Mesta eignartjón síðan í Suðurlandsskjálftanum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2023 12:07 Töluverðar skemmdir urðu á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík í jarðskjálftunum. Vísir/Vilhelm Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008. Náttúruhamfarartryggingu Íslands hafa borist ríflega hundrað og fimmtíu tilkynningar um tjón á húsum og innbúum í Grindavík. Matsmenn hafa verið í bænum síðustu daga og verða áfram út vikuna til að meta tjón. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfarartryggingar Íslands, segir að eftir daginn í dag verði búið að skoða um sextíu fasteignir. „Við höfum fyrst og fremst núna verið að einbeita okkur að þessari svokallaðri stóru sprungu eða sigdal sem liggur í gengum allan bæinn og við höfum fyrst og fremst svona myndina af því hversu mörg hús þar í kring eru með altjón. Okkur sýnist að það gæti alveg verið á fleiri stöðum í bænum sem að við höfum ekki komist í að skoða enn þá en þetta eru væntanlega einhvers staðar í kringum tuttugu hús að minnsta kosti sem við erum að horfa á að þetta gæti átt við.“ Um fimm þúsund tilkynningar bárust um tjón í Suðurlandsskjálftanum en Hulda segir að tjónið nú sé minna. „Ég held að við getum alveg sagt að þetta er stærsti atburður sem að hefur orðið síðan 2008 þegar jarðskjálftinn varð á Suðurlandi og það varð mikið tjón þá bæði á Selfossi og Hveragerði og nærsveitum þar. Þannig að þetta er stærsta tjón síðan þá.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Tengdar fréttir Byrjað að fylla í sprunguna Framkvæmdir við sprunguna sem varð til við jarðhræringarnar í Grindavík eru hafnar við Austurveg. Tækja- og vélamaður hjá Grindavíkurbæ segir lagnirnar líta mjög vel út miðað við það sem reiknað var með. 28. nóvember 2023 18:18 Þýðingarmikið að sjá líf kvikna í Grindavík Tómas Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Arctic Saga, og Jóhann Vignir Gunnarsson sem sér um markaðsmál hjá Þorbirni hf. í Grindavík mættu til vinnu í fiskvinnslu í Grindavík í dag. Þeir segja flesta jákvæða en skjálfta í mörgum. 28. nóvember 2023 17:01 Ljótar sprungur en lítur miklu betur út en hann ímyndaði sér Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir Grindavík líta mun betur út en hann bjóst við. Nú þurfi Grindvíkingar að laga innviði svo að bærinn verði aftur íbúðarhæfur. 28. nóvember 2023 15:36 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Náttúruhamfarartryggingu Íslands hafa borist ríflega hundrað og fimmtíu tilkynningar um tjón á húsum og innbúum í Grindavík. Matsmenn hafa verið í bænum síðustu daga og verða áfram út vikuna til að meta tjón. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfarartryggingar Íslands, segir að eftir daginn í dag verði búið að skoða um sextíu fasteignir. „Við höfum fyrst og fremst núna verið að einbeita okkur að þessari svokallaðri stóru sprungu eða sigdal sem liggur í gengum allan bæinn og við höfum fyrst og fremst svona myndina af því hversu mörg hús þar í kring eru með altjón. Okkur sýnist að það gæti alveg verið á fleiri stöðum í bænum sem að við höfum ekki komist í að skoða enn þá en þetta eru væntanlega einhvers staðar í kringum tuttugu hús að minnsta kosti sem við erum að horfa á að þetta gæti átt við.“ Um fimm þúsund tilkynningar bárust um tjón í Suðurlandsskjálftanum en Hulda segir að tjónið nú sé minna. „Ég held að við getum alveg sagt að þetta er stærsti atburður sem að hefur orðið síðan 2008 þegar jarðskjálftinn varð á Suðurlandi og það varð mikið tjón þá bæði á Selfossi og Hveragerði og nærsveitum þar. Þannig að þetta er stærsta tjón síðan þá.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Tengdar fréttir Byrjað að fylla í sprunguna Framkvæmdir við sprunguna sem varð til við jarðhræringarnar í Grindavík eru hafnar við Austurveg. Tækja- og vélamaður hjá Grindavíkurbæ segir lagnirnar líta mjög vel út miðað við það sem reiknað var með. 28. nóvember 2023 18:18 Þýðingarmikið að sjá líf kvikna í Grindavík Tómas Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Arctic Saga, og Jóhann Vignir Gunnarsson sem sér um markaðsmál hjá Þorbirni hf. í Grindavík mættu til vinnu í fiskvinnslu í Grindavík í dag. Þeir segja flesta jákvæða en skjálfta í mörgum. 28. nóvember 2023 17:01 Ljótar sprungur en lítur miklu betur út en hann ímyndaði sér Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir Grindavík líta mun betur út en hann bjóst við. Nú þurfi Grindvíkingar að laga innviði svo að bærinn verði aftur íbúðarhæfur. 28. nóvember 2023 15:36 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Byrjað að fylla í sprunguna Framkvæmdir við sprunguna sem varð til við jarðhræringarnar í Grindavík eru hafnar við Austurveg. Tækja- og vélamaður hjá Grindavíkurbæ segir lagnirnar líta mjög vel út miðað við það sem reiknað var með. 28. nóvember 2023 18:18
Þýðingarmikið að sjá líf kvikna í Grindavík Tómas Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Arctic Saga, og Jóhann Vignir Gunnarsson sem sér um markaðsmál hjá Þorbirni hf. í Grindavík mættu til vinnu í fiskvinnslu í Grindavík í dag. Þeir segja flesta jákvæða en skjálfta í mörgum. 28. nóvember 2023 17:01
Ljótar sprungur en lítur miklu betur út en hann ímyndaði sér Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir Grindavík líta mun betur út en hann bjóst við. Nú þurfi Grindvíkingar að laga innviði svo að bærinn verði aftur íbúðarhæfur. 28. nóvember 2023 15:36