Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Hjörvar Ólafsson skrifar 4. apríl 2025 21:00 Grindavík er komið 2-0 yfir í einvígi sínu við Hauka. Vísir/Anton Brink Grindavík er flestum að övörum komin 2-0 yfir í einvígi sínu við deildarmeistara Hauka í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta. Grindavík vann sannfærandi 87-73-sigur í öðrum leik þessara liða í Smáranum í Kópavogi í kvöld. Grindvíkingar urðu fyrir áfalli í fyrsta leik liðanna en Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði og lykilleikmaður liðsins, sleit krossband í þeim leik. Leikmenn liðsins þjöppuðu sér saman í fyrsta leiknum og höfðu sigur og það sama var uppi á teningnum í þessum leik. Forystan skiptist á milli liðanna fyrstu tvo leikhlutana en þegar liðin gengu til búninsherbergja í hálfleik leiddu heimakonur með sex stigum, 44-38. Isabella Ósk Sigurðardóttir fór fyrir Grindavíkurliðinu í fyrri hálfleik en auk þess að vera stigahæst með 14 stig hafði hún rifið niður 11 fráköst þegar leikurinn var hálfnaður. Tinna Guðrún Alexandersdóttir dró hins vegar vagninn fyrir Hauka framan af leiknum en fjögur af sjö þriggja stiga skotum hennar í fyrstu tveimur leikhlutunum rötuðu rétta leið. Tinna Guðrún var í hálfleik búin að salla niður 14 stigum og var atkvæðamest hjá Haukum. Haukar náðu ekki almennilegu áhlaupi Grindavík hamraði heitt járnið í þriðja leikhluta en góð þriggja stiga skotnýting heimakvenna leiddi til þess að liðið náði 19 stiga forskoti, 61-42, um miðjan leikhlutann. Haukar náðu ekki að velgja Grindavík undir uggum það sem eftir lifði leikhlutans. Þórey Tea Þorleifsdóttir sá til þess að Grindavík var 23 stigum yfir, 72-49, þegar liðin fóru inn í fjórða og síðasta leikhlutann með því að skora sín fyrstu stig í leiknum með þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út í leikhlutanum. Haukakonur sýndu smá lífsmark þegar skammt var eftir af leiknum og komu muninum niður í 12 stig, 85-73. Það var hins vegar of skammvinnur og ekki nógu öflugur dauðakippur og Grindavík fór að lokum með öruggan 14 stiga sigur af hólmi og er í bílstjórasætinu í rimmunni. Þorleifur Ólafsson var sáttur með leikmenn sína í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þorleifur: Höfðum betur í frákastabaráttunni „Við spiluðum vel í þessum leik og það var frábær liðsheild sem skilaði þessum sigri. Við vorum sterkari í baráttunni um fráköst og Isabella Ósk var öflug á báðum endum vallarins. Við vorum smá tíma að átta okkur á svæðisvörninni sem þær spiluðu en þegar við gerðum það náðum við að búa til opin og góð færi,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, kátur að leik loknum. „Ég tek það á mig að hafa ekki farið nógu vel yfir svæðisvörnina sem ég var nokkurn veginn viss um að þær myndu spila. Þær náðu svo að að loka á Isabellu Ósk á kafla og þá áttum við í erfiðleikum með að skora. Í smá tíma fórum við að verja forskotið sem kann aldrei góðri lukku að stýra. Við fundum hins vegar lausnir og það er jákvætt,“ sagði Þorleifur enn fremur. „Þó svo að við séum komnar í 2-0 þá megum við ekki fara fram úr okkur. Það erfiðasta er eftir, það er að loka seríunni með þriðja sigrinum. Leikmenn mínir voru eðilega mjög glaðir eftir þennan sigur en ég lét þær vita að við værum ekki búnar að landa neinu og yrðum að spila enn betur í leiknum á Ásvöllum á þriðjudaginn kemur,“ sagði hann um framhaldið. „Það er ýmislegt sem við þurfum að laga þrátt fyrir þennan góða sigur. Við þurfum að fínpússa nokkur atriði þegar kemur að sóknarleiknum. Liðsvörnin var heilt yfir mjög góð í þessum leik og við þurfum að ná henni upp enn sterkari og út allan leikinn ef við ætlum að klára dæmið í næsta leik,“ sagði Þorleifur. Emil: Sóknarleikurinn allt of stirður „Þær gerðu út um þetta með því að taka miklu fleiri fráköst. Við vorum meðvitaðar um það að við gætum orðið í vandæðum undir körfunni þar sem okkur vantar stóran miðherja. Ég hélt að við gætum leyst það með því að spila svæðisvörn en það gekk ekki eftir,“ sagði Emil Barja, þjálfari Hauka, svekktur þegar annað tap liðins var í viðureigninni var staðreynd. „Þar að auki var sóknarleikurinn stirður nánast allan leikinn og við náðum engu flæði á sóknarhelmingnum. Það var í raun ekki fyrr en við fórum í allt eða ekkert bolta undir restina og fórum að taka sjénsa í sóknaraðgerðunum að við náðum smá áhlaupi. Það var hins vegar ekki nóg og því fór sem fór,“ sagði Emil aðspurður um hvað hefði farið úrskeiðis. „Markmiðin okkar hafa ekkert breyst þrátt fyrir að við séum komin í slæma stöðu. Við þurfum ennþá bara að vinna þrjá sigra og það skiptir engu máli hvar það gerist í seríunni. Við höfum enn fulla trú á að við getum farið áfram þrátt fyrir brösuga byrjun,“ sagði hann borubrattur um stöðu mála. „Við þurfum að fara vel yfir frammistöðu okkur bæði í vörn og sókn fyrir næsta leik. Við þurfum að finna flöt á því hvernig við mötchum baráttuna undir körfunni og einnig betri lausnir í sóknarleiknum. Það er verkefni næstu daga og okkur hlakkar til að takast á við það,“ sagði hann um hvað þyrfti að gerast til þess að Haukar héldu lífi í von sinni um að komast í undanúrslit keppninnar. Emil Barja var ekki ánægður með leik sinna kvenna. Vísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Isabella Ósk kórónaði flotta frammistöðu sína í þessum leik með því að slökkva þann daufa vonarneista sem Lora Devos tendraði með þriggja stiga körfu sinni undir lok leiksins. Isabella sem var ógnarsterk undir körfunni skoraði þá og kom Grindavík 14 stigum yfir. Þar með var síðasti naglinn rekin í líkkistu Hauka. Stjörnur og skúrkar Áðurnefnd Isabella Ósk var ásamt Daishu Bradford stigahæst hjá Grindavík en þær skoruðu 22 stig hvor. Auk þess að skora stigin 22 stig reif Isabella Ósk niður hvorki fleiri né færri en 18 fráköst og Daisha gaf átta stoðsendingar. Ólöf Rún Óladóttir skoraði stig á mikilvægum augnablikum í leiknum og þegar upp var staðið hafði hún skorað 16 stig. Lore Devos spilaði allar mínúturnar hjá Haukum og var fremst meðal jafningja hjá liðinu með 39 stig. Tinna Guðrún og Rósa Björk geta borið höfuðið hátt eftir þennan leik en aðrir leikmenn Haukaliðsins þurfa að girða sig í brók ætli liðið að snúa taflinu sér í vil í viðureign liðanna. Haukar fengu til að mynda ekkert framlag í stigaskorun af varamannabekknum í þessum leik. Dómarar leiksins Dómarar leiksins þeir, Bjarki Þór Davíðsson, Jakob Árni Ísleifsson og Ingi Björn Jónsson, stigu fá sem engin feilspor í þessum leik og fá þar af leiðandi átta einkunn fyrir vel unnin störf í þessu verkefni. Stemming og umgjörð Fínasta mæting var á leikinn og liðin rækilega studd af stuðningsmönnum sínum. Sumir þeirra í sveit beggja liða einbeittu sér þó full mikið að því að rýna í störf dómaratríósins fyrir minn smekk í það minnsta. Þorri þeirra sem lögðu leið sína í Smárann í kvöld voru þó með fókusinn á réttum stað, það er að hvetja lið sín með ráðum og dáð. Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Haukar
Grindavík er flestum að övörum komin 2-0 yfir í einvígi sínu við deildarmeistara Hauka í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta. Grindavík vann sannfærandi 87-73-sigur í öðrum leik þessara liða í Smáranum í Kópavogi í kvöld. Grindvíkingar urðu fyrir áfalli í fyrsta leik liðanna en Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði og lykilleikmaður liðsins, sleit krossband í þeim leik. Leikmenn liðsins þjöppuðu sér saman í fyrsta leiknum og höfðu sigur og það sama var uppi á teningnum í þessum leik. Forystan skiptist á milli liðanna fyrstu tvo leikhlutana en þegar liðin gengu til búninsherbergja í hálfleik leiddu heimakonur með sex stigum, 44-38. Isabella Ósk Sigurðardóttir fór fyrir Grindavíkurliðinu í fyrri hálfleik en auk þess að vera stigahæst með 14 stig hafði hún rifið niður 11 fráköst þegar leikurinn var hálfnaður. Tinna Guðrún Alexandersdóttir dró hins vegar vagninn fyrir Hauka framan af leiknum en fjögur af sjö þriggja stiga skotum hennar í fyrstu tveimur leikhlutunum rötuðu rétta leið. Tinna Guðrún var í hálfleik búin að salla niður 14 stigum og var atkvæðamest hjá Haukum. Haukar náðu ekki almennilegu áhlaupi Grindavík hamraði heitt járnið í þriðja leikhluta en góð þriggja stiga skotnýting heimakvenna leiddi til þess að liðið náði 19 stiga forskoti, 61-42, um miðjan leikhlutann. Haukar náðu ekki að velgja Grindavík undir uggum það sem eftir lifði leikhlutans. Þórey Tea Þorleifsdóttir sá til þess að Grindavík var 23 stigum yfir, 72-49, þegar liðin fóru inn í fjórða og síðasta leikhlutann með því að skora sín fyrstu stig í leiknum með þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út í leikhlutanum. Haukakonur sýndu smá lífsmark þegar skammt var eftir af leiknum og komu muninum niður í 12 stig, 85-73. Það var hins vegar of skammvinnur og ekki nógu öflugur dauðakippur og Grindavík fór að lokum með öruggan 14 stiga sigur af hólmi og er í bílstjórasætinu í rimmunni. Þorleifur Ólafsson var sáttur með leikmenn sína í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þorleifur: Höfðum betur í frákastabaráttunni „Við spiluðum vel í þessum leik og það var frábær liðsheild sem skilaði þessum sigri. Við vorum sterkari í baráttunni um fráköst og Isabella Ósk var öflug á báðum endum vallarins. Við vorum smá tíma að átta okkur á svæðisvörninni sem þær spiluðu en þegar við gerðum það náðum við að búa til opin og góð færi,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, kátur að leik loknum. „Ég tek það á mig að hafa ekki farið nógu vel yfir svæðisvörnina sem ég var nokkurn veginn viss um að þær myndu spila. Þær náðu svo að að loka á Isabellu Ósk á kafla og þá áttum við í erfiðleikum með að skora. Í smá tíma fórum við að verja forskotið sem kann aldrei góðri lukku að stýra. Við fundum hins vegar lausnir og það er jákvætt,“ sagði Þorleifur enn fremur. „Þó svo að við séum komnar í 2-0 þá megum við ekki fara fram úr okkur. Það erfiðasta er eftir, það er að loka seríunni með þriðja sigrinum. Leikmenn mínir voru eðilega mjög glaðir eftir þennan sigur en ég lét þær vita að við værum ekki búnar að landa neinu og yrðum að spila enn betur í leiknum á Ásvöllum á þriðjudaginn kemur,“ sagði hann um framhaldið. „Það er ýmislegt sem við þurfum að laga þrátt fyrir þennan góða sigur. Við þurfum að fínpússa nokkur atriði þegar kemur að sóknarleiknum. Liðsvörnin var heilt yfir mjög góð í þessum leik og við þurfum að ná henni upp enn sterkari og út allan leikinn ef við ætlum að klára dæmið í næsta leik,“ sagði Þorleifur. Emil: Sóknarleikurinn allt of stirður „Þær gerðu út um þetta með því að taka miklu fleiri fráköst. Við vorum meðvitaðar um það að við gætum orðið í vandæðum undir körfunni þar sem okkur vantar stóran miðherja. Ég hélt að við gætum leyst það með því að spila svæðisvörn en það gekk ekki eftir,“ sagði Emil Barja, þjálfari Hauka, svekktur þegar annað tap liðins var í viðureigninni var staðreynd. „Þar að auki var sóknarleikurinn stirður nánast allan leikinn og við náðum engu flæði á sóknarhelmingnum. Það var í raun ekki fyrr en við fórum í allt eða ekkert bolta undir restina og fórum að taka sjénsa í sóknaraðgerðunum að við náðum smá áhlaupi. Það var hins vegar ekki nóg og því fór sem fór,“ sagði Emil aðspurður um hvað hefði farið úrskeiðis. „Markmiðin okkar hafa ekkert breyst þrátt fyrir að við séum komin í slæma stöðu. Við þurfum ennþá bara að vinna þrjá sigra og það skiptir engu máli hvar það gerist í seríunni. Við höfum enn fulla trú á að við getum farið áfram þrátt fyrir brösuga byrjun,“ sagði hann borubrattur um stöðu mála. „Við þurfum að fara vel yfir frammistöðu okkur bæði í vörn og sókn fyrir næsta leik. Við þurfum að finna flöt á því hvernig við mötchum baráttuna undir körfunni og einnig betri lausnir í sóknarleiknum. Það er verkefni næstu daga og okkur hlakkar til að takast á við það,“ sagði hann um hvað þyrfti að gerast til þess að Haukar héldu lífi í von sinni um að komast í undanúrslit keppninnar. Emil Barja var ekki ánægður með leik sinna kvenna. Vísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Isabella Ósk kórónaði flotta frammistöðu sína í þessum leik með því að slökkva þann daufa vonarneista sem Lora Devos tendraði með þriggja stiga körfu sinni undir lok leiksins. Isabella sem var ógnarsterk undir körfunni skoraði þá og kom Grindavík 14 stigum yfir. Þar með var síðasti naglinn rekin í líkkistu Hauka. Stjörnur og skúrkar Áðurnefnd Isabella Ósk var ásamt Daishu Bradford stigahæst hjá Grindavík en þær skoruðu 22 stig hvor. Auk þess að skora stigin 22 stig reif Isabella Ósk niður hvorki fleiri né færri en 18 fráköst og Daisha gaf átta stoðsendingar. Ólöf Rún Óladóttir skoraði stig á mikilvægum augnablikum í leiknum og þegar upp var staðið hafði hún skorað 16 stig. Lore Devos spilaði allar mínúturnar hjá Haukum og var fremst meðal jafningja hjá liðinu með 39 stig. Tinna Guðrún og Rósa Björk geta borið höfuðið hátt eftir þennan leik en aðrir leikmenn Haukaliðsins þurfa að girða sig í brók ætli liðið að snúa taflinu sér í vil í viðureign liðanna. Haukar fengu til að mynda ekkert framlag í stigaskorun af varamannabekknum í þessum leik. Dómarar leiksins Dómarar leiksins þeir, Bjarki Þór Davíðsson, Jakob Árni Ísleifsson og Ingi Björn Jónsson, stigu fá sem engin feilspor í þessum leik og fá þar af leiðandi átta einkunn fyrir vel unnin störf í þessu verkefni. Stemming og umgjörð Fínasta mæting var á leikinn og liðin rækilega studd af stuðningsmönnum sínum. Sumir þeirra í sveit beggja liða einbeittu sér þó full mikið að því að rýna í störf dómaratríósins fyrir minn smekk í það minnsta. Þorri þeirra sem lögðu leið sína í Smárann í kvöld voru þó með fókusinn á réttum stað, það er að hvetja lið sín með ráðum og dáð.
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti