Innlent

Reykurinn á Melhaga reyndist vera frá reykingu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Melhagi í Reykjavík. 
Melhagi í Reykjavík.  Vísir/Stína

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á tíunda tímanum í kvöld vegna reyks sem lagði yfir bílskúr á Melhaga í Reykjavík. Í ljós kom að reykurinn kom frá reykofni þar sem verið var að reykja máltíð í aðdraganda jóla.

Tilkynningin barst klukkan 21:18. Slökkviliðsbíll og lögreglubíll voru sendir á svæðið. Fyrst þegar Vísir leitaði upplýsinga hjá slökkviliði var ekki ljóst hvers vegna reykinn hefði lagt yfir hverfið.

Síðar staðfesti slökkvilið að reykurinn hefði komið frá reykofni. Þar hefði íbúi verið að reykja kjötmeti í aðdraganda jólahátíðarinnar. Ekki reyndist hætta á ferðum.

Reyk leggur frá skúrnum.Vísir/Stína

Fréttin hefur verið uppfærð með svörum slökkviliðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×