„Maður er núna bara að vinna og halda haus og svo grátum við“ Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 12. nóvember 2023 19:24 Sólveig Þorbergsdóttir var með fullt af pokum sem hún fékk nágranna til að fylla af dóti. Pokunum henti hún svo út um gluggann til að flýta ferlinu. Vísir/Vilhelm Konur sem sóttu nauðsynjar á heimili sín í Grindavík voru ánægðar með hvernig gekk þó tíminn hefði verið naumur. Þær sögðu Grindvíkinga í áfalli en fólk reyndi bara að halda haus. Þær eru hrærðar yfir samhug Íslendinga. Sólveig M. Jónsdóttir, Sólveig Þobergsdóttir og Anna Sigríður Sigurjónsdóttir eru allar búsettar í Grindavík og fengu að fara inn í bæinn í dag að ná í nauðsynjar. Fréttastofa náði af þeim tali eftir að þær höfðu farið inn á heimili sín. „Það gekk bara mjög vel og ég fékk fína hjálp frá strákunum sem voru með mér í bíl og ég hélt nú kannski að þeir myndu fara í næsta hús og ég fengi góðan tíma heima. En það var nú ekki þannig, þeir stóðu yfir mér en við fundum það sem ég var að leita að,“ sagði Sólveig Jónsdóttir um hvernig hefði gengið. Sólveig hafði sérstaklega verið að leita að kassa með gömlum ljósmyndum en svo fattaði hún líka að fjölskyldan var ekki með nein handklæði svo hún kippti tveimur handklæðum með. „Í staðinn fyrir að fara að gramsa í kassanum tóku við kassana handahófskennt og eina ljósmynd af veggnum. Annars gekk þetta mjög vel og alveg frábær hjálp. Æðislegt að koma heim,“ sagði hún svo. Vinkonurnar voru hrærðar yfir samhug og stuðningi Íslendinga.Vísir/Vilhelm Fyllti fjölda poka af dóti og henti út um gluggann Sólveig Þorbergsdóttir var að eigin sögn bara í fimm mínútur heima hjá sér. Hún hafði sem betur fer skipulagt sig vel, var með fullt af pokum og fékk hjálp frá nágrönnum. „Ég rétti þeim poka og sagði þeim að tæma þarna og þarna og þarna svo ég veit ekkert hvað fór með. Náði í fullt af listaverkum, einhverjum sem ég get kannski selt ef allt fer í vitleysu. Tengdadóttirin náði í fullt af barnafötum. Svo hentum við þessu út um gluggann þannig við værum fljótari að fara út í bíl,“ sagði hún. „Þetta var mjög stressandi, maður getur ekkert hugsað. Allt sem þú ætlaðir að taka manstu varla en ég held ég hafi náð öllum myndum og gömlum bréfum,“ bætti hún við og sem betur fer hafi ekkert verið skemmt á heimilinu. Gleymdi að kíkja á tossamiðann „Ég var með tossamiða en gleymdi að kíkja á hann. Kíkti á hann þegar við vorum komin frá húsinu. Ég sneri við og þeir leyfðu mér að hlaupa inn aftur,“ sagði Sólveig Jónsdóttir um tossamiðann sinn. Það var fullt af hlutum á tossamiða Sólveigar.Vísir/Vilhelm Hvað er á tossamiðanum? „Það eru handklæði, útvarp, skór, myndir, myndavélar, tæki, flakkarar, minnislyklar, myndaalbúm, íþróttataska, skókassi og svo aftur handklæði,“ sagði Sólveig Jónsdóttir. „Mig langaði bara í handklæðin mín,“ sagði hún aðspurð hvort handklæðin væru henni ofarlega í huga. „Ég tók lítið spil frá afa mínum, kodda frá langömmu minni og reif niður listaverk frá vini mínum í Svíþjóð og tók öll bréf sem ég hafði sent fyrrverandi kærasta. Ljósmyndir og teikningar sem maðurinn minn teiknaði af barnabarninu en ég tók enga skó. Ég er skólaus,“ sagði Sólveig Þorbergsdóttir. Maður hugsar ekki á meðan maður vinnur verkið Konurnar segja að það sé ómögulegt að hugsa þegar maður er staddur í svona aðstæðum. Maður gleymi öllu en reyni bara að halda haus. Það hafi verið skrítið að sjá auðan bæinn. Hvernig var að koma inn í bæinn ykkar auðan og blikkandi ljós á björgunarsveitarbílum það eina sem maður sér? „Við erum allar björgunarsveitarkellingar. Við erum bara komin til að vinna verk og maður gengur í það, maður hugsar ekki neitt og gerir verkið. Svo þegar maður situr út í bíl eftir á hugsar maður vonandi gengur þetta allt vel og þetta fer allt vel. Við komum hérna aftur,“ sagði Sólveig Þorbergsdóttir. Konurnar segja hjálp björgunarsveitarmanna hafa verið ómetanlega.Vísir/Vilhelm „Það var svolítið sérstakt. Ég fór með manninum sem átti heima uppi á horni, hann var að leita að kisunni sinni og ég stóð þarna úti og var að kalla á kisuna. Hún fannst ekki. Ég stóð þarna og horfði yfir bæinn og hugsaði Það er ekkert þarna. Ég sá bara björgunarsveitarbíla og blikkandi ljós. Það var mjög sérstakt,“ sagði Sólveig Jónsdóttir. Maður reyni að halda haus og gráti síðar Anna hafði fram að þessu staðið á hliðarlínunni í viðtalinu en var með mikilvæg skilaboð. Hún vildi koma á framfæri þakklæti til björgunarsveitarmanna sem höfðu staðið vaktina og hjálpað Grindvíkingum. „Eitt annað sem mig langar að koma á framfæri. Maður finnur fyrir mikilli samstöðu og miklum hlýhug og margir búnir að bjóða okkur hjálp, gistingu og húsnæði. Hjartans þakkir til ykkar allra,“ bætti Anna við. „Við erum öll í áfalli og maður er ekki að hugsa um það sem gæti gerst. Maður er núna bara að vinna og halda haus og svo grátum við eftir tvo daga þegar það er komið,“ sagði Sólveig Þorbergsdóttir að lokum. Anna ber kassa með albúmum á meðan Sólveig heldur hurð björgunarsveitarbílsins.Vísir/Vilhelm Grindavík Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sólveig M. Jónsdóttir, Sólveig Þobergsdóttir og Anna Sigríður Sigurjónsdóttir eru allar búsettar í Grindavík og fengu að fara inn í bæinn í dag að ná í nauðsynjar. Fréttastofa náði af þeim tali eftir að þær höfðu farið inn á heimili sín. „Það gekk bara mjög vel og ég fékk fína hjálp frá strákunum sem voru með mér í bíl og ég hélt nú kannski að þeir myndu fara í næsta hús og ég fengi góðan tíma heima. En það var nú ekki þannig, þeir stóðu yfir mér en við fundum það sem ég var að leita að,“ sagði Sólveig Jónsdóttir um hvernig hefði gengið. Sólveig hafði sérstaklega verið að leita að kassa með gömlum ljósmyndum en svo fattaði hún líka að fjölskyldan var ekki með nein handklæði svo hún kippti tveimur handklæðum með. „Í staðinn fyrir að fara að gramsa í kassanum tóku við kassana handahófskennt og eina ljósmynd af veggnum. Annars gekk þetta mjög vel og alveg frábær hjálp. Æðislegt að koma heim,“ sagði hún svo. Vinkonurnar voru hrærðar yfir samhug og stuðningi Íslendinga.Vísir/Vilhelm Fyllti fjölda poka af dóti og henti út um gluggann Sólveig Þorbergsdóttir var að eigin sögn bara í fimm mínútur heima hjá sér. Hún hafði sem betur fer skipulagt sig vel, var með fullt af pokum og fékk hjálp frá nágrönnum. „Ég rétti þeim poka og sagði þeim að tæma þarna og þarna og þarna svo ég veit ekkert hvað fór með. Náði í fullt af listaverkum, einhverjum sem ég get kannski selt ef allt fer í vitleysu. Tengdadóttirin náði í fullt af barnafötum. Svo hentum við þessu út um gluggann þannig við værum fljótari að fara út í bíl,“ sagði hún. „Þetta var mjög stressandi, maður getur ekkert hugsað. Allt sem þú ætlaðir að taka manstu varla en ég held ég hafi náð öllum myndum og gömlum bréfum,“ bætti hún við og sem betur fer hafi ekkert verið skemmt á heimilinu. Gleymdi að kíkja á tossamiðann „Ég var með tossamiða en gleymdi að kíkja á hann. Kíkti á hann þegar við vorum komin frá húsinu. Ég sneri við og þeir leyfðu mér að hlaupa inn aftur,“ sagði Sólveig Jónsdóttir um tossamiðann sinn. Það var fullt af hlutum á tossamiða Sólveigar.Vísir/Vilhelm Hvað er á tossamiðanum? „Það eru handklæði, útvarp, skór, myndir, myndavélar, tæki, flakkarar, minnislyklar, myndaalbúm, íþróttataska, skókassi og svo aftur handklæði,“ sagði Sólveig Jónsdóttir. „Mig langaði bara í handklæðin mín,“ sagði hún aðspurð hvort handklæðin væru henni ofarlega í huga. „Ég tók lítið spil frá afa mínum, kodda frá langömmu minni og reif niður listaverk frá vini mínum í Svíþjóð og tók öll bréf sem ég hafði sent fyrrverandi kærasta. Ljósmyndir og teikningar sem maðurinn minn teiknaði af barnabarninu en ég tók enga skó. Ég er skólaus,“ sagði Sólveig Þorbergsdóttir. Maður hugsar ekki á meðan maður vinnur verkið Konurnar segja að það sé ómögulegt að hugsa þegar maður er staddur í svona aðstæðum. Maður gleymi öllu en reyni bara að halda haus. Það hafi verið skrítið að sjá auðan bæinn. Hvernig var að koma inn í bæinn ykkar auðan og blikkandi ljós á björgunarsveitarbílum það eina sem maður sér? „Við erum allar björgunarsveitarkellingar. Við erum bara komin til að vinna verk og maður gengur í það, maður hugsar ekki neitt og gerir verkið. Svo þegar maður situr út í bíl eftir á hugsar maður vonandi gengur þetta allt vel og þetta fer allt vel. Við komum hérna aftur,“ sagði Sólveig Þorbergsdóttir. Konurnar segja hjálp björgunarsveitarmanna hafa verið ómetanlega.Vísir/Vilhelm „Það var svolítið sérstakt. Ég fór með manninum sem átti heima uppi á horni, hann var að leita að kisunni sinni og ég stóð þarna úti og var að kalla á kisuna. Hún fannst ekki. Ég stóð þarna og horfði yfir bæinn og hugsaði Það er ekkert þarna. Ég sá bara björgunarsveitarbíla og blikkandi ljós. Það var mjög sérstakt,“ sagði Sólveig Jónsdóttir. Maður reyni að halda haus og gráti síðar Anna hafði fram að þessu staðið á hliðarlínunni í viðtalinu en var með mikilvæg skilaboð. Hún vildi koma á framfæri þakklæti til björgunarsveitarmanna sem höfðu staðið vaktina og hjálpað Grindvíkingum. „Eitt annað sem mig langar að koma á framfæri. Maður finnur fyrir mikilli samstöðu og miklum hlýhug og margir búnir að bjóða okkur hjálp, gistingu og húsnæði. Hjartans þakkir til ykkar allra,“ bætti Anna við. „Við erum öll í áfalli og maður er ekki að hugsa um það sem gæti gerst. Maður er núna bara að vinna og halda haus og svo grátum við eftir tvo daga þegar það er komið,“ sagði Sólveig Þorbergsdóttir að lokum. Anna ber kassa með albúmum á meðan Sólveig heldur hurð björgunarsveitarbílsins.Vísir/Vilhelm
Grindavík Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira