Fer með farm af fótboltabúnaði heim um jólin: „Þetta skiptir þau öllu máli“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. nóvember 2023 08:00 Samira Suleman hefur stundað það að taka fótboltabúnað heim til Gana í mörg ár og hefur farmurinn stækkað ár frá ári. Vísir/Sigurjón Hin ganverska Samira Suleman, fótboltakona og yngri flokka þjálfari hjá ÍA, safnar nú íþróttabúnaði sem hún fer með til Gana um jólin. Að hennar sögn breytir þetta öllu fyrir ungt fólk í heimabænum hennar. Samira kom fyrst hingað til lands árið 2015 og hefur leikið með Víkingi Ólafsvík, Aftureldingu/Fram og Sindra auk ÍA hér á landi. Hún var hluti af liði ÍA sem fór upp úr 2 deild kvenna í sumar og þjálfar yngri flokka hjá liðinu samhliða því. Hver jól fer hún heim til Gana og hefur á hverju ári tekið eins mikið og hún getur með sér heim af fótboltabúnaði. „Fyrir nokkrum árum þegar ég ákvað að fara til Íslands, líklega fyrir sjö árum, fór ég heim eftir leiktímabilið og gaf fólki heima það sem ég hafði fengið hér. Seinna fór ég að biðja liðsfélagana um aðstoð. Nú í ár kom ég skilaboðum á framfæri hjá fólki hér hvort áhugi væri á að styrkja þetta málefni. Þetta hefur staðið yfir í nokkur ár.“ segir Samira. Fólk að fá fótboltaskó í fyrsta sinn En af hverju er Samira að þessu? „Fólk hefur ekki efni á að kaupa slíkar vörur. Knattspyrnuvörur eru mjög dýrar um allan heim. Þetta skiptir því miklu máli. Ég átti sjálf ekki fótboltaskó þegar ég var að alast upp. Ég veit að það er fólk þarna úti sem hefur aldrei getað klæðst fótboltaskóm. Þetta er mjög hæfileikaríkt fólk og þetta skiptir það öllu máli.“ „Ég er afskaplega þakklát svo ekki sé meira sagt.“ segir Samira. Þakkar hjálpsemi Íslendinga og Skagafólks Hún er einmitt afar þakklát fyrir undirtektirnar frá Íslendingum og þakkar samfélaginu á Skaganum sérstaklega fyrir. „Þetta fer mjög langt með að hjálpa fólkinu heima. Ég er því mjög þakklát. Áhuginn eykst í sífellu og ég kann að meta alla þá sem hafa viljað hjálpa liðsfélögum mínum. Íslendingar víða um land, ekki síst frá Akranesi, hafa verið afskaplega hjálplegir í þessu sambandi.“ segir Samira. Jólasveinninn í Gana Hvað þýðingu hefur þetta fyrir alla þessa krakka í Gana að fá allan þennan búnað? „Þetta skiptir þau öllu máli. Þetta eru hæfileikaríkir krakkar. Ég kynntist þessu í mínum uppvexti og þegar ég var að vinna mig upp. En fótboltatreyjur hafa ótrúlega mikið að segja. Íþróttir almennt stuðla að því að færa ungmenni saman svo þau geti stundað félagslíf saman og ræktað hæfileika sína til að ná langt. Verkefni sem þetta skiptir þessa krakka mjög miklu.“ Samira er eiginlegur jólasveinn heima fyrir.Vísir/Sigurjón „Þau verða svo glöð þegar ég kem heim og gef þeim þennan búnað. Þetta skiptir þessa ungu krakka heima afar miklu máli.“ Þú ert þá eins og jólasveinninn ár hvert? „Já, næstum því. segir Samira og hlær.“ Samira heldur út til Gana 1. desember næst komandi en tekur öllum fótboltabúnaði fagnandi. Viljiru styðja við söfnun hennar er hægt að hafa samband á samysoca18@gmail.com. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Akranes Gana Hjálparstarf Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sneri aftur eftir að hafa greinst með krabbamein: „Varð að vera sterk og komast yfir þessa hindrun“ Samira Suleman, leikmaður ÍA, greindist með æxli í maga fyrir nokkrum árum. Þá lék hún með Víkingi Ólafsvík og fótboltasamfélagið á Snæfellsnesi tók höndum saman og hjálpaði henni í þessari erfiðu baráttu. Samira stóð uppi sem sigurvegari, sneri aftur á völlinn og varð fyrr á þessu ári fyrsta konan frá Gana til að útskrifast með UEFA B þjálfararéttindi. 20. nóvember 2022 22:31 Hjólhestaspyrnumarkið draumur sem rættist Samira Suleman, sem er eina konan frá Gana sem er með UEFA B þjálfararéttindi, segir að það styttist í annan endann á leikmannaferlinum. Hún skoraði eitt af flottustu mörkum síðasta sumars. 18. nóvember 2022 10:01 Bæði aðgerðin og söfnunin fyrir Samiru gengu mjög vel Samira Suleman, fyrirliði kvennaliðs Víkings Ólafsvíkur, gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu á Akranesi í gær þar sem fjarlægt var æxli sem fannst í maga hennar í síðasta mánuði. 9. júní 2017 09:15 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Samira kom fyrst hingað til lands árið 2015 og hefur leikið með Víkingi Ólafsvík, Aftureldingu/Fram og Sindra auk ÍA hér á landi. Hún var hluti af liði ÍA sem fór upp úr 2 deild kvenna í sumar og þjálfar yngri flokka hjá liðinu samhliða því. Hver jól fer hún heim til Gana og hefur á hverju ári tekið eins mikið og hún getur með sér heim af fótboltabúnaði. „Fyrir nokkrum árum þegar ég ákvað að fara til Íslands, líklega fyrir sjö árum, fór ég heim eftir leiktímabilið og gaf fólki heima það sem ég hafði fengið hér. Seinna fór ég að biðja liðsfélagana um aðstoð. Nú í ár kom ég skilaboðum á framfæri hjá fólki hér hvort áhugi væri á að styrkja þetta málefni. Þetta hefur staðið yfir í nokkur ár.“ segir Samira. Fólk að fá fótboltaskó í fyrsta sinn En af hverju er Samira að þessu? „Fólk hefur ekki efni á að kaupa slíkar vörur. Knattspyrnuvörur eru mjög dýrar um allan heim. Þetta skiptir því miklu máli. Ég átti sjálf ekki fótboltaskó þegar ég var að alast upp. Ég veit að það er fólk þarna úti sem hefur aldrei getað klæðst fótboltaskóm. Þetta er mjög hæfileikaríkt fólk og þetta skiptir það öllu máli.“ „Ég er afskaplega þakklát svo ekki sé meira sagt.“ segir Samira. Þakkar hjálpsemi Íslendinga og Skagafólks Hún er einmitt afar þakklát fyrir undirtektirnar frá Íslendingum og þakkar samfélaginu á Skaganum sérstaklega fyrir. „Þetta fer mjög langt með að hjálpa fólkinu heima. Ég er því mjög þakklát. Áhuginn eykst í sífellu og ég kann að meta alla þá sem hafa viljað hjálpa liðsfélögum mínum. Íslendingar víða um land, ekki síst frá Akranesi, hafa verið afskaplega hjálplegir í þessu sambandi.“ segir Samira. Jólasveinninn í Gana Hvað þýðingu hefur þetta fyrir alla þessa krakka í Gana að fá allan þennan búnað? „Þetta skiptir þau öllu máli. Þetta eru hæfileikaríkir krakkar. Ég kynntist þessu í mínum uppvexti og þegar ég var að vinna mig upp. En fótboltatreyjur hafa ótrúlega mikið að segja. Íþróttir almennt stuðla að því að færa ungmenni saman svo þau geti stundað félagslíf saman og ræktað hæfileika sína til að ná langt. Verkefni sem þetta skiptir þessa krakka mjög miklu.“ Samira er eiginlegur jólasveinn heima fyrir.Vísir/Sigurjón „Þau verða svo glöð þegar ég kem heim og gef þeim þennan búnað. Þetta skiptir þessa ungu krakka heima afar miklu máli.“ Þú ert þá eins og jólasveinninn ár hvert? „Já, næstum því. segir Samira og hlær.“ Samira heldur út til Gana 1. desember næst komandi en tekur öllum fótboltabúnaði fagnandi. Viljiru styðja við söfnun hennar er hægt að hafa samband á samysoca18@gmail.com. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Akranes Gana Hjálparstarf Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sneri aftur eftir að hafa greinst með krabbamein: „Varð að vera sterk og komast yfir þessa hindrun“ Samira Suleman, leikmaður ÍA, greindist með æxli í maga fyrir nokkrum árum. Þá lék hún með Víkingi Ólafsvík og fótboltasamfélagið á Snæfellsnesi tók höndum saman og hjálpaði henni í þessari erfiðu baráttu. Samira stóð uppi sem sigurvegari, sneri aftur á völlinn og varð fyrr á þessu ári fyrsta konan frá Gana til að útskrifast með UEFA B þjálfararéttindi. 20. nóvember 2022 22:31 Hjólhestaspyrnumarkið draumur sem rættist Samira Suleman, sem er eina konan frá Gana sem er með UEFA B þjálfararéttindi, segir að það styttist í annan endann á leikmannaferlinum. Hún skoraði eitt af flottustu mörkum síðasta sumars. 18. nóvember 2022 10:01 Bæði aðgerðin og söfnunin fyrir Samiru gengu mjög vel Samira Suleman, fyrirliði kvennaliðs Víkings Ólafsvíkur, gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu á Akranesi í gær þar sem fjarlægt var æxli sem fannst í maga hennar í síðasta mánuði. 9. júní 2017 09:15 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Sneri aftur eftir að hafa greinst með krabbamein: „Varð að vera sterk og komast yfir þessa hindrun“ Samira Suleman, leikmaður ÍA, greindist með æxli í maga fyrir nokkrum árum. Þá lék hún með Víkingi Ólafsvík og fótboltasamfélagið á Snæfellsnesi tók höndum saman og hjálpaði henni í þessari erfiðu baráttu. Samira stóð uppi sem sigurvegari, sneri aftur á völlinn og varð fyrr á þessu ári fyrsta konan frá Gana til að útskrifast með UEFA B þjálfararéttindi. 20. nóvember 2022 22:31
Hjólhestaspyrnumarkið draumur sem rættist Samira Suleman, sem er eina konan frá Gana sem er með UEFA B þjálfararéttindi, segir að það styttist í annan endann á leikmannaferlinum. Hún skoraði eitt af flottustu mörkum síðasta sumars. 18. nóvember 2022 10:01
Bæði aðgerðin og söfnunin fyrir Samiru gengu mjög vel Samira Suleman, fyrirliði kvennaliðs Víkings Ólafsvíkur, gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu á Akranesi í gær þar sem fjarlægt var æxli sem fannst í maga hennar í síðasta mánuði. 9. júní 2017 09:15
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti