Tiger Woods telur sig enn geta unnið PGA mót Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. desember 2023 21:30 Tiger Woods gæti lyft 84. PGA mótstitlinum sínum á næsta ári. Richard Heathcote/Getty Images Tiger Woods hefur hægt og rólega snúið aftur á golfvöllinn eftir að hann slasaðist í bílslysi fyrir nær þremur árum. Hann stefnir á að taka þátt í PGA móti í hverjum mánuði árið 2024. Tiger tók þátt í PNC mótinu í Orlandu um helgina ásamt syni sínum Charlie, sem vakti mikla lukku meðal áhorfenda fyrir góða spilamennsku og hrífandi leik. Þeir feðgar áttu frábæran endasprett og fóru lokahringinn á 61 höggi en enduðu í 5. sæti mótsins, Bernhard og Jason Langer hömpuðu sigri á mótinu. Golfkerrur voru leyfðar um helgina, sem auðveldaði leikinn mjög fyrir Tiger, hann talaði við blaðamenn eftir mótið og sagði þar að líkaminn væri ryðgaður en á batavegi og ef hann kæmist í form gæti hann vel unnið PGA mót á næsta ári. „Ég veit að ég get unnið, þetta snýst bara um að æfa og undirbúa mig, leggja inn vinnuna til að koma mér á þann stað líkamlega að ég haldi mótið út. Ég kann ennþá að slá boltann, það er ekki málið. Ég get ennþá slegið og púttað en þarf að gera það á 72 holum, sem er erfitt.“ Tiger hefur takmarkað tíma sinn á golfvellinum mjög eftir bílslysið sem hann lenti í í febrúar 2021. Hann hefur aðeins tekið þátt í fjórum stórtitlakeppnum og einu PGA móti síðan. Takist honum markmið sitt að vinna PGA mót árið 2024 yrði það fyrsti sigur hans í PGA síðan á Zozo mótinu í Japan árið 2019. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger tók þátt í PNC mótinu í Orlandu um helgina ásamt syni sínum Charlie, sem vakti mikla lukku meðal áhorfenda fyrir góða spilamennsku og hrífandi leik. Þeir feðgar áttu frábæran endasprett og fóru lokahringinn á 61 höggi en enduðu í 5. sæti mótsins, Bernhard og Jason Langer hömpuðu sigri á mótinu. Golfkerrur voru leyfðar um helgina, sem auðveldaði leikinn mjög fyrir Tiger, hann talaði við blaðamenn eftir mótið og sagði þar að líkaminn væri ryðgaður en á batavegi og ef hann kæmist í form gæti hann vel unnið PGA mót á næsta ári. „Ég veit að ég get unnið, þetta snýst bara um að æfa og undirbúa mig, leggja inn vinnuna til að koma mér á þann stað líkamlega að ég haldi mótið út. Ég kann ennþá að slá boltann, það er ekki málið. Ég get ennþá slegið og púttað en þarf að gera það á 72 holum, sem er erfitt.“ Tiger hefur takmarkað tíma sinn á golfvellinum mjög eftir bílslysið sem hann lenti í í febrúar 2021. Hann hefur aðeins tekið þátt í fjórum stórtitlakeppnum og einu PGA móti síðan. Takist honum markmið sitt að vinna PGA mót árið 2024 yrði það fyrsti sigur hans í PGA síðan á Zozo mótinu í Japan árið 2019.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira