Ríkisstjórnin kastar 5 þúsund heimilum út úr vaxtabótakerfinu Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 28. nóvember 2023 11:31 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur finnur alltaf leið til að demba aðhaldinu í ríkisfjármálum á lágtekju- og millitekjuheimili en hlífa þeim tekjuhærri. Í síðustu fjárlögum var þetta gert með því að hækka flöt krónutölugjöld um 7,7 prósent, hækkun sem kom harðast niður á þeim efnaminni og lak beint út í verðlag og verðtryggð lán heimila. Í fjárlögum næsta árs er m.a. farin sú leið að draga úr stuðningi við heimili sem glíma við íþyngjandi húsnæðiskostnað. Ríkisstjórnin ætlar að skerða 5 þúsund heimili út úr vaxtabótakerfinu með því að láta eignamörk kerfisins rýrna að raunvirði. Þannig verður dregið úr stuðningi við skuldsett heimili um 700 milljónir króna milli ára. Að sama skapi er fólk á leigumarkaði skilið eftir: ekkert bólar á leigubremsu né lagabreytingum til að styrkja réttarstöðu leigjenda þrátt fyrir margítrekuð loforð frá gerð síðustu kjarasamninga. Húsnæðisbætur verða lægri árið 2024 heldur en gert var ráð fyrir í fjárlögum yfirstandandi árs. Þetta gerist á sama tíma og vextir og verðbólga eru í hæstu hæðum og æ fleiri heimili eiga erfitt með að ná endum saman. Þegar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar spurði innviðaráðherra og formann Framsóknarflokksins um þennan niðurskurð á húsnæðisstuðningi í fyrirspurnatíma á Alþingi svaraði hann m.a. á þá leið að vonandi gætu samtök launafólks samið um nógu miklar launahækkanir til að ekki yrði þörf á „bótum og bótahugsun frá ríkinu“. Þannig sló ráðherra á útrétta hönd verkalýðshreyfingarinnar sem hefur gert sig líklega til að stilla launakröfum í hóf gegn því að tilfærslukerfin verði styrkt og húsnæðisstuðningur efldur. Við afgreiðslu síðustu fjárlaga lögðum við í Samfylkingunni fram og fengum samþykkta breytingatillögu um 50 prósenta hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta. Þetta varð til þess að vaxtabætur hækkuðu hjá hátt í 7 þúsund heimilum, sérstaklega hjá ungu fólki með þunga greiðslubyrði, og að meðaltali um meira en 90 þúsund krónur. Vonandi næst samstaða á Alþingi um að stíga enn frekari skref í sömu átt við afgreiðslu fjárlaga næsta árs frekar en að íþyngja heimilunum með skertum húsnæðisstuðningi þegar síst skyldi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fékk það sem hún bað um: meiri verðbólgu og hærri vexti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kyndir undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Þetta er ein af orsökum vaxtahækkunarinnar sem kynnt var í gær. 9. febrúar 2023 07:31 Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur finnur alltaf leið til að demba aðhaldinu í ríkisfjármálum á lágtekju- og millitekjuheimili en hlífa þeim tekjuhærri. Í síðustu fjárlögum var þetta gert með því að hækka flöt krónutölugjöld um 7,7 prósent, hækkun sem kom harðast niður á þeim efnaminni og lak beint út í verðlag og verðtryggð lán heimila. Í fjárlögum næsta árs er m.a. farin sú leið að draga úr stuðningi við heimili sem glíma við íþyngjandi húsnæðiskostnað. Ríkisstjórnin ætlar að skerða 5 þúsund heimili út úr vaxtabótakerfinu með því að láta eignamörk kerfisins rýrna að raunvirði. Þannig verður dregið úr stuðningi við skuldsett heimili um 700 milljónir króna milli ára. Að sama skapi er fólk á leigumarkaði skilið eftir: ekkert bólar á leigubremsu né lagabreytingum til að styrkja réttarstöðu leigjenda þrátt fyrir margítrekuð loforð frá gerð síðustu kjarasamninga. Húsnæðisbætur verða lægri árið 2024 heldur en gert var ráð fyrir í fjárlögum yfirstandandi árs. Þetta gerist á sama tíma og vextir og verðbólga eru í hæstu hæðum og æ fleiri heimili eiga erfitt með að ná endum saman. Þegar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar spurði innviðaráðherra og formann Framsóknarflokksins um þennan niðurskurð á húsnæðisstuðningi í fyrirspurnatíma á Alþingi svaraði hann m.a. á þá leið að vonandi gætu samtök launafólks samið um nógu miklar launahækkanir til að ekki yrði þörf á „bótum og bótahugsun frá ríkinu“. Þannig sló ráðherra á útrétta hönd verkalýðshreyfingarinnar sem hefur gert sig líklega til að stilla launakröfum í hóf gegn því að tilfærslukerfin verði styrkt og húsnæðisstuðningur efldur. Við afgreiðslu síðustu fjárlaga lögðum við í Samfylkingunni fram og fengum samþykkta breytingatillögu um 50 prósenta hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta. Þetta varð til þess að vaxtabætur hækkuðu hjá hátt í 7 þúsund heimilum, sérstaklega hjá ungu fólki með þunga greiðslubyrði, og að meðaltali um meira en 90 þúsund krónur. Vonandi næst samstaða á Alþingi um að stíga enn frekari skref í sömu átt við afgreiðslu fjárlaga næsta árs frekar en að íþyngja heimilunum með skertum húsnæðisstuðningi þegar síst skyldi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands.
Ríkisstjórnin fékk það sem hún bað um: meiri verðbólgu og hærri vexti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kyndir undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Þetta er ein af orsökum vaxtahækkunarinnar sem kynnt var í gær. 9. febrúar 2023 07:31
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun