Innlent

Á­kall um tafar­laust vopna­hlé í­trekað

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Eyðileggingin er gífurleg á Gasaströndinni og þúsundir borgara liggja í valnum.
Eyðileggingin er gífurleg á Gasaströndinni og þúsundir borgara liggja í valnum. Ísraelski herinn

Ákall íslenskra stjórnvalda um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum á Gaza var ítrekað í ávarpi sem Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flutti fyrir hönd Íslands á alþjóðlegum fundi um stöðu mannúðarmála á Gaza sem fram fór í París í gær.

Utanríkisráðherra Frakklands boðaði til fundarins og í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að sérstakir gestir hans hafi verið yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna og framkvæmdastjóri samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum. Alls tóku þátt um 70 fulltrúar ríkja, alþjóðastofnana og alþjóðlegra hjálparsamtaka.

„Í ræðu Íslands var sömuleiðis ákall um tafarlausa lausn gísla, óhindrað aðgengi að nauðþurftum og framfylgd alþjóðalaga ítrekað, í samræmi við ályktun Alþingis frá 9. nóvember sl. um afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Loks undirstrikuðu íslensk stjórnvöld að langtímalausn deilunnar felist í tveggja ríkja lausn sem byggi á alþjóðalögum,“ segir ennfremur í tilkynningunni og því bætt við að Ísland hafi lagt 225 m.kr. til UNRWA frá því að átökin hófust 7. október og sé meðal hæstu framlagsþjóða til stofnunarinnar miðað við höfðatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×