Sjáðu hetjudáðir markvarðarins Giroud Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. október 2023 12:01 Markvörðurinn Giroud hélt hreinu. Matteo Ciambelli/Getty Image Framherjinn og markvörðurinn Olivier Giroud reyndist hetja AC Milan þegar liðið lagði Albert Guðmundsson og félaga í Genoa í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í gærkvöld. AC Milan vann 1-0 sigur þökk sé marki Christian Pulisic undir lok venjulegs leiktíma. Það var hins vegar það sem gerðist í uppbótartíma sem vakti heimsathygli. Markvörðurinn Mike Maignan rauk þá út úr marki sínu og endaði með að tækla tvo leikmenn Genoa, þar á meðal Albert. Fékk Maignan í kjölfarið rauða spjaldið og þar sem Mílanóliðið var búið með allar skiptingar sínar í leiknum voru góð ráð dýr. Hinn 37 ára gamli Giroud tók það því að sér að fara í mark og stóð sig svo sannarlega með prýði. Hann varði til að mynda meistaralega þegar hann kom út úr marki sínu og kom í veg fyrir að leikmenn Genoa næðu skot að marki. Það var þó ekki það eina sem gerðist eftir að Giroud fór í mark en Albert átti skot í stöng. Þá fékk Josep Martínez, leikmaður Genoa, sitt annað gula spjald og þar með rautt á 103. mínútu leiksins. Ævintýralegur endir á leik sem endaði 1-0 AC Milan í vil. Mílanóliðið er nú á toppi Serie A með 21 stig að loknum 8 leikjum. Genoa er í 15. sæti með 8 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir AC Milan skaust upp fyrir nágranna sína á topp deildarinnar AC Milan er komið á topp ítölsku efstu deildarinnar í fótbolta karla en liðið skaust þangað með 1-0 sigri gegn Genoa í kvöld. 7. október 2023 20:47 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
AC Milan vann 1-0 sigur þökk sé marki Christian Pulisic undir lok venjulegs leiktíma. Það var hins vegar það sem gerðist í uppbótartíma sem vakti heimsathygli. Markvörðurinn Mike Maignan rauk þá út úr marki sínu og endaði með að tækla tvo leikmenn Genoa, þar á meðal Albert. Fékk Maignan í kjölfarið rauða spjaldið og þar sem Mílanóliðið var búið með allar skiptingar sínar í leiknum voru góð ráð dýr. Hinn 37 ára gamli Giroud tók það því að sér að fara í mark og stóð sig svo sannarlega með prýði. Hann varði til að mynda meistaralega þegar hann kom út úr marki sínu og kom í veg fyrir að leikmenn Genoa næðu skot að marki. Það var þó ekki það eina sem gerðist eftir að Giroud fór í mark en Albert átti skot í stöng. Þá fékk Josep Martínez, leikmaður Genoa, sitt annað gula spjald og þar með rautt á 103. mínútu leiksins. Ævintýralegur endir á leik sem endaði 1-0 AC Milan í vil. Mílanóliðið er nú á toppi Serie A með 21 stig að loknum 8 leikjum. Genoa er í 15. sæti með 8 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir AC Milan skaust upp fyrir nágranna sína á topp deildarinnar AC Milan er komið á topp ítölsku efstu deildarinnar í fótbolta karla en liðið skaust þangað með 1-0 sigri gegn Genoa í kvöld. 7. október 2023 20:47 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
AC Milan skaust upp fyrir nágranna sína á topp deildarinnar AC Milan er komið á topp ítölsku efstu deildarinnar í fótbolta karla en liðið skaust þangað með 1-0 sigri gegn Genoa í kvöld. 7. október 2023 20:47