Þarf að hugsa extra vel um mig og þá er þetta bærilegt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. október 2023 09:30 Sævar Atli er að spila í gegnum meiðsli. Lyngby Sævar Atli Magnússon ætlar að harka í gegnum meiðsli sín fram til áramóta en hann er að glíma við kviðslit. Hann nýtur sín vel í Íslendinganýlendunni í Lyngby í Danmörku. Sævar Atli hefur verið fastamaður í liði Lyngby sem hefur byrjað tímabilið í Danmörku af krafti eftir að bjarga sér á ævintýralegan hátt á síðustu leiktíð. Hann var ekki með íslenska landsliðinu í nýafstöðnu verkefni gegn Lúxemborg og Liechtenstein þar sem hann er að glíma við meiðsli og fékk frí. Sævar Atli hefur spilað 5 A-landsleiki á ferlinum.Vísir/Sigurjón Ólason „Þetta er smá flókið, er að æfa og spila í rauninni en er með tegund af kviðsliti. Mun þurfa að spila og æfa svona út árið að minnsta kosti, þetta er erfitt og er byrjað að hafa smá áhrif á daglegt líf núna. Þarf að hugsa extra vel um mig og þá er þetta bærilegt. Maður ætlar að reyna halda verknum bærilegum út árið,“ sagði Sævar Atli um meiðslin. Hann var svo spurður hvort hann væri ekki að pína sig með því að spila í gegnum meiðslin. „Jújú en maður er alinn upp þannig í Leikni Reykjavík að maður þarf bara að komast í gegnum þetta. Ég er 100 prósent viss um að margir íþróttamenn gangi í gegnum meiðsli á einhverjum tímapunkti og þeir harki af sér. Spilar ekki marga leiki á tímabilinu 100 prósent heill, þetta er bara svona. Ég mun komast í gegnum þetta, ekkert mál.“ Engin íslenska í klefanum Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, hefur myndað ákveðna Íslendinganýlendu hjá félaginu en sem stendur eru Sævar Atli, Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn Birgir Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen á mála hjá félaginu. Sá síðastnefndi er á láni frá IFK Norrköping í Svíþjóð. „Erum komnir með nýja sekt í „sektarformúluna“ okkar. Það er bannað að tala íslensku, vilja meina að við tölum of mikla íslensku inn í klefanum. Við höldum klárlega mikið hópinn og ég, Kolbeinn og Andri Lucas erum nálægt hver öðrum í aldri.“ „Ég er með samning til 2025 og líður mjög vel. Maður má ekki fara fram úr sér núna, Freysi yrði ekki ánægður með það en eins og staðan er núna getum við náð frábærum árangri og besta árangri Lyngby lengi. Ef það gengur upp þá mun ég allavega klára samninginn minn en maður stefnir alltaf hærra og vonandi kemst ég hærra. Eins og er líður mér mjög vel og ætla að reyna spila ennþá betur á næsta ári,“ sagði Sævar Atli að lokum en ljóst er að honum líður vel hjá félaginu og það metur hann mikils. SÆVAR OG DANI BLEV GJORT KLAR TIL HALLOWEEN Søndag er der halloween på Lyngby Stadion, og for at komme i helt rette stemning sendte vi Sævar Magnusson og Dani på Bakken for at prøve deres uhyggelige Rædselsdyb Lad os bare sige det sådan, at spillerne hurtigt kom i den pic.twitter.com/n8jE4IR8fd— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) October 20, 2023 Sævar Atli og félagar mæta AGF í hádeginu á sunnudag. Sigur þar gæti lyft Lyngby upp í 4. sætið. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Sævar Atli hefur verið fastamaður í liði Lyngby sem hefur byrjað tímabilið í Danmörku af krafti eftir að bjarga sér á ævintýralegan hátt á síðustu leiktíð. Hann var ekki með íslenska landsliðinu í nýafstöðnu verkefni gegn Lúxemborg og Liechtenstein þar sem hann er að glíma við meiðsli og fékk frí. Sævar Atli hefur spilað 5 A-landsleiki á ferlinum.Vísir/Sigurjón Ólason „Þetta er smá flókið, er að æfa og spila í rauninni en er með tegund af kviðsliti. Mun þurfa að spila og æfa svona út árið að minnsta kosti, þetta er erfitt og er byrjað að hafa smá áhrif á daglegt líf núna. Þarf að hugsa extra vel um mig og þá er þetta bærilegt. Maður ætlar að reyna halda verknum bærilegum út árið,“ sagði Sævar Atli um meiðslin. Hann var svo spurður hvort hann væri ekki að pína sig með því að spila í gegnum meiðslin. „Jújú en maður er alinn upp þannig í Leikni Reykjavík að maður þarf bara að komast í gegnum þetta. Ég er 100 prósent viss um að margir íþróttamenn gangi í gegnum meiðsli á einhverjum tímapunkti og þeir harki af sér. Spilar ekki marga leiki á tímabilinu 100 prósent heill, þetta er bara svona. Ég mun komast í gegnum þetta, ekkert mál.“ Engin íslenska í klefanum Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, hefur myndað ákveðna Íslendinganýlendu hjá félaginu en sem stendur eru Sævar Atli, Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn Birgir Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen á mála hjá félaginu. Sá síðastnefndi er á láni frá IFK Norrköping í Svíþjóð. „Erum komnir með nýja sekt í „sektarformúluna“ okkar. Það er bannað að tala íslensku, vilja meina að við tölum of mikla íslensku inn í klefanum. Við höldum klárlega mikið hópinn og ég, Kolbeinn og Andri Lucas erum nálægt hver öðrum í aldri.“ „Ég er með samning til 2025 og líður mjög vel. Maður má ekki fara fram úr sér núna, Freysi yrði ekki ánægður með það en eins og staðan er núna getum við náð frábærum árangri og besta árangri Lyngby lengi. Ef það gengur upp þá mun ég allavega klára samninginn minn en maður stefnir alltaf hærra og vonandi kemst ég hærra. Eins og er líður mér mjög vel og ætla að reyna spila ennþá betur á næsta ári,“ sagði Sævar Atli að lokum en ljóst er að honum líður vel hjá félaginu og það metur hann mikils. SÆVAR OG DANI BLEV GJORT KLAR TIL HALLOWEEN Søndag er der halloween på Lyngby Stadion, og for at komme i helt rette stemning sendte vi Sævar Magnusson og Dani på Bakken for at prøve deres uhyggelige Rædselsdyb Lad os bare sige det sådan, at spillerne hurtigt kom i den pic.twitter.com/n8jE4IR8fd— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) October 20, 2023 Sævar Atli og félagar mæta AGF í hádeginu á sunnudag. Sigur þar gæti lyft Lyngby upp í 4. sætið.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira