heimakonum aðeins meira. Umgjörðin þrátt fyrir allt til fyrirmyndar. Dómarar [7] Traustir í dag. Ekki erfiður leikur að dæma. Enginn tæknivilla eða ásetningsvilla og þá eru allir sáttir. Sigurður Ingimundarson stýrir bæði karla- og kvennaliði Keflavíkur til loka tímabils.Vísir/Diego Sigurður: Þægilegur sigur í dag Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur var sáttur með leik sinna kvenna í kvöld. „Ánægður að hafa unnið á þessum velli. Þær hafa spilað vel hérna og eru nokkuð góðar. En við spiluðu vel fannst mér í leiknum,“ sagði Sigurður. Leikplan Keflavíkur gekk upp í dag. Svæðisvörn sem Keflavík var að spila gerði Tindastól erfitt í dag. „Við lögðum upp með þetta plan. Svo urðu menn værukærir í seinni hálfleik enda forystan mikil. Þetta var fínt og þægilegur sigur í dag.“ Israel Martín er þjálfari TindastólsVísir/Anton Brink Israel Martin: Tveir leikmenn sem eru að gera gæfumuninn Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var ánægður með margt í dag en það var einnig margt sem má laga. „í þessari seríu núna eftir tvo leiki eru tveir leikmenn sem eru að gera gæfumuninn. Það eru Jasmine og Sara. Þær skoruðu saman 55 stig í dag. Við náðum að halda hinum í skefjum. Í næsta leik munum við undirbúa okkur betur til að hægja á þeim. Allt fer í gegnum þær,“ sagði Israel Martin. Martin þurfti að fara djúpt á bekkinn í dag því byrjunarliðs leikmenn voru ekki að hitta á daginn sinn. „Ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn. Við unnum hann með tíu stigum. Við notuðum bekkinn okkar. Við leituðum á bekkinn að leikmönnum sem gátu gefið okkur orku og gátu spilað saman í seinni hálfleik. Ég er mjög ánægður með seinustu 15 mínútur leiksins,“ sagði Israel.
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti