Innlent

Eld­gosið vekur heims­at­hygli

Jón Þór Stefánsson skrifar
Bæði The Sun og Daily Mail segja „THERE SHE BLOWS!“ í fyrirsögn sem mætti útleggja sem „ÞARNA SPRINGUR HÚN!“
Bæði The Sun og Daily Mail segja „THERE SHE BLOWS!“ í fyrirsögn sem mætti útleggja sem „ÞARNA SPRINGUR HÚN!“ Skjaskot/Daily Mail/BBC/The Sun

Margir stærstu fjölmiðla heims eru að fjalla um eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga í kvöld.

BBC, CNN, New York Times, The Guardian, Washington Post, Reuters, Sky News og margir fleiri miðlar um allan heim hafa birt fréttir um eldgosið.

Miðlarnir benda margir hverjir á nálægð gossins við Grindavíkurbæ, og sumir þeirra minnast einnig á Bláa lónið. Þá velta einhverjir því fyrir sér að Keflavíkurflugvöllur sé enn opinn, þrátt fyrir að hann sé tiltölulega skammt frá gosinu.

New York Times slá því upp í fyrirsögn hjá sér að um sé að ræða „verstu sviðsmyndina“. Miðlarnir benda einnig margir hverjir á að gosið virðist stærra en fyrri gos á skaganum.

Bresku götublöðin fjalla einnig um gosið. Efsta frétt á Daily Mail er um það og þá er fjallað um það ofarlega á vef The Sun. Báðir miðlarnir nota frasann „THERE SHE BLOWS!“ í fyrirsögn, sem mætti útleggja sem „ÞARNA SPRINGUR HÚN!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×