Fótbolti

Kristian kom inn á í tapi gegn Brighton

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristian Hlynsson lék allan seinni hálfleikinn fyrir Ajax í kvöld.
Kristian Hlynsson lék allan seinni hálfleikinn fyrir Ajax í kvöld. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images

Kristian Hlynsson og félagar hans í Ajax máttu þola 2-0 tap er liðið heimsótti Brighton í B-riðli Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Gengi hollenska stórveldisins hefur vægast sagt verið slæmt á tímabilinu og liðið situr í fallsæti í hollensku deildinni. Til að bæta gráu ofan á svart er gengið í Evrópudeildinni ekki betra og 2-0 tap í kvöld þýðir að liðið er enn á botni riðilsins.

Joao Pedro og Ansu Fati skoruðu mörk Brighton í sínum hálfleiknum hvor og enska úrvalsdeildarliðið er þar með komið með fjögur stig og situr í þriðja sæti riðilsins, aðeins einu stigi á eftir toppliði Marseille. Kristian Hlynsson kom inn á í hálfleik fyrir Ajax sem er með tvö stig á botni B-riðils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×