Ísraelar hafi farið yfir línuna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. október 2023 19:01 Jonas Gahr Støre fordæmir árásir Hamas en segir Ísraela hafa gengið of langt. EPA-EFE/Anders Wiklund Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. Noregur var eina Norðurlandið sem greiddi atkvæði með tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag. Ísland sat hjá við atkvæðagreiðsluna og hefur afstaðan hlotið töluverða gagnrýni. Þingflokkur Vinstri grænna sagði meðal annars í ályktun í gær að rétt hefði verið að greiða atkvæði með tillögunni. 120 lönd greiddu atkvæði með, 45 sátu hjá og 14 voru á móti. Sjá einnig: Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Støre segir fyllilega ljóst að Norðmenn hafi fordæmt árásir Hamas á Ísrael en telur gagnárásir, eða „sjálfsvörn,“ Ísraela, úr hófi. Ísraelski sendiherrann svarar ummælunum „Þetta er ljótt stríð og ég er hræddur um að hatrið muni aukast. Meiri þvermóðska og meiri eyðilegging. Þeir hafa að sjálfsögðu sinn sjálfsvarnarrétt og ég átta mig á því. Eldflaugum er enn skotið af Gasa yfir til Ísraels og ég fordæmi það. En samkvæmt alþjóðalögum verður að gæta hófs og taka verður almenna borgara með inn í reikninginn. Ísraelar hafa farið langt yfir línuna,“ segir forsætisráðherrann norski. Støre leggur áherslu á að átökin séu hræðileg á báða bóga og segir að gera verði vopnahlé, til að aðstoða bágstadda borgara á stríðshrjáðum svæðum. Enginn vafi leiki á því að Hamas verði að sleppa ísraelskum gíslum. Sendiherra Ísraels í Noregi, Avraham Nir-Feldklein, svarar forsætisráðherranum og segir við Norska ríkisútvarpið að háttsemi Ísraela sé í fullu samræmi við alþjóðalög. Hamas-liðar skýli sér bak við óbreytta borgara og haldi til í borgaralegum mannvirkjum. „Þeir staðir sem Hamas-liðar dvelja á eru nýttir til hryðjuverka og eru því eðlileg hernaðarleg skotmörk. Þar af leiðandi er sjálfsvörn Ísraela í fullu samræmi við alþjóðlög,“ segir sendiherrann. Noregur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana Forsvarsmenn ísraelska hersins segja bæði hægt að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá gísla sem vígamenn samtakanna halda á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna sögðu í gærkvöldi að samkomulag um frelsun gísla samtakanna hafi verið í sjónmáli. Yfirvöld í Ísrael hefðu tafið samkomulag. 29. október 2023 13:26 „Verkefni okkar er skýrt“ „Þetta er annar fasi stríðsins. Verkefni okkar er skýrt: að eyðileggja her Hamas og koma fórnarlömbum aftur heim. Ísraelar ætla að koma í veg fyrir þessa illsku, öllu mannkyninu til góða,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael á blaðamannafundi á sjötta tímanum í dag. Hann staðfestir að hermenn Ísraela séu komnir inn á Gasa. 28. október 2023 18:18 „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
Noregur var eina Norðurlandið sem greiddi atkvæði með tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag. Ísland sat hjá við atkvæðagreiðsluna og hefur afstaðan hlotið töluverða gagnrýni. Þingflokkur Vinstri grænna sagði meðal annars í ályktun í gær að rétt hefði verið að greiða atkvæði með tillögunni. 120 lönd greiddu atkvæði með, 45 sátu hjá og 14 voru á móti. Sjá einnig: Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Støre segir fyllilega ljóst að Norðmenn hafi fordæmt árásir Hamas á Ísrael en telur gagnárásir, eða „sjálfsvörn,“ Ísraela, úr hófi. Ísraelski sendiherrann svarar ummælunum „Þetta er ljótt stríð og ég er hræddur um að hatrið muni aukast. Meiri þvermóðska og meiri eyðilegging. Þeir hafa að sjálfsögðu sinn sjálfsvarnarrétt og ég átta mig á því. Eldflaugum er enn skotið af Gasa yfir til Ísraels og ég fordæmi það. En samkvæmt alþjóðalögum verður að gæta hófs og taka verður almenna borgara með inn í reikninginn. Ísraelar hafa farið langt yfir línuna,“ segir forsætisráðherrann norski. Støre leggur áherslu á að átökin séu hræðileg á báða bóga og segir að gera verði vopnahlé, til að aðstoða bágstadda borgara á stríðshrjáðum svæðum. Enginn vafi leiki á því að Hamas verði að sleppa ísraelskum gíslum. Sendiherra Ísraels í Noregi, Avraham Nir-Feldklein, svarar forsætisráðherranum og segir við Norska ríkisútvarpið að háttsemi Ísraela sé í fullu samræmi við alþjóðalög. Hamas-liðar skýli sér bak við óbreytta borgara og haldi til í borgaralegum mannvirkjum. „Þeir staðir sem Hamas-liðar dvelja á eru nýttir til hryðjuverka og eru því eðlileg hernaðarleg skotmörk. Þar af leiðandi er sjálfsvörn Ísraela í fullu samræmi við alþjóðlög,“ segir sendiherrann.
Noregur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana Forsvarsmenn ísraelska hersins segja bæði hægt að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá gísla sem vígamenn samtakanna halda á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna sögðu í gærkvöldi að samkomulag um frelsun gísla samtakanna hafi verið í sjónmáli. Yfirvöld í Ísrael hefðu tafið samkomulag. 29. október 2023 13:26 „Verkefni okkar er skýrt“ „Þetta er annar fasi stríðsins. Verkefni okkar er skýrt: að eyðileggja her Hamas og koma fórnarlömbum aftur heim. Ísraelar ætla að koma í veg fyrir þessa illsku, öllu mannkyninu til góða,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael á blaðamannafundi á sjötta tímanum í dag. Hann staðfestir að hermenn Ísraela séu komnir inn á Gasa. 28. október 2023 18:18 „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana Forsvarsmenn ísraelska hersins segja bæði hægt að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá gísla sem vígamenn samtakanna halda á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna sögðu í gærkvöldi að samkomulag um frelsun gísla samtakanna hafi verið í sjónmáli. Yfirvöld í Ísrael hefðu tafið samkomulag. 29. október 2023 13:26
„Verkefni okkar er skýrt“ „Þetta er annar fasi stríðsins. Verkefni okkar er skýrt: að eyðileggja her Hamas og koma fórnarlömbum aftur heim. Ísraelar ætla að koma í veg fyrir þessa illsku, öllu mannkyninu til góða,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael á blaðamannafundi á sjötta tímanum í dag. Hann staðfestir að hermenn Ísraela séu komnir inn á Gasa. 28. október 2023 18:18
„Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41