Åge hefur trú á Íslandi í umspilinu: „Í fótbolta er ekkert ómögulegt“ Aron Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2023 15:27 Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta Vísir/Egill Age Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýst vel á möguleika liðsins í umspili fyrir EM. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins og hefur Hareide trú á því að liðið geti tryggt sér sæti á EM. Hann vonast til að allir bestu og reyndustu leikmenn Íslands verði klárir í baráttuna í mars. Dregið var í umspilið í morgun. Ísland mun að öllum líkindum mæta Ísrael á hlutlausum velli þar sem ekki hefur reynst öruggt að spila heimaleiki Ísrael í Tel Aviv sökum ólgunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Bosnía & Herzegóvína og sigurvegarar þessara tveggja viðureigna mætast svo í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. „Ísrael er andstæðingur sem við getum staðið okkur vel gegn,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag. „Við létum horfa á leik þeirra gegn Sviss og erum með góða innsýn inn í þetta lið og hvernig það spilar. Enginn af þessum leikjum er auðveldur. Þetta er eins og bikarleikur. Við þurfum að vera sniðugir í okkar nálgun og þolinmóðir. Koma okkur í þennan úrslitaleik. Það sama gildir um andstæðinginn. Þetta eru spennandi leikir og það veit enginn hvernig liðin munu líta út í mars. Þetta verður spennandi og vonandi náum við að komast áfram.“ Hvernig mun þjálfarateymi Íslands undirbúa liðið næstu mánuðina fram að leiknum í mars? „Við vorum með njósnara í Búdapest að fylgjast með Ísrael og eigum von á skýrslu frá honum. Þá munum við skoða undanfarna leiki Ísrael. Þeir eru með gæðaleikmenn innan sinna raða og við þurfum að undirbúa leik okkar gegn þeim vel.“ Þá mun Hareide nýta landsliðsverkefni Íslands í janúar, þar sem honum standa til boða leikmenn sem spila hér heima sem og á Norðurlöndunum, til þess að kanna mögulega kosti fyrir landsliðið. „Kannski finnum við leikmenn þar sem geta hjálpað okkur í mars. Eina vandamálið er að þessir leikmenn verða ekki búnir að spila marga leikmenn í aðdraganda þess verkefnis.“ Það skipti íslenska landsliðið höfuðmáli að reyndustu og bestu leikmenn þess verði heilir heilsu þegar að umspilið fer fram. „Styrktarþjálfarinn okkar mun fylgjast vel með leikmönnum í gegnum þessa mánuði. Hversu mikið þeir æfa og hvernig þeir æfa. Þá munum við vera í miklum samskiptum við leikmennina sjálfa í gegnum þessa mánuði.“ Það að hafa fengið leik gegn Ísrael í B-hluta umspilsins hafi verið betra en að mæta Wales í A-hlutanum líkt og hefði geta verið raunin. „Já ég tel það. Að mæta Wales í Cardiff hefði verið erfiðara. Þá munum við að öllum líkindum mæta Ísrael á hlutlausum velli. Þetta eru þó allt erfiðir leikir og við þurfum að eiga okkar bestu leiki.“ Beri Ísland sigur úr býtum gegn Ísrael þykir líklegast að liðið muni mæta Úkraínu í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. „Þetta munu verða tveir mikilvægir leikir en í fótbolta er ekkert ómögulegt. Við látum okkur hlakka til umspilsins. Úkraína er líklegast besta liðið af þessum fjórum í B-hlutanum. Ef við mætum þeim í úrslitaleiknum þá mætum við erfiðum andstæðingi. Við þurfum hins vegar að einblína á Ísrael og vitum hvað góð úrslit þar geta gert fyrir okkur. Við þurfum að trúa á sjálfa okkur í þessum leik. Trúa því að við getum þetta. Ég trúi því.“ Aron Einar gífurlega mikilvægur Þá var hann spurður út í mikilvægi þess að Aron Einar, sem meiddist eftir leikinn gegn Slóvakíu á dögunum, verði heill heilsu og byrjaður að spila reglulega í Katar fyrir verkefnið. „Það er mjög mikilvægt. Hann er mikilvægur okkar liði, innan sem utan vallar. Þetta er leiðtogi liðsins á marga vegu. Leikmaður sem styður við alla leikmenn. Hann elskar að spila fyrir Ísland. Vonandi verður hann kominn á fullt í mars. Ég tel að hann muni finna sér lið í janúar.“ Aðspurður um markmannsstöðu liðsins, þar sem þrír markmenn hafa fengið að spreyta sig í undanförnum landsliðsverkefnum, hafði Hareide þetta að segja: „Hákon Rafn átti mjög góðan leik gegn Portúgal á dögunum og átti í þokkabót mjög gott og stöðugt tímabil með Elfsborg. Rúnar hefur ekki verið að spila mikið fyrir Cardiff á meðan að Elías hefur verið að gera vel í Portúgal. Hákon kom inn og stóð sig vel gegn Portúgal og þá erum við með góðan markmann í Noregi í Patrik Gunnarssyni.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sjá meira
Dregið var í umspilið í morgun. Ísland mun að öllum líkindum mæta Ísrael á hlutlausum velli þar sem ekki hefur reynst öruggt að spila heimaleiki Ísrael í Tel Aviv sökum ólgunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Bosnía & Herzegóvína og sigurvegarar þessara tveggja viðureigna mætast svo í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. „Ísrael er andstæðingur sem við getum staðið okkur vel gegn,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag. „Við létum horfa á leik þeirra gegn Sviss og erum með góða innsýn inn í þetta lið og hvernig það spilar. Enginn af þessum leikjum er auðveldur. Þetta er eins og bikarleikur. Við þurfum að vera sniðugir í okkar nálgun og þolinmóðir. Koma okkur í þennan úrslitaleik. Það sama gildir um andstæðinginn. Þetta eru spennandi leikir og það veit enginn hvernig liðin munu líta út í mars. Þetta verður spennandi og vonandi náum við að komast áfram.“ Hvernig mun þjálfarateymi Íslands undirbúa liðið næstu mánuðina fram að leiknum í mars? „Við vorum með njósnara í Búdapest að fylgjast með Ísrael og eigum von á skýrslu frá honum. Þá munum við skoða undanfarna leiki Ísrael. Þeir eru með gæðaleikmenn innan sinna raða og við þurfum að undirbúa leik okkar gegn þeim vel.“ Þá mun Hareide nýta landsliðsverkefni Íslands í janúar, þar sem honum standa til boða leikmenn sem spila hér heima sem og á Norðurlöndunum, til þess að kanna mögulega kosti fyrir landsliðið. „Kannski finnum við leikmenn þar sem geta hjálpað okkur í mars. Eina vandamálið er að þessir leikmenn verða ekki búnir að spila marga leikmenn í aðdraganda þess verkefnis.“ Það skipti íslenska landsliðið höfuðmáli að reyndustu og bestu leikmenn þess verði heilir heilsu þegar að umspilið fer fram. „Styrktarþjálfarinn okkar mun fylgjast vel með leikmönnum í gegnum þessa mánuði. Hversu mikið þeir æfa og hvernig þeir æfa. Þá munum við vera í miklum samskiptum við leikmennina sjálfa í gegnum þessa mánuði.“ Það að hafa fengið leik gegn Ísrael í B-hluta umspilsins hafi verið betra en að mæta Wales í A-hlutanum líkt og hefði geta verið raunin. „Já ég tel það. Að mæta Wales í Cardiff hefði verið erfiðara. Þá munum við að öllum líkindum mæta Ísrael á hlutlausum velli. Þetta eru þó allt erfiðir leikir og við þurfum að eiga okkar bestu leiki.“ Beri Ísland sigur úr býtum gegn Ísrael þykir líklegast að liðið muni mæta Úkraínu í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. „Þetta munu verða tveir mikilvægir leikir en í fótbolta er ekkert ómögulegt. Við látum okkur hlakka til umspilsins. Úkraína er líklegast besta liðið af þessum fjórum í B-hlutanum. Ef við mætum þeim í úrslitaleiknum þá mætum við erfiðum andstæðingi. Við þurfum hins vegar að einblína á Ísrael og vitum hvað góð úrslit þar geta gert fyrir okkur. Við þurfum að trúa á sjálfa okkur í þessum leik. Trúa því að við getum þetta. Ég trúi því.“ Aron Einar gífurlega mikilvægur Þá var hann spurður út í mikilvægi þess að Aron Einar, sem meiddist eftir leikinn gegn Slóvakíu á dögunum, verði heill heilsu og byrjaður að spila reglulega í Katar fyrir verkefnið. „Það er mjög mikilvægt. Hann er mikilvægur okkar liði, innan sem utan vallar. Þetta er leiðtogi liðsins á marga vegu. Leikmaður sem styður við alla leikmenn. Hann elskar að spila fyrir Ísland. Vonandi verður hann kominn á fullt í mars. Ég tel að hann muni finna sér lið í janúar.“ Aðspurður um markmannsstöðu liðsins, þar sem þrír markmenn hafa fengið að spreyta sig í undanförnum landsliðsverkefnum, hafði Hareide þetta að segja: „Hákon Rafn átti mjög góðan leik gegn Portúgal á dögunum og átti í þokkabót mjög gott og stöðugt tímabil með Elfsborg. Rúnar hefur ekki verið að spila mikið fyrir Cardiff á meðan að Elías hefur verið að gera vel í Portúgal. Hákon kom inn og stóð sig vel gegn Portúgal og þá erum við með góðan markmann í Noregi í Patrik Gunnarssyni.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sjá meira