Handbolti

Norð­maðurinn heldur á­fram að þjálfa Svíana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glenn Solberg fagnar góðu gengu sænska liðsins á HM 2023.
Glenn Solberg fagnar góðu gengu sænska liðsins á HM 2023. EPA-EFE/Anders Wiklund

Glenn Solberg, sá hinn sami og tók við sænska karlalandsliðinu í handbolta af íslenska þjálfaranum Kristjáni Andréssyni, hefur gengið frá nýjum samningi um að halda þjálfun liðsins áfram.

Solberg tók við liðinu af Kristjáni árið 2020 og hefur þjálfað það síðan. Kristján var með sænska landsliðið frá 2016 til 2020.

Nýi samningur Norðmannsins er til sumarsins 2026. „Ég er sérstaklega ánægður og stoltur að halda áfram að vinna með eitt besta landslið heims,“ sagði Glenn Solberg í fréttatilkynningu.

Glenn Solberg er 51 árs gamall og lék á sínum tíma 122 landsleiki fyrir Noreg. Hann var aðstoðarþjálfari hjá norska landsliðinu frá 2014 til 2016.

Solberg gerði Svía að Evrópumeisturum árið 2022 og liðið vann silfur á heimsmeistaramótinu 2021. Á HM fyrr á þessu ári endaði sænska landsliðið í fjórða sæti.

Liðið hefur spilað 57 leiki undir hans stjórn frá því í nóvember 2020. Svíar hafa unnið 54 leiki undir hans stjórn eða 75 prósent og aðeins 10 hafa tapast. Liðið er að skora 30,8 mörk í leik en aðeins fá á sig 26,3 mörk í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×