611 þúsund íbúar á Íslandi árið 2074 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2023 10:19 Þessi krakkar verða um sextugt árið 2074. Þau skemmtu forseta Íslands í Hólabrekkuskóla á dögunum. vísir/Vilhelm Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða íbúar á Íslandi 611 þúsund árið 2074 og gætu orðið 500 þúsund innan 20 ára. Íbúum á Íslandi fjölgar úr 388 þúsund skráðum einstaklingum árið 2023 í 518 til 760 þúsund íbúa á næstu 50 árum, með 90% líkum. Samkvæmt háspá eru 5% líkur á að íbúar verði fleiri en 760 þúsund og 95% líkur á þeir verði færri. Lágspá gefur til kynna að 5% líkur séu á að íbúar verði færri en 518 þúsund og 95% líkur á að þeir verði fleiri. Mannfjöldaspáin byggir á líkönum um frjósemi, dánartíðni og búferlaflutninga og eru niðurstöðurnar notaðar fyrir heildarmannfjöldaspána. Með uppfærðu tölfræðilíkani er hægt að reikna staðbundnar spár þar sem leiðrétt er fyrir ofmati á íbúafjölda, til dæmis vegna þeirra sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutningana auk þess sem hægt er að nýta fyrirfram þekkingu í líkönunum. Niðurstöður nýju mannfjöldaspárinnar sýna bæði gildi og óvissumælingar. Spáin felur ekki í sér áhrif hugsanlegra áfalla af völdum náttúrulegra, félagslegra eða efnahagslegra orsaka. Frjósemishlutfall verður 1,4 barn á hverja konu (13-55 ára) árið 2073 samkvæmt miðgildi spárinnar. Frjósemishlutfallið gæti orðið á bilinu 1,3 til 1,5 (með 90% líkum) árið 2073. Til samanburðar er lægsta áætlaða hlutfall (1,4) fyrir Ísland árið 2073 hærra en meðalfrjósemishlutfall innan Evrópusambandsins sem var 1,4 börn á hverja konu árið 2022. Samkvæmt miðgildi spárinnar aukast lífslíkur kvenna við fæðingu og verða 89 ár árið 2073, samanborið við 84 ár árið 2022, og lífslíkur karla hækka úr 81 ári í 84 ár, þ.e. aukast um 0,1 ár hvert ár. Fjöldi aðfluttra verður meiri en fjöldi brottfluttra allt tímabilið, fyrst og fremst vegna búferlaflutninga erlendra ríkisborgara. Nettó leitni búferlaflutninga mun liggja á milli 1000 og 9000 einstaklinga næstu 50 árin með 90% líkindum. Samkvæmt mannfjöldaspánni er gert ráð fyrir eftirfarandi breytingum: Hlutfall íbúa á vinnualdri (16 til 74 ára) mun lækka úr 74% árið 2023 í 68% árið 2074 samkvæmt miðgildi spárinnar. Eftir 2057 verður elsti aldurshópurinn (eldri en 65 ára) fjölmennari en sá yngsti (yngri en 20 ára) samkvæmt miðgildi spárinnar. Miðaldur Íslendinga var 36 ár árið 2023 og gert er ráð fyrir að hann verði 45 ár árið 2074. Öldrun þjóðarinnar stafar af minnkandi frjósemi og auknum lífslíkum. Þessi þróun er þó hægari á Íslandi en í ríkjum ESB vegna ungs aldurs erlendra ríkisborgara sem flytjast til landsins og hás frjósemishlutfalls miðað við meðaltal innan sambandsins. Til samanburðar var miðaldur í ríkjum ESB 44 ár árið 2021 en gert er ráð fyrir að því gildi verði ekki náð á Íslandi fyrr en árið 2069. Mannfjöldi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Samkvæmt háspá eru 5% líkur á að íbúar verði fleiri en 760 þúsund og 95% líkur á þeir verði færri. Lágspá gefur til kynna að 5% líkur séu á að íbúar verði færri en 518 þúsund og 95% líkur á að þeir verði fleiri. Mannfjöldaspáin byggir á líkönum um frjósemi, dánartíðni og búferlaflutninga og eru niðurstöðurnar notaðar fyrir heildarmannfjöldaspána. Með uppfærðu tölfræðilíkani er hægt að reikna staðbundnar spár þar sem leiðrétt er fyrir ofmati á íbúafjölda, til dæmis vegna þeirra sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutningana auk þess sem hægt er að nýta fyrirfram þekkingu í líkönunum. Niðurstöður nýju mannfjöldaspárinnar sýna bæði gildi og óvissumælingar. Spáin felur ekki í sér áhrif hugsanlegra áfalla af völdum náttúrulegra, félagslegra eða efnahagslegra orsaka. Frjósemishlutfall verður 1,4 barn á hverja konu (13-55 ára) árið 2073 samkvæmt miðgildi spárinnar. Frjósemishlutfallið gæti orðið á bilinu 1,3 til 1,5 (með 90% líkum) árið 2073. Til samanburðar er lægsta áætlaða hlutfall (1,4) fyrir Ísland árið 2073 hærra en meðalfrjósemishlutfall innan Evrópusambandsins sem var 1,4 börn á hverja konu árið 2022. Samkvæmt miðgildi spárinnar aukast lífslíkur kvenna við fæðingu og verða 89 ár árið 2073, samanborið við 84 ár árið 2022, og lífslíkur karla hækka úr 81 ári í 84 ár, þ.e. aukast um 0,1 ár hvert ár. Fjöldi aðfluttra verður meiri en fjöldi brottfluttra allt tímabilið, fyrst og fremst vegna búferlaflutninga erlendra ríkisborgara. Nettó leitni búferlaflutninga mun liggja á milli 1000 og 9000 einstaklinga næstu 50 árin með 90% líkindum. Samkvæmt mannfjöldaspánni er gert ráð fyrir eftirfarandi breytingum: Hlutfall íbúa á vinnualdri (16 til 74 ára) mun lækka úr 74% árið 2023 í 68% árið 2074 samkvæmt miðgildi spárinnar. Eftir 2057 verður elsti aldurshópurinn (eldri en 65 ára) fjölmennari en sá yngsti (yngri en 20 ára) samkvæmt miðgildi spárinnar. Miðaldur Íslendinga var 36 ár árið 2023 og gert er ráð fyrir að hann verði 45 ár árið 2074. Öldrun þjóðarinnar stafar af minnkandi frjósemi og auknum lífslíkum. Þessi þróun er þó hægari á Íslandi en í ríkjum ESB vegna ungs aldurs erlendra ríkisborgara sem flytjast til landsins og hás frjósemishlutfalls miðað við meðaltal innan sambandsins. Til samanburðar var miðaldur í ríkjum ESB 44 ár árið 2021 en gert er ráð fyrir að því gildi verði ekki náð á Íslandi fyrr en árið 2069.
Mannfjöldi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira