Segir mál drengjanna skera sig í hjartað Jón Þór Stefánsson skrifar 6. desember 2023 23:18 „Við viljum að kerfið okkar virki þannig að það taki utan um börn í þessari stöðu,“ segir Ásmundur Einar mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm/Dúi Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur kallað eftir gögnum um palestínsku drengina Sameer Omran, 12 ára, og Yazan Kawave, 14 ára, sem á að vísa úr landi. Hann segir að málið sé í raun ekki á sínu borði, en vill vera viss um að rétt hafi verið farið að í máli þeirra. Hann segist treysta kerfinu til þess. „Það er auðvitað þannig að við gerum ráð fyrir því að það sé unnið sérstakt hagsmunamat gagnvart börnum, að þeirra staða sé skoðuð sérstaklega.“ segir Ásmundur. Hann útskýrir að sjálfstætt hagsmunamat eigi að vera unnið um hvert barn í stöðu sem þessari sem sé síðan notað til að komast að niðurstöðu um mögulega vistun eða brottvísun þess. Gögnin sem hann hafi kallað eftir sé umrætt mat og hvort að það hafi verið gert yfirhöfuð. „Ég vonast til að kerfið okkar sé að virka þannig að þessum ferlum sé fylgt og að þessir drengir falli þar undir. Og ég hef trú á því að það eigi að geta gert það.“ Aðspurður um hvað honum finnist um sjálft málið segir Ásmundur: „Þetta sker mann í hjartað.“ „Staðan í Gasa, það sem þessir drengir og börn almennt í Gasa eru að ganga í gegnum þessi dægrin er eitthvað sem við getum ekki einu sinni sett okkur inn í. Þannig að við viljum að kerfið okkar virki þannig að það taki utan um börn í þessari stöðu,“ Jafnframt segist hann vona að „hið mannlega nái að skina í gegn“ í máli drengjanna og að þeirra mál fái „góða lendingu“. Fjallað var um mál drengjanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag. Innslagið má sjá hér að neðan. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Hann segir að málið sé í raun ekki á sínu borði, en vill vera viss um að rétt hafi verið farið að í máli þeirra. Hann segist treysta kerfinu til þess. „Það er auðvitað þannig að við gerum ráð fyrir því að það sé unnið sérstakt hagsmunamat gagnvart börnum, að þeirra staða sé skoðuð sérstaklega.“ segir Ásmundur. Hann útskýrir að sjálfstætt hagsmunamat eigi að vera unnið um hvert barn í stöðu sem þessari sem sé síðan notað til að komast að niðurstöðu um mögulega vistun eða brottvísun þess. Gögnin sem hann hafi kallað eftir sé umrætt mat og hvort að það hafi verið gert yfirhöfuð. „Ég vonast til að kerfið okkar sé að virka þannig að þessum ferlum sé fylgt og að þessir drengir falli þar undir. Og ég hef trú á því að það eigi að geta gert það.“ Aðspurður um hvað honum finnist um sjálft málið segir Ásmundur: „Þetta sker mann í hjartað.“ „Staðan í Gasa, það sem þessir drengir og börn almennt í Gasa eru að ganga í gegnum þessi dægrin er eitthvað sem við getum ekki einu sinni sett okkur inn í. Þannig að við viljum að kerfið okkar virki þannig að það taki utan um börn í þessari stöðu,“ Jafnframt segist hann vona að „hið mannlega nái að skina í gegn“ í máli drengjanna og að þeirra mál fái „góða lendingu“. Fjallað var um mál drengjanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag. Innslagið má sjá hér að neðan.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira