Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar 4. mars 2025 18:03 Í aðdraganda forsetakosninga á síðasta ári varaði ég við afleiðingum þess að stjórnvöld á Íslandi myndu draga okkar áður friðsælu þjóð með hernaðaráróðri í holræsi styrjalda. Réttilega sagði ég það landráð að einn einstaklingur í embætti utanríkisráðherra tæki ákvörðun um hundruð milljóna króna vopnakaup til handa erlendu ríki til stríðs við annað erlent ríki, utan NATO í átökum utan varnarsvæðis Íslands. Þá höfðu vopn verið keypt án aðkomu Alþingis. Landráð Ég sagði það einnig landráð þegar nýkjörinn forseti Íslands skrifaði undir fjárlög með milljarða króna vopnakaupum án þess að vísa því til þjóðarinnar sem ætti að eiga síðasta orðið um slíka grundvallar breytingu á stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Forseti Íslands laug sig í embætti Halla Tómasdóttir sveik sína kjósendur nokkrum mánuðum eftir að hún náði kjöri út á þá lygaþvælu sem valt uppúr henni á framboðsfundum og í fjölmiðlum að hún vildi ekki styðja slík vopnakaup. Ég sagði einnig það fásinnu að öryggi Íslands væri tryggt með 5gr. NATO samnings eða varnarsamningi við bandaríkin. Sagði að menn myndu fljótlega sjá það að ekkert væri á þetta að treysta. Eina leiðin til að tryggja frið á Íslandi væri að Ísland talaði fyrir friði. Ísland ætti að gerast boðberi friðar á alþjóða vettvangi og hafna hverskyns hernaðarþátttöku og vopnakaupum. Ísland hertekið Stórveldi eins og bandaríkin hafa alltaf hagað málum sjálfum sér til framdráttar og valtað yfir smáríki. Það er þess vegna mun líklegra að bandaríkin hertaki Ísland sjái þeir sé hag í því, frekar en að koma Íslensku þjóðinni til bjargar. Þeir stóðu ekki með okkur í Icesave og munu ekki gera það ef á okkur verður ráðist nema þeir sjái eigin hag í því. Brjótist út stríð á norðurslóðum er alls ekki ólíkilegt að þeir hertaki Ísland til að nota landið sem skotpall. Á Keflavíkurflugvelli eru bækistöðvar hermanna sem geta staðist kjarnorkusprengju. Íslenska þjóðin getur hins vegar, að mati ráðamanna, étið það sem úti frýs og hafa engin slík byrgi verið byggð til að vernda þjóðina hér. Sjálfskipaðir “hershöfðingjar” í utanríkisráðuneytinu fara um heiminn með hernaðaráróður og segja ekki eitt orð til friðar. Ísland óvinaþjóð Búið er að skilgreina Ísland og Íslendinga sem óvinaþjóð í Rússlandi eftir herskáar yfirlýsingar Íslenskra ráðamanna, lokun sendiráðs og vopnasendingar. Þetta hefur komið fram í málflutningi utanríkisráðuneytis Rússlands. Íslenskir ráðamenn hella enn olíu á það ófriðarbál með því að setja til viðbótar milljarða króna af skattfé Íslendinga til vopnakaupa, og sagðir eyða peningum sem eru ekki til og setja þjóðina í skuldir, til að senda sprengur og annan slíkan ófögnuð til eins spilltasta ríkis veraldar. Allt gert til að framlengja blóðugri styrjöld gegn stærsta kjarnorkuveldi heims og senda þúsundir ungs fólks á vígvöll þar sem það er brytjað niður miskunnarlaust með blessun Íslands. Uppreisn í Úkraínu Reynt er að strika yfir staðreyndir sem fólk eins og ég sem hef starfað að friðarmálum í meira en 30 ár vita, sem er að styrjöldin á milli Rússlands og Úkraínu gerðist ekki í tómarúmi. Meira segja forseti bandaríkjanna er farinn að tala opinberlega um þá staðreynd enda þekkir vel til þess að fyrir rúmum áratug varð uppreisn og stjórnarskipti í Úkraínu með aðstoð bandarísku leyniþjónustunnar. Lýðræðislega kjörinn forseti landsins var hrakinn á brott. Í dag eru stjórnarandstæðingar í fangelsum. Ungu fólki er rænt af götum úti og sent í dauðann á vígvellinum. Sendið utanríkisráðherra í eldhúsið Það ætti engan að undra að tugir þúsunda hafa gert athugasemdir við veruleikafirrtar yfirlýsingar utanríkisráðherra Íslands á X. Hún er hreinlega að draga hinn áður góða orðstír Íslands í ræsið með gersamlega ábyrgðarlausum og herskáum yfirlýsingum. Slíkar kerlingar eiga betur heima yfir pottunum heima hjá sér en í alþjóða stjórnmálum. Höfundur er stofnandi friðar 2000 og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninga á síðasta ári varaði ég við afleiðingum þess að stjórnvöld á Íslandi myndu draga okkar áður friðsælu þjóð með hernaðaráróðri í holræsi styrjalda. Réttilega sagði ég það landráð að einn einstaklingur í embætti utanríkisráðherra tæki ákvörðun um hundruð milljóna króna vopnakaup til handa erlendu ríki til stríðs við annað erlent ríki, utan NATO í átökum utan varnarsvæðis Íslands. Þá höfðu vopn verið keypt án aðkomu Alþingis. Landráð Ég sagði það einnig landráð þegar nýkjörinn forseti Íslands skrifaði undir fjárlög með milljarða króna vopnakaupum án þess að vísa því til þjóðarinnar sem ætti að eiga síðasta orðið um slíka grundvallar breytingu á stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Forseti Íslands laug sig í embætti Halla Tómasdóttir sveik sína kjósendur nokkrum mánuðum eftir að hún náði kjöri út á þá lygaþvælu sem valt uppúr henni á framboðsfundum og í fjölmiðlum að hún vildi ekki styðja slík vopnakaup. Ég sagði einnig það fásinnu að öryggi Íslands væri tryggt með 5gr. NATO samnings eða varnarsamningi við bandaríkin. Sagði að menn myndu fljótlega sjá það að ekkert væri á þetta að treysta. Eina leiðin til að tryggja frið á Íslandi væri að Ísland talaði fyrir friði. Ísland ætti að gerast boðberi friðar á alþjóða vettvangi og hafna hverskyns hernaðarþátttöku og vopnakaupum. Ísland hertekið Stórveldi eins og bandaríkin hafa alltaf hagað málum sjálfum sér til framdráttar og valtað yfir smáríki. Það er þess vegna mun líklegra að bandaríkin hertaki Ísland sjái þeir sé hag í því, frekar en að koma Íslensku þjóðinni til bjargar. Þeir stóðu ekki með okkur í Icesave og munu ekki gera það ef á okkur verður ráðist nema þeir sjái eigin hag í því. Brjótist út stríð á norðurslóðum er alls ekki ólíkilegt að þeir hertaki Ísland til að nota landið sem skotpall. Á Keflavíkurflugvelli eru bækistöðvar hermanna sem geta staðist kjarnorkusprengju. Íslenska þjóðin getur hins vegar, að mati ráðamanna, étið það sem úti frýs og hafa engin slík byrgi verið byggð til að vernda þjóðina hér. Sjálfskipaðir “hershöfðingjar” í utanríkisráðuneytinu fara um heiminn með hernaðaráróður og segja ekki eitt orð til friðar. Ísland óvinaþjóð Búið er að skilgreina Ísland og Íslendinga sem óvinaþjóð í Rússlandi eftir herskáar yfirlýsingar Íslenskra ráðamanna, lokun sendiráðs og vopnasendingar. Þetta hefur komið fram í málflutningi utanríkisráðuneytis Rússlands. Íslenskir ráðamenn hella enn olíu á það ófriðarbál með því að setja til viðbótar milljarða króna af skattfé Íslendinga til vopnakaupa, og sagðir eyða peningum sem eru ekki til og setja þjóðina í skuldir, til að senda sprengur og annan slíkan ófögnuð til eins spilltasta ríkis veraldar. Allt gert til að framlengja blóðugri styrjöld gegn stærsta kjarnorkuveldi heims og senda þúsundir ungs fólks á vígvöll þar sem það er brytjað niður miskunnarlaust með blessun Íslands. Uppreisn í Úkraínu Reynt er að strika yfir staðreyndir sem fólk eins og ég sem hef starfað að friðarmálum í meira en 30 ár vita, sem er að styrjöldin á milli Rússlands og Úkraínu gerðist ekki í tómarúmi. Meira segja forseti bandaríkjanna er farinn að tala opinberlega um þá staðreynd enda þekkir vel til þess að fyrir rúmum áratug varð uppreisn og stjórnarskipti í Úkraínu með aðstoð bandarísku leyniþjónustunnar. Lýðræðislega kjörinn forseti landsins var hrakinn á brott. Í dag eru stjórnarandstæðingar í fangelsum. Ungu fólki er rænt af götum úti og sent í dauðann á vígvellinum. Sendið utanríkisráðherra í eldhúsið Það ætti engan að undra að tugir þúsunda hafa gert athugasemdir við veruleikafirrtar yfirlýsingar utanríkisráðherra Íslands á X. Hún er hreinlega að draga hinn áður góða orðstír Íslands í ræsið með gersamlega ábyrgðarlausum og herskáum yfirlýsingum. Slíkar kerlingar eiga betur heima yfir pottunum heima hjá sér en í alþjóða stjórnmálum. Höfundur er stofnandi friðar 2000 og fyrrverandi forsetaframbjóðandi
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun