Albert pissaði í sig af hræðslu en stökk samt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 08:00 Albert Guðmundsson í leik með Genoa liðinu á þessu tímabili. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur náð að skora þrjú mörk á einu tímabili í Seríu A. Getty/Simone Arveda Íslenski knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var stóru viðtali í helgarblaði ítalska stórblaðsins Gazzetta dello Sport, Sportweek, um helgina og lýsti þar meðal annars yfir að hann væri ekki hinn dæmigerði Íslendingur. Albert hefur gert mjög flotta hluti með Genoa á þessu tímabili og hefur hrifið marga með leik sínum. Svo mikið að hann er nú orðaður við bestu lið ítölsku deildarinnar. Albert hefur skorað þrjú mörk en hann hefur líka verið mjög duglegur að taka menn á inn á vellinum. Það er bara einn annar leikmaður í Seríu A sem hefur reynt oftar að sóla andstæðinga sína. „Ég er ekki hinn dæmigerði Íslendingur sem er ferkantaður og varkár og passar sig að fara ekki út fyrir línurnar. Ég vil taka áhættu, innan og utan vallar,“ sagði Albert Guðmundsson í upphafi viðtalsins. Albert Guðmundsson fór í sérstaka myndatöku fyrir viðtalið.La Gazzetta dello Sport Hann tók sem dæmi hvernig hann tókst á við lofthræðslu sína. „Ég var lofthræddur þegar ég var krakki og er enn að glíma við það í dag. Einmitt þess vegna þá ákvað ég að fara í fallhlífarstökk fyrir tveimur árum,“ sagði Albert og hélt áfram. „Ég bókstaflega pissaði á mig af hræðslu en ég stökk samt. Ég elska að elta uppi adrenalín. Ég þarfnast tilfinninga,“ sagði Albert. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) „Til að ég geti skilað hundrað prósent af mér í leikjum þá þarf ég að fá að vera frjáls inn á vellinum. Það hef ég fengið hjá Genoa. Ég er líka með sama frjálsræði í klæðaburði mínum. Ef ég er hrifinn af fötum, þá fer í þau og hef engar áhyggjur af því hvað fólki finnst,“ sagði Albert. Hann lýsir sjálfum sér sem smá af körfuboltamanninum Allen Iverson, smá af argentínska knattspyrnumanninum Paulo Dybala en lykilatriðið sé að hann sé frjáls í því sem hann gerir inn á vellinum. Viðtalið er á bak við áskrifarvegg hjá Gazetta dello Sport en fyrir áhugasama sem kunna ítölsku þá má nálgast það hér. Ítalski boltinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Albert hefur gert mjög flotta hluti með Genoa á þessu tímabili og hefur hrifið marga með leik sínum. Svo mikið að hann er nú orðaður við bestu lið ítölsku deildarinnar. Albert hefur skorað þrjú mörk en hann hefur líka verið mjög duglegur að taka menn á inn á vellinum. Það er bara einn annar leikmaður í Seríu A sem hefur reynt oftar að sóla andstæðinga sína. „Ég er ekki hinn dæmigerði Íslendingur sem er ferkantaður og varkár og passar sig að fara ekki út fyrir línurnar. Ég vil taka áhættu, innan og utan vallar,“ sagði Albert Guðmundsson í upphafi viðtalsins. Albert Guðmundsson fór í sérstaka myndatöku fyrir viðtalið.La Gazzetta dello Sport Hann tók sem dæmi hvernig hann tókst á við lofthræðslu sína. „Ég var lofthræddur þegar ég var krakki og er enn að glíma við það í dag. Einmitt þess vegna þá ákvað ég að fara í fallhlífarstökk fyrir tveimur árum,“ sagði Albert og hélt áfram. „Ég bókstaflega pissaði á mig af hræðslu en ég stökk samt. Ég elska að elta uppi adrenalín. Ég þarfnast tilfinninga,“ sagði Albert. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) „Til að ég geti skilað hundrað prósent af mér í leikjum þá þarf ég að fá að vera frjáls inn á vellinum. Það hef ég fengið hjá Genoa. Ég er líka með sama frjálsræði í klæðaburði mínum. Ef ég er hrifinn af fötum, þá fer í þau og hef engar áhyggjur af því hvað fólki finnst,“ sagði Albert. Hann lýsir sjálfum sér sem smá af körfuboltamanninum Allen Iverson, smá af argentínska knattspyrnumanninum Paulo Dybala en lykilatriðið sé að hann sé frjáls í því sem hann gerir inn á vellinum. Viðtalið er á bak við áskrifarvegg hjá Gazetta dello Sport en fyrir áhugasama sem kunna ítölsku þá má nálgast það hér.
Ítalski boltinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira