Innlent

„Þokka­leg“ nætur­vakt þar til að dót var sett á helluborð

Árni Sæberg skrifar
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins brást skjótt við þegar tilkynnt var um eld snemma í morgun.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins brást skjótt við þegar tilkynnt var um eld snemma í morgun. Vísir/Vilhelm

Næturvakt Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafði verið „þokkaleg“ þar til að tilkynning um eld í íbúð í Breiðholti barst um klukkan 06 í morgun. 

„Í ljós koma að dót hafði verið sett á heitt helluborð og því var þónokkur reykur í íbúðinni en enginn eldur þegar við mættum á staðinn,“ segir í tilkynningu á Facebooksíðu slökkviliðsins.

Einn hafi þó verið fluttur á slysadeild til skoðunar vegna gruns um reykeitrun. 

Boðanir fyrir sjúkrabíla hafi verið 108 á næturvaktinni og fjörutíu þeirra vegna forgangsverkefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×