Keppir á Evrópumótinu sex mánuðum eftir að hún eignaðist barn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 09:00 Lucie Martinsdóttir Stefanikova með barnið sitt í lyftingarsalnum. @lucie_martins_lifts Lucie Stefaniková verður er ein af fjórum keppendum Íslands sem tekur þátt í Evrópumeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum fer fram dagana 4. til 9. desember í Tartu í Eistlandi. Það sem gerir það svo sérstakt að Lucie eignaðist barn 21. maí síðastliðinn. Hún keppir því á EM aðeins sex og hálfum mánuði eftir að hún eignaðist barn. Lucie vakti athygli á meðgöngunni þegar hún lyfti nærri hálfu tonni þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. „Þetta er líka þriðja meðganga og ég er mjög örugg, treysti sjálfri mér mér og veit hvað ég er að gera. Ég hlusta á líkamann og þó þetta sé þungt fyrir venjulegt fólk þá er þetta langt frá mínu besta því ég er auðvitað að passa mig á meðgöngunni,“ sagði Lucie í samtali við Svövu Kristínu í íþróttafréttum Stöðvar 2 á sínum tíma. Lucie keppir fyrir hönd Stjörnunnar og styrktarþjálfari að atvinnu. Hún varð Íslandsmeistari í kraftlyftingum í mars og eignaðist svo barnið í maí. Nú í desember er hún síðan mætt á EM. Lucie er að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti en hún keppti einnig á HM 2022. Lucy sem keppir í -76 kg flokki stígur á pallinn föstudaginn 8. desember kl. 13:00. Hinir þrír íslensku keppendurnir eru Friðbjörn Bragi Hlynsson, Viktor Samúelsson og Kristín Þórhallsdóttir. Friðbjörn Bragi keppir fyrst í dag. Hann keppir í -83 kg flokki en hann er að keppa í annað sinn á EM í opnum aldursflokki. Viktor Samúelsson keppir í -105 kg flokki en hann er þaulreyndur keppandi og hefur keppt á fjölmörgum alþjóðamótum. Viktor keppir fimmtudaginn 7. desember klukkan 13.00. Kristín Þórhallsdóttir keppir í -84 kg flokki og hefur átt góðu gengi að fagna síðastliðin ár á alþjóðamótum. Hún vann til silfurverðlauna á EM 2022 og varð Evrópumeistari árið 2021. Kristín keppir laugardaginn 9. desember klukkan 8.00. View this post on Instagram A post shared by Lucie Martinsdóttir Stefanikova (@lucie_martins_lifts) Lyftingar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Það sem gerir það svo sérstakt að Lucie eignaðist barn 21. maí síðastliðinn. Hún keppir því á EM aðeins sex og hálfum mánuði eftir að hún eignaðist barn. Lucie vakti athygli á meðgöngunni þegar hún lyfti nærri hálfu tonni þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. „Þetta er líka þriðja meðganga og ég er mjög örugg, treysti sjálfri mér mér og veit hvað ég er að gera. Ég hlusta á líkamann og þó þetta sé þungt fyrir venjulegt fólk þá er þetta langt frá mínu besta því ég er auðvitað að passa mig á meðgöngunni,“ sagði Lucie í samtali við Svövu Kristínu í íþróttafréttum Stöðvar 2 á sínum tíma. Lucie keppir fyrir hönd Stjörnunnar og styrktarþjálfari að atvinnu. Hún varð Íslandsmeistari í kraftlyftingum í mars og eignaðist svo barnið í maí. Nú í desember er hún síðan mætt á EM. Lucie er að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti en hún keppti einnig á HM 2022. Lucy sem keppir í -76 kg flokki stígur á pallinn föstudaginn 8. desember kl. 13:00. Hinir þrír íslensku keppendurnir eru Friðbjörn Bragi Hlynsson, Viktor Samúelsson og Kristín Þórhallsdóttir. Friðbjörn Bragi keppir fyrst í dag. Hann keppir í -83 kg flokki en hann er að keppa í annað sinn á EM í opnum aldursflokki. Viktor Samúelsson keppir í -105 kg flokki en hann er þaulreyndur keppandi og hefur keppt á fjölmörgum alþjóðamótum. Viktor keppir fimmtudaginn 7. desember klukkan 13.00. Kristín Þórhallsdóttir keppir í -84 kg flokki og hefur átt góðu gengi að fagna síðastliðin ár á alþjóðamótum. Hún vann til silfurverðlauna á EM 2022 og varð Evrópumeistari árið 2021. Kristín keppir laugardaginn 9. desember klukkan 8.00. View this post on Instagram A post shared by Lucie Martinsdóttir Stefanikova (@lucie_martins_lifts)
Lyftingar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira