Stiven vinnur aftur með Snorra: „Fyrsta sem hann gerði var að láta okkur hlaupa“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 15:00 Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands og Stiven Tobar Valencia, landsliðsmaður þekkjast vel frá fyrri tíð með Val. Vísir/Samsett mynd Stiven Tobar Valencia er bjartsýnn fyrir komandi tíma íslenska karlalandsliðsins í handbolta undir stjórn Snorra Stein Guðjónssonar sem stýrir í kvöld sínu fyrsta leik sem landsliðsþjálfari. Stiven, sem leikur með Benfica í Portúgal, þekkir vel til Snorra Steins frá fyrri tíð. Ísland tekur á móti Færeyjum í Laugardalshöll í kvöld. Um er að ræða fyrri leik liðanna sem munu síðan mætast aftur á morgun í seinni æfingarleik sínum. Hvernig lýst þér á komandi tíma með landsliðinu undir stjórn Snorra Steins? „Mér lýst bara mjög vel á þá. Ég þekki mjög vel til Snorra, veit hvernig handbolta hann vill að sín lið spili. Þá er þetta þjálfari sem þekkir einnig inn á styrkleika mína. Hann veit hvernig hann getur notað mig,“ segir Stiven Tobar. Ákveðnar áherslubreytingar hjá landsliðinu hafi komið inn með Snorra. „Fyrsta sem hann gerði var að láta okkur hlaupa. Maður sér að hann er að koma inn með sömu pælingar og hann var með hjá Val. Lætur okkur hlaupa mikið og vill að við keyrum dálítið á hraðann. Við erum með leikmenn til þess að fylgja því eftir. Það eru svona helstu breytingarnar sem ég hef tekið eftir í byrjun hans stjórnartíðar.“ Stiven hefur verið að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennsku með Benfica, einu af toppliðum Portúgal. Hann er enn að aðlagst lífinu úti, handboltanum, en lýst vel á framhaldið. „Þetta hefur verið aðeins öðruvísi en maður hafði upplifað hérna heima. Ég hafði vanist annars konar spilamennsku. Það hefur tekið sinn tíma að koma sér fyrir þarna úti, aðlagast þeim kerfum sem liðið spilar. En virkilega gaman og spennandi að fá tækifæri til þess að prófa sig áfram á þessu stigi.“ Finnur þú sem sagt fyrir miklum mun á þeim handbolta sem er spilaður úti í Portúgal, samanborið við þann handbolta sem spilaður er hér heima? „Já. Ég fæ ekki að keyra jafn mikið á hraðaupphlaupin eins og var raunin þegar að ég var hjá Val. Boltinn þarna úti er aðeins hægari.“ Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira
Ísland tekur á móti Færeyjum í Laugardalshöll í kvöld. Um er að ræða fyrri leik liðanna sem munu síðan mætast aftur á morgun í seinni æfingarleik sínum. Hvernig lýst þér á komandi tíma með landsliðinu undir stjórn Snorra Steins? „Mér lýst bara mjög vel á þá. Ég þekki mjög vel til Snorra, veit hvernig handbolta hann vill að sín lið spili. Þá er þetta þjálfari sem þekkir einnig inn á styrkleika mína. Hann veit hvernig hann getur notað mig,“ segir Stiven Tobar. Ákveðnar áherslubreytingar hjá landsliðinu hafi komið inn með Snorra. „Fyrsta sem hann gerði var að láta okkur hlaupa. Maður sér að hann er að koma inn með sömu pælingar og hann var með hjá Val. Lætur okkur hlaupa mikið og vill að við keyrum dálítið á hraðann. Við erum með leikmenn til þess að fylgja því eftir. Það eru svona helstu breytingarnar sem ég hef tekið eftir í byrjun hans stjórnartíðar.“ Stiven hefur verið að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennsku með Benfica, einu af toppliðum Portúgal. Hann er enn að aðlagst lífinu úti, handboltanum, en lýst vel á framhaldið. „Þetta hefur verið aðeins öðruvísi en maður hafði upplifað hérna heima. Ég hafði vanist annars konar spilamennsku. Það hefur tekið sinn tíma að koma sér fyrir þarna úti, aðlagast þeim kerfum sem liðið spilar. En virkilega gaman og spennandi að fá tækifæri til þess að prófa sig áfram á þessu stigi.“ Finnur þú sem sagt fyrir miklum mun á þeim handbolta sem er spilaður úti í Portúgal, samanborið við þann handbolta sem spilaður er hér heima? „Já. Ég fæ ekki að keyra jafn mikið á hraðaupphlaupin eins og var raunin þegar að ég var hjá Val. Boltinn þarna úti er aðeins hægari.“
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira