Skiptar skoðanir um gervigrasið: „Er verið að skoða það?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2023 11:32 Skiptar skoðanir á meðal strákanna sem þó hallast fæstir að gervigrasinu. Hybrid-grasið þykir þá fínasta hugmynd. Samsett/Vísir Skiptar skoðanir eru á meðal landsliðsmanna karlalandsliðsins í fótbolta um hvernig undirlag eigi að vera á Laugardalsvelli. KSÍ stefnir að því að skipta um undirlag í vor en ekki er ljóst hvernig gras verður lagt á völlinn. Breyttar aðstæður eru á Laugardalsvelli vegna aukinna verkefna yfir vetrartímann, bæði hjá landsliðum og íslenskum félagsliðum. Breiðablik leikur sinn síðasta heimaleik í Sambandsdeildinni ekki fyrr en 30. nóvember en að jafnaði eru landsleikir ekki spilaðir hér á landi í gluggum í nóvember og mars þar sem Ísland er skilgreint sem heimsskautasvæði. Enginn undirhiti undir grasfletinum í Laugardal flækir það enn frekar að halda grasi við á köldum vetrarmánuðum hér á landi. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði sambandið stefna að því að koma loks undirhita í Laugardalinn í vetur eða vor og þá væri til skoðunar þrír kostir er yfirborðið varðar; gras, hybrid-gras og gervigras. Landsliðsmenn Íslands voru teknir tali og spurðir hvaða kost þeir sæju sem vænlegastan í stöðunni. Klippa: Skiptar skoðanir um völlinn: Er verið að skoða það? Gras, mjög einfalt „Úff... nei, ég vil helst ekki sjá gervigrasið ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég vil bara sjá gras á þessum velli. Allir aðrir vellir mega vera með gervigras. En mig langar að þessi völlur sé með gras. Það er bara svo einfalt,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson. Ísak Bergmann Jóhannesson og Sverrir Ingi Ingason viðra þá möguleikann á hybrid-grasi. Slíkt hefur ekki verið nýtt á keppnisvelli hér á landi en er víða erlendis. FH lagði fyrsta hybrid-grasið á landinu í sumar á æfingavöll við hlið Skessunar í Hafnarfirði með það fyrir augum að leggja slíkt á keppnisvöll sinn ef tilraunin gengur upp. „Grasið á bara að vera gott, finnst mér. Það eru auðvitað erfiðar aðstæður núna. En við eigum aldrei glugga í mars og nóvember, það er svolítið strembið alltaf í mars-glugganum að eiga tvo útileiki og síðan tvo útileiki til að klára líka [í nóvember],“ segir Ísak Bergmann og bætir við: „Okkur finnst bara að það eigi að koma nýr völlur, yfirhöfuð. Það er í annarra manna höndum. Við ungu strákarnir erum vanir að spila á gervigrasi og úti á hybrid. Ég held að það sé best að það komi gott gras eins og hybrid. Landsliðsbolti á að vera spilaður á grasi.“ „Er verið að tala um það?“ Sverrir Ingi trúði því vart að gervigras væri yfirhöfuð til skoðunar en segir hybrid líklega bestu lausnina. „Er verið að tala um það, að það sé mögulega að koma gervigras?“ spyr sjokkeraður Sverrir Ingi Ingason. „Ég er ekki sammála því, mér finnst við eiga halda grasvelli hérna eins lengi og mögulegt er meðan það er fundin lausn á því að vera með þessa hybrid-velli. Þá er það engin spurning fyrir mitt leyti. Auðvitað þarf að huga að fleiru, kostnaður og ýmislegt. En meðan það er hægt að spila á grasi kýs ég það alla daga,“ segir Sverrir. Arnór Ingvi Traustason var þá á sama máli og Guðlaugur Victor. Grasið sé ávallt tekið fram yfir gervigras hvað hann varðar. „Ég spila sjálfur [með félagsliði sínu Norrköping] á gervigrasi en myndi alltaf velja gras fram yfir gervigras. Þetta gras sem er núna á Laugardalsvelli finnst mér frábært og Kiddi (Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri] er að vinna frábæra vinnu þarna sem og það fólk sem vinnur við völlinn. Ég myndi alltaf velja gras fram yfir gervigras,“ segir Arnór Ingvi. Ummæli landsliðsmannana má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Breyttar aðstæður eru á Laugardalsvelli vegna aukinna verkefna yfir vetrartímann, bæði hjá landsliðum og íslenskum félagsliðum. Breiðablik leikur sinn síðasta heimaleik í Sambandsdeildinni ekki fyrr en 30. nóvember en að jafnaði eru landsleikir ekki spilaðir hér á landi í gluggum í nóvember og mars þar sem Ísland er skilgreint sem heimsskautasvæði. Enginn undirhiti undir grasfletinum í Laugardal flækir það enn frekar að halda grasi við á köldum vetrarmánuðum hér á landi. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði sambandið stefna að því að koma loks undirhita í Laugardalinn í vetur eða vor og þá væri til skoðunar þrír kostir er yfirborðið varðar; gras, hybrid-gras og gervigras. Landsliðsmenn Íslands voru teknir tali og spurðir hvaða kost þeir sæju sem vænlegastan í stöðunni. Klippa: Skiptar skoðanir um völlinn: Er verið að skoða það? Gras, mjög einfalt „Úff... nei, ég vil helst ekki sjá gervigrasið ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég vil bara sjá gras á þessum velli. Allir aðrir vellir mega vera með gervigras. En mig langar að þessi völlur sé með gras. Það er bara svo einfalt,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson. Ísak Bergmann Jóhannesson og Sverrir Ingi Ingason viðra þá möguleikann á hybrid-grasi. Slíkt hefur ekki verið nýtt á keppnisvelli hér á landi en er víða erlendis. FH lagði fyrsta hybrid-grasið á landinu í sumar á æfingavöll við hlið Skessunar í Hafnarfirði með það fyrir augum að leggja slíkt á keppnisvöll sinn ef tilraunin gengur upp. „Grasið á bara að vera gott, finnst mér. Það eru auðvitað erfiðar aðstæður núna. En við eigum aldrei glugga í mars og nóvember, það er svolítið strembið alltaf í mars-glugganum að eiga tvo útileiki og síðan tvo útileiki til að klára líka [í nóvember],“ segir Ísak Bergmann og bætir við: „Okkur finnst bara að það eigi að koma nýr völlur, yfirhöfuð. Það er í annarra manna höndum. Við ungu strákarnir erum vanir að spila á gervigrasi og úti á hybrid. Ég held að það sé best að það komi gott gras eins og hybrid. Landsliðsbolti á að vera spilaður á grasi.“ „Er verið að tala um það?“ Sverrir Ingi trúði því vart að gervigras væri yfirhöfuð til skoðunar en segir hybrid líklega bestu lausnina. „Er verið að tala um það, að það sé mögulega að koma gervigras?“ spyr sjokkeraður Sverrir Ingi Ingason. „Ég er ekki sammála því, mér finnst við eiga halda grasvelli hérna eins lengi og mögulegt er meðan það er fundin lausn á því að vera með þessa hybrid-velli. Þá er það engin spurning fyrir mitt leyti. Auðvitað þarf að huga að fleiru, kostnaður og ýmislegt. En meðan það er hægt að spila á grasi kýs ég það alla daga,“ segir Sverrir. Arnór Ingvi Traustason var þá á sama máli og Guðlaugur Victor. Grasið sé ávallt tekið fram yfir gervigras hvað hann varðar. „Ég spila sjálfur [með félagsliði sínu Norrköping] á gervigrasi en myndi alltaf velja gras fram yfir gervigras. Þetta gras sem er núna á Laugardalsvelli finnst mér frábært og Kiddi (Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri] er að vinna frábæra vinnu þarna sem og það fólk sem vinnur við völlinn. Ég myndi alltaf velja gras fram yfir gervigras,“ segir Arnór Ingvi. Ummæli landsliðsmannana má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira