Fótbolti

Brighton upp úr riðlinum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brighton fagnar sigurmarkinu.
Brighton fagnar sigurmarkinu. Milos Bicanski/Getty Images

Brighton & Hove Albion er komið upp úr riðli sínum í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Enn á þó eftir að koma í ljós hvort liðið vinnur riðilinn og fer beint í 16-liða úrslit eða hvort Marseille steli toppsætinu.

João Pedro skoraði eina mark leiksins þegar Brighton vann AEK Aþenu 1-0 í Grikklandi í kvöld. Markið kom á 55. mínútu en tíu mínútum síðar fékk Mijat Gaćinović sitt annað gula spjald í liði heimamanna og Brighton sigldi sigrinum heim.

Staðan í B-riðli er þannig að Brighton er á toppnum með 10 stig eftir 5 leiki. Marseille er í 2. sæti með 8 stig að loknum 4 leikjum, AEK er með 4 stig og Ajax rekur lestina með 2 stig.

Önnur úrslit

TSC 0-1 West Ham United

Freiburg 5-0 Olympiacos

Sparta Prag 1-0 Real Betis

Atalanta 1-1 Sporting

Sturm Graz 0-1 Raków

Maccabi Haifa 0-3 Rennes




Fleiri fréttir

Sjá meira


×