Fótbolti

Myndir: Gylfi Þór marka­hæsti lands­liðs­maður Ís­lands frá upp­hafi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Íslands í fyrsta sinn síðan í nóvember 2020.
Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Íslands í fyrsta sinn síðan í nóvember 2020. Vísir/Hulda Margrét

Ísland vann 4-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö markanna og varð um leið markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 

Það kom nokkuð á óvart þegar í ljós kom að Gylfi Þór var í byrjunarliði Íslands. Hann nýtti mínúturnar sínar vel og skoraði fyrsta mark leiksins af vítapunktinum. Það síðara skoraði hann í upphafi síðari hálfleiks eftir að hafa sannfært þjálfarateymið um að fá að spila tíu mínútur til viðbótar en upphaflega átti hann að fara út af í hálfleik.

Hér að neðan má sjá myndir frá leik gærkvöldsins.

Byrjunarlið gærkvöldsins.Vísir/Hulda Margrét
Gylfi Þór jafnaði markametið með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.VÍSIR/HULDA MARGRÉT
Gylfi Þór var allt í öllu.Vísir/Hulda Margrét
Alfreð Finnbogason tvöfaldaði forystu Íslands undir lok fyrri hálfleiks.Vísir/Hulda Margrét
Alfons Sampsted fékk á sig vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiksins.Vísir/Hulda Margrét
Elías Rafn varði spyrnuna en gestirnir skoruðu úr frákastinu. Taka þurfti spyrnuna aftur og þá skaut Sandro Wieser langt framhjá.Vísir/Hulda Margrét
Gylfi Þór sló markametið í upphafi síðari hálfleiks.Vísir/Hulda Margrét
Gylfi Þór fagnar því að vera orðinn markahæstur. Hákon Arnar Haraldsson eltir.Vísir/Hulda Margrét
Guðlaugur Victor Pálsson var á sínum stað í hjarta varnarinnar.Vísir/Hulda Margrét
Gylfi Þór stal fyrirsögnunum.Vísir/Hulda Margrét

Tengdar fréttir

Gylfi Þór marka­hæstur

Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 

Twitter eftir ­­­leik: „Okkar allra besti lands­liðs­maður“

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter.

Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár

Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×