„Höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna“ Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 1. desember 2023 11:25 Ragnheiður segir að íslensk stjórnvöld verði að bregðast við. Vísir/Ívar Fannar Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, segir Eddu finna fyrir miklum meðbyr. Allt að tuttugu bílar stilltu sér upp við fangelsið að Hólmsheiði í nótt til að mótmæla brottför hennar til Noregs áður en úrskurður Landsréttar hvað varðar gæsluvarðhald hennar liggur fyrir. Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum . Lögmaður hennar kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. „Síðustu fóru klukkan hálfátta þegar við sáum að það var búið að loka hliðinu að fluginu til Osló. Bara til að vera alveg viss,“ segir húm og að hugur hafi verið í fólki. „Við trúum á málstaðinn og erum tilbúin til að ganga ansi langt til að styðja hana, og börnin, að það verði hlustað á þau og þau fái að velja. Og að Barnasáttmálinn sé virtur,“ segir Ragnheiður. „Hún hefur það ágætt miðað við aðstæður. Hún finnur fyrir miklum meðbyr og er dálítið brött núna sem hún hefur ekki verið,“ segir Ragnheiður en hún hitti Eddu inni í fangelsinu á Hólmsheiði fyrir stuttu. Hún segir ákvörðunina um að fljúga með hana í nótt hafa verið mikið sjokk. Henni hafi verið tilkynnt í gærkvöldi af starfsfólki fangelsisins að fljúga ætti með hana til Noregs og að hún fengi ekki að tala við neinn áður. Edda hafi strax mótmælt því og krafist þess að fá að tala við lögmann sinn. „Við höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna. Við ætlum að berjast fyrir því að hún fái venjulega meðferð eins og fólk í hennar stöðu,“ segir Ragnheiður og að það sé í boði að setja á hana til dæmis ökklaband eða hafa hana áfram í farbanni. „Það er alger óþarfi að manneskja eins og hún, sem ekki hefur framkvæmt ofbeldisverk eða neitt slíkt, að hún þurfi að vera í gæsluvarðhaldi í sex vikur eða lengi,“ segir Ragnheiður en óvíst er hvenær þingfesting, fyrirtaka og aðalmeðferð fer fram í máli Eddu Bjarkar. Hafi aldrei ætlað að flýja Ragnheiður segir það aldrei hafa komið til greina hjá Eddu að flýja. Hún hafi alltaf ætlað að mæta. Hennar tilgangur sé að halda fjölskyldunni saman og það sé ólíklegt miðað við það að hún flýi úr landi. „Hún vill vinna að því að börnin hennar fái að vera hér áfram og hún líka.“ Ragnheiður segir syni hennar þrjá, sem málið snýst um, í öruggum höndum. Dætur hennar tvær sé hjá stjúppabba sínum og að eldri synir hennar, sem séu á fullorðinsaldri, séu heima hjá sér. „Þetta er rosalegt áfall. Að foreldrar barna séu settir í fangelsi er rosalegt áfall,“ segir Ragnheiður um líðan barnanna. Hún segir áríðandi að íslensk stjórnvöld bregðist við í þessu máli. Fjölskyldumál Lögreglumál Noregur Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum . Lögmaður hennar kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. „Síðustu fóru klukkan hálfátta þegar við sáum að það var búið að loka hliðinu að fluginu til Osló. Bara til að vera alveg viss,“ segir húm og að hugur hafi verið í fólki. „Við trúum á málstaðinn og erum tilbúin til að ganga ansi langt til að styðja hana, og börnin, að það verði hlustað á þau og þau fái að velja. Og að Barnasáttmálinn sé virtur,“ segir Ragnheiður. „Hún hefur það ágætt miðað við aðstæður. Hún finnur fyrir miklum meðbyr og er dálítið brött núna sem hún hefur ekki verið,“ segir Ragnheiður en hún hitti Eddu inni í fangelsinu á Hólmsheiði fyrir stuttu. Hún segir ákvörðunina um að fljúga með hana í nótt hafa verið mikið sjokk. Henni hafi verið tilkynnt í gærkvöldi af starfsfólki fangelsisins að fljúga ætti með hana til Noregs og að hún fengi ekki að tala við neinn áður. Edda hafi strax mótmælt því og krafist þess að fá að tala við lögmann sinn. „Við höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna. Við ætlum að berjast fyrir því að hún fái venjulega meðferð eins og fólk í hennar stöðu,“ segir Ragnheiður og að það sé í boði að setja á hana til dæmis ökklaband eða hafa hana áfram í farbanni. „Það er alger óþarfi að manneskja eins og hún, sem ekki hefur framkvæmt ofbeldisverk eða neitt slíkt, að hún þurfi að vera í gæsluvarðhaldi í sex vikur eða lengi,“ segir Ragnheiður en óvíst er hvenær þingfesting, fyrirtaka og aðalmeðferð fer fram í máli Eddu Bjarkar. Hafi aldrei ætlað að flýja Ragnheiður segir það aldrei hafa komið til greina hjá Eddu að flýja. Hún hafi alltaf ætlað að mæta. Hennar tilgangur sé að halda fjölskyldunni saman og það sé ólíklegt miðað við það að hún flýi úr landi. „Hún vill vinna að því að börnin hennar fái að vera hér áfram og hún líka.“ Ragnheiður segir syni hennar þrjá, sem málið snýst um, í öruggum höndum. Dætur hennar tvær sé hjá stjúppabba sínum og að eldri synir hennar, sem séu á fullorðinsaldri, séu heima hjá sér. „Þetta er rosalegt áfall. Að foreldrar barna séu settir í fangelsi er rosalegt áfall,“ segir Ragnheiður um líðan barnanna. Hún segir áríðandi að íslensk stjórnvöld bregðist við í þessu máli.
Fjölskyldumál Lögreglumál Noregur Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira