Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Oddur Ævar Gunnarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 2. nóvember 2023 11:31 Íbúi í blokkinni sá mann færðan í sjúkrabíl í nótt á meðan tveir ungir fáklæddir karlmenn fylgdust með. Vísir/Vilhelm Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að tilkynning hafi borist um málið klukkan 04:54 í nótt. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir árásina hafa átt sér stað utanhúss. Samkvæmt heimildum fréttastofu var árásin fyrir utan fjölbýlishús við Silfratjörn í austurhluta Úlfarsárdals. Blóðbletti má sjá við innganginn á húsinu við Silfratjörn.Vísir/Berghildur „Þar var skotið á karlmann við hús í hverfinu og var hann fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Líðan mannsins er eftir atvikum, en hann er ekki í lífshættu. Árásarmaðurinn fór af vettvangi og er hans leitað,“ segir í tilkynningu lögreglu. Grímur segir líðan mannsins góða eftir atvikum. Lögregla leiti allra leiða til að hafa uppi á þeim sem þarna komu við sögu. Nokkrum skotum var hleypt af Rannsóknin er sögð á frumstigi og því ekki með öllu ljóst hvað hafi búið að baki árásinni. Grunur er um að hún tengist útistöðum tveggja hópa. Grímur segir ekki mikla áhættu fyrir almenning vegna þess að átökin tengist útistöðum hópanna. Grímur Grímsson er yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.Vísir/ARnar „Fyrir liggur að nokkrum skotum var hleypt af á vettvangi og hafnaði eitt þeirra í manninum eins og áður sagði. Annað skot hafnaði enn fremur í íbúð fólks, sem er með öllu ótengt málinu.“ Vegna málsins biðlar lögregla til bæði íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Úlfarsárdal og Grafarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Hér má sjá blóðslettur í anddyrinu.vísir/berghildur „Um er að ræða tímann frá miðnætti í gærkvöld og til klukkan sjö i morgun, en í þágu rannsóknarinnar er verið að leita upplýsinga um grunsamlegar mannaferðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra eru með mikinn viðbúnað vegna málsins.“ Kennarar hvattir til að hlúa að börnum Tölvupóstur var sendur í morgun á starfsfólk í Dalskóla í Úlfarsárdal vegna árásarinnar og hefur fréttastofa póstinn undir höndum. Þar segir að árásin hafi átt sér stað í fjölbýlishúsi. „Elsku starfsfólk. Í morgun varð skotárás í einni af blokkinni í hverfinu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli, sáu sjúkrabíla, löggubíla og blóð á vettvangi,“ segir í tölvupóstinum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. „Börnin eru mörg hver í uppnámi og ræða þennan atburð sín á milli. Nokkur hafa talað um að sá sem var skotinn væri dáinn. Við þurfum að hlúa vel að börnunum og ef barn er mjög óttaslegið hafið þá samband heim og látið vita.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu mátti sjá blóðför bæði innanhúss og utan í morgun. Dæmi eru um að börn hafi vaknað við lætin í nótt og vakið foreldra sína. Einn íbúi hússins sá tvo unga karlmenn á nærfötum utandyra á meðan einn var fluttur um borð í sjúkrabíl. Tilkynning lögreglu klukkan 11:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt, en tilkynning um málið barst lögreglu kl. 4.54. Þar var skotið á karlmann við hús í hverfinu og var hann fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Líðan mannsins er eftir atvikum, en hann er ekki í lífshættu. Árásarmaðurinn fór af vettvangi og er hans leitað. Rannsóknin er á frumstigi og því er ekki með öllu ljóst hvað bjó að baki árásinni, en grunur er um að hún tengist útistöðum tveggja hópa. Fyrir liggur að nokkrum skotum var hleypt af á vettvangi og hafnaði eitt þeirra í manninum eins og áður sagði. Annað skot hafnaði enn fremur í íbúð fólks, sem er með öllu ótengt málinu. Vegna málsins biðlar lögregla til bæði íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Úlfarsárdal og Grafarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Um er að ræða tímann frá miðnætti í gærkvöld og til klukkan sjö i morgun, en í þágu rannsóknarinnar er verið að leita upplýsinga um grunsamlegar mannaferðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra eru með mikinn viðbúnað vegna málsins og svo verður áfram, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Fréttin var uppfærð með tilkynningu lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Íbúar heyrðu skothvelli í Úlfarsárdal Lögregla verst allra frétta af meiriháttar líkamsárás í Úlfarsárdal í nótt. Að sögn íbúa heyrðust skothvellir í hverfinu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins. 2. nóvember 2023 10:42 Meiriháttar líkamsárás og fjórir handteknir fyrir húsbrot Lögreglu barst tilkynning um meiriháttar líkamsárás í póstnúmerinu 113 rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar segir að málið sé í rannsókn. 2. nóvember 2023 06:28 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að tilkynning hafi borist um málið klukkan 04:54 í nótt. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir árásina hafa átt sér stað utanhúss. Samkvæmt heimildum fréttastofu var árásin fyrir utan fjölbýlishús við Silfratjörn í austurhluta Úlfarsárdals. Blóðbletti má sjá við innganginn á húsinu við Silfratjörn.Vísir/Berghildur „Þar var skotið á karlmann við hús í hverfinu og var hann fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Líðan mannsins er eftir atvikum, en hann er ekki í lífshættu. Árásarmaðurinn fór af vettvangi og er hans leitað,“ segir í tilkynningu lögreglu. Grímur segir líðan mannsins góða eftir atvikum. Lögregla leiti allra leiða til að hafa uppi á þeim sem þarna komu við sögu. Nokkrum skotum var hleypt af Rannsóknin er sögð á frumstigi og því ekki með öllu ljóst hvað hafi búið að baki árásinni. Grunur er um að hún tengist útistöðum tveggja hópa. Grímur segir ekki mikla áhættu fyrir almenning vegna þess að átökin tengist útistöðum hópanna. Grímur Grímsson er yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.Vísir/ARnar „Fyrir liggur að nokkrum skotum var hleypt af á vettvangi og hafnaði eitt þeirra í manninum eins og áður sagði. Annað skot hafnaði enn fremur í íbúð fólks, sem er með öllu ótengt málinu.“ Vegna málsins biðlar lögregla til bæði íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Úlfarsárdal og Grafarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Hér má sjá blóðslettur í anddyrinu.vísir/berghildur „Um er að ræða tímann frá miðnætti í gærkvöld og til klukkan sjö i morgun, en í þágu rannsóknarinnar er verið að leita upplýsinga um grunsamlegar mannaferðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra eru með mikinn viðbúnað vegna málsins.“ Kennarar hvattir til að hlúa að börnum Tölvupóstur var sendur í morgun á starfsfólk í Dalskóla í Úlfarsárdal vegna árásarinnar og hefur fréttastofa póstinn undir höndum. Þar segir að árásin hafi átt sér stað í fjölbýlishúsi. „Elsku starfsfólk. Í morgun varð skotárás í einni af blokkinni í hverfinu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli, sáu sjúkrabíla, löggubíla og blóð á vettvangi,“ segir í tölvupóstinum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. „Börnin eru mörg hver í uppnámi og ræða þennan atburð sín á milli. Nokkur hafa talað um að sá sem var skotinn væri dáinn. Við þurfum að hlúa vel að börnunum og ef barn er mjög óttaslegið hafið þá samband heim og látið vita.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu mátti sjá blóðför bæði innanhúss og utan í morgun. Dæmi eru um að börn hafi vaknað við lætin í nótt og vakið foreldra sína. Einn íbúi hússins sá tvo unga karlmenn á nærfötum utandyra á meðan einn var fluttur um borð í sjúkrabíl. Tilkynning lögreglu klukkan 11:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt, en tilkynning um málið barst lögreglu kl. 4.54. Þar var skotið á karlmann við hús í hverfinu og var hann fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Líðan mannsins er eftir atvikum, en hann er ekki í lífshættu. Árásarmaðurinn fór af vettvangi og er hans leitað. Rannsóknin er á frumstigi og því er ekki með öllu ljóst hvað bjó að baki árásinni, en grunur er um að hún tengist útistöðum tveggja hópa. Fyrir liggur að nokkrum skotum var hleypt af á vettvangi og hafnaði eitt þeirra í manninum eins og áður sagði. Annað skot hafnaði enn fremur í íbúð fólks, sem er með öllu ótengt málinu. Vegna málsins biðlar lögregla til bæði íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Úlfarsárdal og Grafarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Um er að ræða tímann frá miðnætti í gærkvöld og til klukkan sjö i morgun, en í þágu rannsóknarinnar er verið að leita upplýsinga um grunsamlegar mannaferðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra eru með mikinn viðbúnað vegna málsins og svo verður áfram, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Fréttin var uppfærð með tilkynningu lögreglu.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt, en tilkynning um málið barst lögreglu kl. 4.54. Þar var skotið á karlmann við hús í hverfinu og var hann fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Líðan mannsins er eftir atvikum, en hann er ekki í lífshættu. Árásarmaðurinn fór af vettvangi og er hans leitað. Rannsóknin er á frumstigi og því er ekki með öllu ljóst hvað bjó að baki árásinni, en grunur er um að hún tengist útistöðum tveggja hópa. Fyrir liggur að nokkrum skotum var hleypt af á vettvangi og hafnaði eitt þeirra í manninum eins og áður sagði. Annað skot hafnaði enn fremur í íbúð fólks, sem er með öllu ótengt málinu. Vegna málsins biðlar lögregla til bæði íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Úlfarsárdal og Grafarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Um er að ræða tímann frá miðnætti í gærkvöld og til klukkan sjö i morgun, en í þágu rannsóknarinnar er verið að leita upplýsinga um grunsamlegar mannaferðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra eru með mikinn viðbúnað vegna málsins og svo verður áfram, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Lögreglumál Reykjavík Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Íbúar heyrðu skothvelli í Úlfarsárdal Lögregla verst allra frétta af meiriháttar líkamsárás í Úlfarsárdal í nótt. Að sögn íbúa heyrðust skothvellir í hverfinu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins. 2. nóvember 2023 10:42 Meiriháttar líkamsárás og fjórir handteknir fyrir húsbrot Lögreglu barst tilkynning um meiriháttar líkamsárás í póstnúmerinu 113 rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar segir að málið sé í rannsókn. 2. nóvember 2023 06:28 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Íbúar heyrðu skothvelli í Úlfarsárdal Lögregla verst allra frétta af meiriháttar líkamsárás í Úlfarsárdal í nótt. Að sögn íbúa heyrðust skothvellir í hverfinu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins. 2. nóvember 2023 10:42
Meiriháttar líkamsárás og fjórir handteknir fyrir húsbrot Lögreglu barst tilkynning um meiriháttar líkamsárás í póstnúmerinu 113 rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar segir að málið sé í rannsókn. 2. nóvember 2023 06:28