Handbolti

Einn leik­maður úr Olís deildinni í EM-hópi Fær­eyinga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elias Ellefsen á Skipagøtu skorar á móti Íslandi í Laugardalshöllinni.
Elias Ellefsen á Skipagøtu skorar á móti Íslandi í Laugardalshöllinni. Vísir/Hulda Margrét

Peter Bredsdorff-Larsen og Julian Johansen hafa valið lokahóp Færeyinga á Evrópumótinu í handbolta í næsta mánuði.

Þetta er sögulegt mót fyrir færeyska landsliðið sem er komið á stórmót í fyrsta sinn.

Einn leikmaður í hópnum spilar í Olís deild karla á Íslandi en það er Valsmaðurinn Allan Norðberg. Aðeins einn úr átján manna hópnum spilar í færeysku deildinni en það er Ísak Vedelsbøl hjá liði H71.

Átta leikmenn spila í Danmörku, þrír spila í Noregi, þrír spila í Svíþjóð og tveir spila í Þýskalandi.

Tveir úr hópnum spiluðu áður í Olís deildinni en það eru markvörðurinn Nicholas Satchwell og örvhenta skyttan Vilhelm Poulsen.

Færeyingar spiluðu tvo æfingarleiki við Ísland í Laugardalshöllinni fyrr í vetur og tapaði liðið báðum leikjunum.

Lykilmenn liðsins þá voru þeir Elias Ellefsen á Skipagøtu, sem spilar með Kiel í Þýskalandi, Óli Mittún, sem spilar með IK Sävehof í Svíþjóð og Hákun West av Teigum, sem spilar með Füchse Berlin í Þýskalandi.

  • Hópur Færeyinga fyrir EM í Þýskalandi 2024:
  • Markverðir:
  • Pauli Jacobsen, HØJ Elite (DEN)
  • Nicholas Satchwell, Viking TIF (NOR)
  • Skyttur og leikstjórnendur:
  • Tróndur Mikkelsen, Kristiansand Topphåndbold (NOR)
  • Rói Ellefsen á Skipagøtu, IF Hallby HK (SWE)
  • Jónas Gunnarsson Djurhuus, FIF Håndbold (DEN)
  • Pauli Mittún, Team Sydhavsøerne (DEN)
  • Óli Mittún, IK Sävehof (SWE)
  • Elias Ellefsen á Skipagøtu, THW Kiel (GER)
  • Vilhelm Poulsen, Lemvig-Thyborøn, (DEN)
  • Kjartan Johansen, Bækkelaget, (NOR)
  • Peter Krogh, Aarhus HC (DEN)
  • Hornamenn:
  • Rói Berg Hansen, HØJ Elite (DEN)
  • Leivur Mortensen, FIF Håndbold (DEN)
  • Hákun West av Teigum, Füchse Berlin, (GER)
  • Allan Norðberg, Valur (ISL)
  • Línumenn:
  • Teis Horn Rasmussen, Aarhus HC (DEN)
  • Pætur Mikkjalsson, IF Hallby HK (SWE)
  • Ísak Vedelsbøl, H71



Fleiri fréttir

Sjá meira


×