Erfið fíkn kom fyrrverandi markverði Liverpool næstum í gröfina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2023 13:31 Chris Kirkland lék 45 leiki með Liverpool. getty/Alex Livesey Chris Kirkland, fyrrverandi markvörður Liverpool, var háður verkjalyfinu Tramadol og fíknin varð honum næstum því að aldurtila. Kirkland, sem lék með Liverpool á árunum 2001-06, hefur verið opinskár og ófeiminn að tjá sig um fíkn sína í Tramadol. Hann segist hafa verið á barmi þess að fremja sjálfsmorð og skammturinn sem hann tók af Tramadol á dag hafi verið ansi stór. „Þegar ég fór í meðferð komst ég að því að ég var að taka það sem jafngilti því að sprauta sig sex sinnum með heróíni á dag. Þetta er djöfullegt, djöfullegt dóp. Þetta var nálægt því og hefði átt að drepa mig,“ sagði Kirkland. „Fyrst lætur þetta þér líða vel, ef þú ert kvíðinn eða eitthvað svoleiðis. Ég notaði þetta við verkjum en aðallega við kvíða. En þetta fer illa með hausinn á þér. Eftir þrjá mánuði vissi ég að ég var í vandræðum, ég var orðinn háður því. Á endanum byggirðu upp svo mikið þol við því að þetta gerir nánast ekki neitt. Líkaminn þarf þetta bara því þú ert háður þessu.“ Kirkland tók Tramadol í síðasta sinn í apríl í fyrra. Við tóku fráhvörf sem hann lýsir sem afar erfiðum. „Ég myndi ekki óska neinum þess að upplifa þessa 7-8 daga. Ég var með með ofskynjanir, í stöðugu svitakasti, kalt, ældi, verkjaði og var með krampa um allan líkamann. Ég svaf ekki í 5-6 daga. Konan mín svaf í næsta herbergi því ég var alltaf að velta mér og kom inn til að ganga úr skugga um að ég andaði,“ sagði Kirkland sem byrjaði að taka Tramadol þegar hann meiddist illa er hann lék með Sheffield Wednesday fyrir áratug. Fyrr á þessu ári var greint frá því að Tramadol verði sett á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA). Enski boltinn Fíkn Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Kirkland, sem lék með Liverpool á árunum 2001-06, hefur verið opinskár og ófeiminn að tjá sig um fíkn sína í Tramadol. Hann segist hafa verið á barmi þess að fremja sjálfsmorð og skammturinn sem hann tók af Tramadol á dag hafi verið ansi stór. „Þegar ég fór í meðferð komst ég að því að ég var að taka það sem jafngilti því að sprauta sig sex sinnum með heróíni á dag. Þetta er djöfullegt, djöfullegt dóp. Þetta var nálægt því og hefði átt að drepa mig,“ sagði Kirkland. „Fyrst lætur þetta þér líða vel, ef þú ert kvíðinn eða eitthvað svoleiðis. Ég notaði þetta við verkjum en aðallega við kvíða. En þetta fer illa með hausinn á þér. Eftir þrjá mánuði vissi ég að ég var í vandræðum, ég var orðinn háður því. Á endanum byggirðu upp svo mikið þol við því að þetta gerir nánast ekki neitt. Líkaminn þarf þetta bara því þú ert háður þessu.“ Kirkland tók Tramadol í síðasta sinn í apríl í fyrra. Við tóku fráhvörf sem hann lýsir sem afar erfiðum. „Ég myndi ekki óska neinum þess að upplifa þessa 7-8 daga. Ég var með með ofskynjanir, í stöðugu svitakasti, kalt, ældi, verkjaði og var með krampa um allan líkamann. Ég svaf ekki í 5-6 daga. Konan mín svaf í næsta herbergi því ég var alltaf að velta mér og kom inn til að ganga úr skugga um að ég andaði,“ sagði Kirkland sem byrjaði að taka Tramadol þegar hann meiddist illa er hann lék með Sheffield Wednesday fyrir áratug. Fyrr á þessu ári var greint frá því að Tramadol verði sett á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA).
Enski boltinn Fíkn Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira