Tiger Woods telur sig enn geta unnið PGA mót Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. desember 2023 21:30 Tiger Woods gæti lyft 84. PGA mótstitlinum sínum á næsta ári. Richard Heathcote/Getty Images Tiger Woods hefur hægt og rólega snúið aftur á golfvöllinn eftir að hann slasaðist í bílslysi fyrir nær þremur árum. Hann stefnir á að taka þátt í PGA móti í hverjum mánuði árið 2024. Tiger tók þátt í PNC mótinu í Orlandu um helgina ásamt syni sínum Charlie, sem vakti mikla lukku meðal áhorfenda fyrir góða spilamennsku og hrífandi leik. Þeir feðgar áttu frábæran endasprett og fóru lokahringinn á 61 höggi en enduðu í 5. sæti mótsins, Bernhard og Jason Langer hömpuðu sigri á mótinu. Golfkerrur voru leyfðar um helgina, sem auðveldaði leikinn mjög fyrir Tiger, hann talaði við blaðamenn eftir mótið og sagði þar að líkaminn væri ryðgaður en á batavegi og ef hann kæmist í form gæti hann vel unnið PGA mót á næsta ári. „Ég veit að ég get unnið, þetta snýst bara um að æfa og undirbúa mig, leggja inn vinnuna til að koma mér á þann stað líkamlega að ég haldi mótið út. Ég kann ennþá að slá boltann, það er ekki málið. Ég get ennþá slegið og púttað en þarf að gera það á 72 holum, sem er erfitt.“ Tiger hefur takmarkað tíma sinn á golfvellinum mjög eftir bílslysið sem hann lenti í í febrúar 2021. Hann hefur aðeins tekið þátt í fjórum stórtitlakeppnum og einu PGA móti síðan. Takist honum markmið sitt að vinna PGA mót árið 2024 yrði það fyrsti sigur hans í PGA síðan á Zozo mótinu í Japan árið 2019. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger tók þátt í PNC mótinu í Orlandu um helgina ásamt syni sínum Charlie, sem vakti mikla lukku meðal áhorfenda fyrir góða spilamennsku og hrífandi leik. Þeir feðgar áttu frábæran endasprett og fóru lokahringinn á 61 höggi en enduðu í 5. sæti mótsins, Bernhard og Jason Langer hömpuðu sigri á mótinu. Golfkerrur voru leyfðar um helgina, sem auðveldaði leikinn mjög fyrir Tiger, hann talaði við blaðamenn eftir mótið og sagði þar að líkaminn væri ryðgaður en á batavegi og ef hann kæmist í form gæti hann vel unnið PGA mót á næsta ári. „Ég veit að ég get unnið, þetta snýst bara um að æfa og undirbúa mig, leggja inn vinnuna til að koma mér á þann stað líkamlega að ég haldi mótið út. Ég kann ennþá að slá boltann, það er ekki málið. Ég get ennþá slegið og púttað en þarf að gera það á 72 holum, sem er erfitt.“ Tiger hefur takmarkað tíma sinn á golfvellinum mjög eftir bílslysið sem hann lenti í í febrúar 2021. Hann hefur aðeins tekið þátt í fjórum stórtitlakeppnum og einu PGA móti síðan. Takist honum markmið sitt að vinna PGA mót árið 2024 yrði það fyrsti sigur hans í PGA síðan á Zozo mótinu í Japan árið 2019.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira