Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar 6. mars 2025 11:15 „Tækifæri fyrir nemendur“ er fyrirsögn í áherslukafla um mannauð á heimasíðu framboðs míns til embættis rektors Háskóla Íslands (ingibjorg.hi.is). Þar hef ég lagt fram metnaðarfullar aðgerðir, ákveðnar kerfisbreytingar. Í grunninn miða þessar áherslur að því að auðvelda nemendum að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem standa háskólanemendum til boða og þannig móta sína eigin framtíð. Í breyttu kerfi ættu deildir og námsbrautir auðveldara með að treysta öðrum fyrir hluta af námi nemenda sinna. Þannig gætum við aukið víðsýni og hæfni sem nemendur þurfa að tileinka sér til þess að taka virkan hátt þátt í samfélaginu. Samfélagi sem krefst þess í auknum mæli að unnið sé þvert á fræðigreinar til að leysa flókin vandamál samtímans. Hvaða tækifæri er ég að tala um? Tækifæri til að taka námskeið á öðru fræðasviði, starfsþjálfun í fyrirtækjum eða stofnunum, dvelja á Rannsóknasetrum Háskóla Íslands um allt land við rannsóknir eða í fjarnámi eina önn, eða fara í skiptinám við einhvern af þeim yfir 400 erlendu háskólum sem Háskóli Íslands hefur gert samstarfssamninga við. En svona breytingar taka tíma og því eðlilegt að nemendur spyrji sig: „Hvað ætlar hún að gera fyrir mig núna“? Í framboði mínu legg ég mikla áherslu á samskipti og opið samtal. Ég er tilbúin að setjast niður með nemendum og forgangsraða þeim áherslumálum sem þykja mikilvægust og leita lausna. Í sumum málum gæti reynst auðvelt að bregðast við strax en í öðrum tilfellum þarf að leita leiða til að fjármagna óskir nemenda. Stundum eru málefnin það flókin að þau teygja sig út fyrir Háskóla Íslands og jafnvel inn í fleiri ráðuneyti en ráðuneyti háskólamála. Í þeim tilfellum mun ég beita mér fyrir því að ráðuneytin vinni saman að lausnum fyrir háskólanema. Síðastliðna 20 mánuði hef ég í starfi aðstoðarrektors vísinda og samfélags fylgt eftir málefnum meistara- og doktorsnemenda í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms og Vísindanefnd háskólaráðs. Fyrir nemendur höfum við unnið að bættri umgjörð og gæðum meistaranáms, hækkað styrki til doktorsnáms og unnið að bættu starfsumhverfi doktorsnema í samstarfi við Mannauðssvið Háskóla Íslands. Ég er tilbúin að leggja hart að mér til að hlúa sem best að nemendum, viðhalda gæðum námsleiða og auðvelda nemendum að móta sína eigin framtíð í Háskóla Íslands. Ég hvet nemendur til að nýta kosningarétt sinn 18.-19. mars næstkomandi. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi í rektorskjöri Háskóla Íslands 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
„Tækifæri fyrir nemendur“ er fyrirsögn í áherslukafla um mannauð á heimasíðu framboðs míns til embættis rektors Háskóla Íslands (ingibjorg.hi.is). Þar hef ég lagt fram metnaðarfullar aðgerðir, ákveðnar kerfisbreytingar. Í grunninn miða þessar áherslur að því að auðvelda nemendum að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem standa háskólanemendum til boða og þannig móta sína eigin framtíð. Í breyttu kerfi ættu deildir og námsbrautir auðveldara með að treysta öðrum fyrir hluta af námi nemenda sinna. Þannig gætum við aukið víðsýni og hæfni sem nemendur þurfa að tileinka sér til þess að taka virkan hátt þátt í samfélaginu. Samfélagi sem krefst þess í auknum mæli að unnið sé þvert á fræðigreinar til að leysa flókin vandamál samtímans. Hvaða tækifæri er ég að tala um? Tækifæri til að taka námskeið á öðru fræðasviði, starfsþjálfun í fyrirtækjum eða stofnunum, dvelja á Rannsóknasetrum Háskóla Íslands um allt land við rannsóknir eða í fjarnámi eina önn, eða fara í skiptinám við einhvern af þeim yfir 400 erlendu háskólum sem Háskóli Íslands hefur gert samstarfssamninga við. En svona breytingar taka tíma og því eðlilegt að nemendur spyrji sig: „Hvað ætlar hún að gera fyrir mig núna“? Í framboði mínu legg ég mikla áherslu á samskipti og opið samtal. Ég er tilbúin að setjast niður með nemendum og forgangsraða þeim áherslumálum sem þykja mikilvægust og leita lausna. Í sumum málum gæti reynst auðvelt að bregðast við strax en í öðrum tilfellum þarf að leita leiða til að fjármagna óskir nemenda. Stundum eru málefnin það flókin að þau teygja sig út fyrir Háskóla Íslands og jafnvel inn í fleiri ráðuneyti en ráðuneyti háskólamála. Í þeim tilfellum mun ég beita mér fyrir því að ráðuneytin vinni saman að lausnum fyrir háskólanema. Síðastliðna 20 mánuði hef ég í starfi aðstoðarrektors vísinda og samfélags fylgt eftir málefnum meistara- og doktorsnemenda í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms og Vísindanefnd háskólaráðs. Fyrir nemendur höfum við unnið að bættri umgjörð og gæðum meistaranáms, hækkað styrki til doktorsnáms og unnið að bættu starfsumhverfi doktorsnema í samstarfi við Mannauðssvið Háskóla Íslands. Ég er tilbúin að leggja hart að mér til að hlúa sem best að nemendum, viðhalda gæðum námsleiða og auðvelda nemendum að móta sína eigin framtíð í Háskóla Íslands. Ég hvet nemendur til að nýta kosningarétt sinn 18.-19. mars næstkomandi. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi í rektorskjöri Háskóla Íslands 2025.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar