Fótbolti

Zidane tilbúinn að snúa aftur í þjálfun með einu skilyrði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zinedine Zidane náði frábærum árangri sem knattspyrnustjóri Real Madrid.
Zinedine Zidane náði frábærum árangri sem knattspyrnustjóri Real Madrid. getty/Juan Manuel Serrano Arce

Franska fótboltagoðið Zinedine Zidane er tilbúinn að snúa aftur í þjálfun, en með einu skilyrði.

Zidane hefur ekki þjálfað síðan hann hætti hjá Real Madrid í annað sinn fyrir tveimur árum. Undir hans stjórn vann Real Madrid spænska meistaratitilinn í tvígang og Meistaradeild Evrópu í þrígang.

Hinn 51 árs Zidane ku vera tilbúinn að byrja aftur að þjálfa og samkvæmt frönskum fjölmiðlum hefur hann náð samkomulagi um að taka við Marseille, að því gefnu að fjárfestar frá Sádi-Arabíu kaupi félagið. Draumur Sádanna er að eignast Marseille og gera svipaða hluti með félagið og þeir hafa gert með Newcastle United á Englandi.

Zidane, sem er frá Marseille, hefur óskað eftir að fá 260 milljónir punda til að kaupa leikmenn og Sádarnir ku hafa samþykkt þá beiðni hans.

Marseille er í eigu Franks McCourt sem hefur engan áhuga á að selja félagið. Í gær var Gennaro Gattuso ráðinn nýr þjálfari Marseille. Hann tekur við liðinu af Marcelino sem hætti vegna óánægju stuðningsmanna þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×