Gjafir og gjörningar fyrir Grindvíkinga á óvissutímum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2023 10:57 Grindvíkingar fengu nokkrar mínútur seinni partinn í gær til að sækja eignir og verðmæti úr húsum sínum. Vísir/vilhelm 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus og í kringum 3800 Grindvíkingar gista hjá fjölskyldu og vinum, í hjólhýsum, í sumarbústöðum eða fjöldahjálpastöðvum. Fólk og fyrirtæki hafa fjölmörg boðið fram aðstoð sína á þessum óvissutímum. Að neðan má sjá samantekt á hinum ýmsu gjöfum, afsláttum og viðburðum. Listinn er langt í frá tæmandi og ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. Líkamsrækt og sund Sundlaugar Kópavogs, Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar bjóða frítt sund. Mjölnir býður frítt á æfingar. Afrek líkamsræktarstöð býður Grindvíkingum að koma frítt. World Class býður frítt á 18 stöðvar sínar og átta sundlaugar. Reebok Fitness býður frítt mánaðarkort eða mánuð í Crossfit fyrir Grindvíkinga. Crossfit Sport í Sporthúsinu býður fríar æfingar. Stærðarinnar sprunga í miðri Grindavík í námunda við íþróttahús bæjarins.vísir/vilhelm Bootcamp býður fríar æfingar. Grandi 101 býður fríar æfingar. Grindvíkingar velkomnir í Train Station, best að senda email áður á trainstation@trainstation.is. Hafnarfjarðarbær býður ókeypis á skauta. Virkni og Vellíðan í Kópavogi bjóða öllum 60 ára og eldri að æfa frítt. Félag eldri borgara í Garðabæ bjóða eldri borgurum í Jónshús. Reykjanes Sporthúsið Reykjanesbæ býður frían aðgang. Frítt í sund í sundlaug Keflavíkur. AlphaGym 24/7 býður frían aðgang. Jarðhræringarnar hafa valdið miklum skemmdum.Vísir/Vilhelm Orkustöðin Njarðvík býður Grindvíkingum að koma. 3N þríþrautardeild UMFN býður Grindvíkinga velkomna á hlaupaæfingar deildarinnar. Suðurnesjabær býður Grindvíkingum frítt í sund og líkamsrækt í Garði og Sandgerði. Norðurland 550 á Króknum tökum vel á móti Grindvíkingum. Fatasöfnun Skátafélagið Strókur í Hveragerði verður með opið á milli 19 og 21 á þriðjudagskvöld og 18:15 og 20:15 á miðvikudagskvöld. Fólk er hvatt til að koma með fatapakka og merkja vel eftir stærðum. Grindvíkingar eru velkomnir og sömuleiðis að senda skilaboð utan opnunartíma. Skátafélagið Heiðabúar í Reykjanesbæ er með opið frá 12-15 mánudaga, þriðjudaga og föstudaga. Björgunarsveitarfólk á vettvangi í gær.Vísir/Vilhelm Íbúum Grindavíkur er velkomið að nálgast fatnað, leikföng, rúmföt og annað slíkt, án endurgjalds, í Hertex, nytjaverslunum Hjálpræðishersins Reykjanesbæ & Vínlandsleið. Hægt er að hafa samband símleiðis (421-2859) í gegnum samfélagsmiðla eða vefpóst (jon@herinn.is) fyrir frekari upplýsingar. Fyrir börnin Fjölmörg íþróttafélög bjóða börnum frá Grindavík að æfa endurgjaldslaust hjá félaginu. Skopp Ísland býður grindvískum fjölskyldum að mæta með börnin milli 14 og 16 í þessari viku. Best að bóka í sala@skoppisland.is. Óðinsauga verður með opið hús á sunnudaginn frá 14-16 í Ögurhvarfi 4a í Kópavogi þar sem grindvískum börnum verða gefnar bækur. Grindvíkingar fá ókeypis á Aðventusvellið í Reykjanesbæ helgina 17. til 19. nóvember. Partýbúðin býður diska, servíettur, glös og nokkrar blöðrur fyrir þau grindvísku börn sem eiga afmæli á þessum erfiðu tímum. Grindvíkingar höfðu hraðar hendur í gær þegar þeir fengu smá glugga til að fara í húsin sín.Vísir/Vilhelm Æskulýðsstarf KFUM og KFUK í Grindavík flyst á Holtaveg. Þar verður fundur á þriðjudagskvöld klukkan 20-21:30. Leiðtogarnir Guðmundur Tómas og Agnar taka á móti þátttakendum. Arena Gaming býður Grindvíkingum að gleyma ástandinu í heimi tölvuleikjanna. Húsnæði Útilegumaðurinn í Mosfellsbæ býður Grindvíkingum sem eiga ekki í nein hús að venda að dvelja í hjólhýsi. Slökun Djúpslökun fer fram þrisvar í viku á vinnustofu Sögu í Flatahrauni í Hafnarfirði. Mánudaga 12:10-12:55, miðvikudaga 16:30-17:15 og Föstudaga 12:10 til 12:55. Djúpslökun fer fram í Hveragerðiskirkju alla miðvikudaga klukkan 18. Aðgangur er ókeypis. Vinnutengt Íshús Hafnarfjarðar við Strandgötuna býður vinnustofurými til afnota. Egill Árnason hefur eitt til tvö störf í boði eins lengi og þörf er á. Starfið krefst ekki sérþekkingar. ae@egillarnason.is. Heimilið Fatahreinsun Kópavogs býður Grindvíkingum ókeypis þvottaþjónustu fyrir heimilisþvottinn. Vörður fellir niður iðgjöld í desember til allra viðskiptavina í Grindavík. VÍS hefur boðið fjóra bústaði starfsmannafélagsins til afnota þeim Grindvíkingum sem eigi í engin önnur hús að venda. Arion býður viðskiptavinum úr Grindavík þriggja mánaða greiðslufrest á íbúðalánum sínum hjá Arion. Um hefðbundna frystingu er að ræða þar sem vextir og verðbætur leggjast á höfuðstól. Enginn kostnaður fylgir frystingunni. Fyrstu íbúar sem fengu að fara á svæðið voru með hjálma á höfði til að gæta öryggis.Vísir/Vilhelm Vodafone fellir niður kostnað vegna fjarskipta hjá Grindvíkingum út nóvember og fyrirtækjum þar í viðskiptum við okkur. Sama verður uppi á teningnum í desember ef nauðsyn þykir. Ef fólk er í netlausu húsnæði er velkomið að koma í verslanir Vodafone og fá 5G nettengingar að kostnaðarlausu. Nova fellir niður kostnað vegna nettenginga til heimila og fyrirtækja í Grindavík út árið. Einnig fá allir viðskiptavinir Nova í Grindavík ótakmarkað net í farsímann í nóvember og desember endurgjaldslaust. Viðburðir Lava Centre á Hvolsvelli býður Grindvíkingum frítt á eldfjallasýningu á Hvolsvelli út nóvember. Grindvíkingum er boðið á tónleika með Freyjukórnum í Borgarneskirkju í kvöld klukkan 20. Afslættir og tilboð Lindex býður öllum Grindvíkingum að versla fyrir tíu þúsund krónur og 20 prósent afslátt af öllum vörum. SMS-skilaboð til Grindvíkinga eru í dreifingu sem gilda sem inneign upp á tíu þúsund krónur. Gleraugnaverslunin Sjón býður Grindvíkingum uppá fría sjónmælingu og veglegan afslátt af vörum. Miklar skemmdir hafa orðið á fjölmörgum húsum í bænum. Hárakademían býður upp á fría klippingu, blástur, litun og fleira. Best að hafa samband við Alex Thasapong í 571-2279. 4f býður 30% af æfingafatnaði Annað Bullseye býður í pílu og léttar veitingar Hannesarholt við Grundarstíg minnir á að opið er 11:30-16 nema sunnudaga og mánudaga. Þau þiggja símtal fyrir komu svo hægt sé að skipuleggja kaffi eða hádegismat. 511-1904. Vantar eitthvað í upptalninguna? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is og við bætum við fréttina. Grindavík Hjálparstarf Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Að neðan má sjá samantekt á hinum ýmsu gjöfum, afsláttum og viðburðum. Listinn er langt í frá tæmandi og ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. Líkamsrækt og sund Sundlaugar Kópavogs, Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar bjóða frítt sund. Mjölnir býður frítt á æfingar. Afrek líkamsræktarstöð býður Grindvíkingum að koma frítt. World Class býður frítt á 18 stöðvar sínar og átta sundlaugar. Reebok Fitness býður frítt mánaðarkort eða mánuð í Crossfit fyrir Grindvíkinga. Crossfit Sport í Sporthúsinu býður fríar æfingar. Stærðarinnar sprunga í miðri Grindavík í námunda við íþróttahús bæjarins.vísir/vilhelm Bootcamp býður fríar æfingar. Grandi 101 býður fríar æfingar. Grindvíkingar velkomnir í Train Station, best að senda email áður á trainstation@trainstation.is. Hafnarfjarðarbær býður ókeypis á skauta. Virkni og Vellíðan í Kópavogi bjóða öllum 60 ára og eldri að æfa frítt. Félag eldri borgara í Garðabæ bjóða eldri borgurum í Jónshús. Reykjanes Sporthúsið Reykjanesbæ býður frían aðgang. Frítt í sund í sundlaug Keflavíkur. AlphaGym 24/7 býður frían aðgang. Jarðhræringarnar hafa valdið miklum skemmdum.Vísir/Vilhelm Orkustöðin Njarðvík býður Grindvíkingum að koma. 3N þríþrautardeild UMFN býður Grindvíkinga velkomna á hlaupaæfingar deildarinnar. Suðurnesjabær býður Grindvíkingum frítt í sund og líkamsrækt í Garði og Sandgerði. Norðurland 550 á Króknum tökum vel á móti Grindvíkingum. Fatasöfnun Skátafélagið Strókur í Hveragerði verður með opið á milli 19 og 21 á þriðjudagskvöld og 18:15 og 20:15 á miðvikudagskvöld. Fólk er hvatt til að koma með fatapakka og merkja vel eftir stærðum. Grindvíkingar eru velkomnir og sömuleiðis að senda skilaboð utan opnunartíma. Skátafélagið Heiðabúar í Reykjanesbæ er með opið frá 12-15 mánudaga, þriðjudaga og föstudaga. Björgunarsveitarfólk á vettvangi í gær.Vísir/Vilhelm Íbúum Grindavíkur er velkomið að nálgast fatnað, leikföng, rúmföt og annað slíkt, án endurgjalds, í Hertex, nytjaverslunum Hjálpræðishersins Reykjanesbæ & Vínlandsleið. Hægt er að hafa samband símleiðis (421-2859) í gegnum samfélagsmiðla eða vefpóst (jon@herinn.is) fyrir frekari upplýsingar. Fyrir börnin Fjölmörg íþróttafélög bjóða börnum frá Grindavík að æfa endurgjaldslaust hjá félaginu. Skopp Ísland býður grindvískum fjölskyldum að mæta með börnin milli 14 og 16 í þessari viku. Best að bóka í sala@skoppisland.is. Óðinsauga verður með opið hús á sunnudaginn frá 14-16 í Ögurhvarfi 4a í Kópavogi þar sem grindvískum börnum verða gefnar bækur. Grindvíkingar fá ókeypis á Aðventusvellið í Reykjanesbæ helgina 17. til 19. nóvember. Partýbúðin býður diska, servíettur, glös og nokkrar blöðrur fyrir þau grindvísku börn sem eiga afmæli á þessum erfiðu tímum. Grindvíkingar höfðu hraðar hendur í gær þegar þeir fengu smá glugga til að fara í húsin sín.Vísir/Vilhelm Æskulýðsstarf KFUM og KFUK í Grindavík flyst á Holtaveg. Þar verður fundur á þriðjudagskvöld klukkan 20-21:30. Leiðtogarnir Guðmundur Tómas og Agnar taka á móti þátttakendum. Arena Gaming býður Grindvíkingum að gleyma ástandinu í heimi tölvuleikjanna. Húsnæði Útilegumaðurinn í Mosfellsbæ býður Grindvíkingum sem eiga ekki í nein hús að venda að dvelja í hjólhýsi. Slökun Djúpslökun fer fram þrisvar í viku á vinnustofu Sögu í Flatahrauni í Hafnarfirði. Mánudaga 12:10-12:55, miðvikudaga 16:30-17:15 og Föstudaga 12:10 til 12:55. Djúpslökun fer fram í Hveragerðiskirkju alla miðvikudaga klukkan 18. Aðgangur er ókeypis. Vinnutengt Íshús Hafnarfjarðar við Strandgötuna býður vinnustofurými til afnota. Egill Árnason hefur eitt til tvö störf í boði eins lengi og þörf er á. Starfið krefst ekki sérþekkingar. ae@egillarnason.is. Heimilið Fatahreinsun Kópavogs býður Grindvíkingum ókeypis þvottaþjónustu fyrir heimilisþvottinn. Vörður fellir niður iðgjöld í desember til allra viðskiptavina í Grindavík. VÍS hefur boðið fjóra bústaði starfsmannafélagsins til afnota þeim Grindvíkingum sem eigi í engin önnur hús að venda. Arion býður viðskiptavinum úr Grindavík þriggja mánaða greiðslufrest á íbúðalánum sínum hjá Arion. Um hefðbundna frystingu er að ræða þar sem vextir og verðbætur leggjast á höfuðstól. Enginn kostnaður fylgir frystingunni. Fyrstu íbúar sem fengu að fara á svæðið voru með hjálma á höfði til að gæta öryggis.Vísir/Vilhelm Vodafone fellir niður kostnað vegna fjarskipta hjá Grindvíkingum út nóvember og fyrirtækjum þar í viðskiptum við okkur. Sama verður uppi á teningnum í desember ef nauðsyn þykir. Ef fólk er í netlausu húsnæði er velkomið að koma í verslanir Vodafone og fá 5G nettengingar að kostnaðarlausu. Nova fellir niður kostnað vegna nettenginga til heimila og fyrirtækja í Grindavík út árið. Einnig fá allir viðskiptavinir Nova í Grindavík ótakmarkað net í farsímann í nóvember og desember endurgjaldslaust. Viðburðir Lava Centre á Hvolsvelli býður Grindvíkingum frítt á eldfjallasýningu á Hvolsvelli út nóvember. Grindvíkingum er boðið á tónleika með Freyjukórnum í Borgarneskirkju í kvöld klukkan 20. Afslættir og tilboð Lindex býður öllum Grindvíkingum að versla fyrir tíu þúsund krónur og 20 prósent afslátt af öllum vörum. SMS-skilaboð til Grindvíkinga eru í dreifingu sem gilda sem inneign upp á tíu þúsund krónur. Gleraugnaverslunin Sjón býður Grindvíkingum uppá fría sjónmælingu og veglegan afslátt af vörum. Miklar skemmdir hafa orðið á fjölmörgum húsum í bænum. Hárakademían býður upp á fría klippingu, blástur, litun og fleira. Best að hafa samband við Alex Thasapong í 571-2279. 4f býður 30% af æfingafatnaði Annað Bullseye býður í pílu og léttar veitingar Hannesarholt við Grundarstíg minnir á að opið er 11:30-16 nema sunnudaga og mánudaga. Þau þiggja símtal fyrir komu svo hægt sé að skipuleggja kaffi eða hádegismat. 511-1904. Vantar eitthvað í upptalninguna? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is og við bætum við fréttina.
Grindavík Hjálparstarf Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent