Umfjöllun: Afturelding örugglega í úrslitaleikinn Sverrir Mar Smárason skrifar 24. september 2023 16:31 Úr leik Aftureldingar og ÍA fyrr í sumar. Facebooksíða Knattspyrnudeildar Aftureldingar Afturelding vann sannfærandi sigur á Leikni, 3-0, í seinni leik liðanna um umspilssæti. Sigurinn þýðir að Afturelding spilar við Vestra í úrslitaleiknum um sæti í deild þeirra bestu þann 30. september. Leikurinn fór rólega af stað fyrir áhorfandann þar sem mikið var um stöðubaráttu úti um allan völl. Leiknismenn kannski meira með boltann og Afturelding beið átekta enda fyrir leikinn með eins marks forskot. Það var hins vegar átta mínútna kafli í fyrri hálfleik sem að mörgu leyti drap þetta einvígi. Arnór Gauti Ragnarsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Aftureldingu á 17. mínútu uppá eigin spýtur. Hann fékk þá boltann við vítateigslínuna, tók hann snyrtilega niður og átti gott skot með vinstri sem Viktor Reynir í marki Leiknis réði ekki við. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Oliver Bjerrum annað mark Aftureldingar. Ásgeir Marteinsson klobbaði þá Daníel Finns á miðjum vellinum og færði boltann til vinstri á Aron Elí sem keyrði í áttina að teignum og sendi á gapandi frían Oliver við vítapunkt. Oliver með skot af varnarmanni og í netið. 4-1 samtals í einvíginu. Næstu fimm mínútur gerðist lítið en Afturelding gerði svo út um einvígið á 25. mínútu þegar Bjarni Páll Linnet fékk sendingu út til hægri og átti fyrirgjöf meðfram jörðu sem rataði á Ivo Braz við vítapunkt. Ivo Braz gerði allt rétt, setti boltann innanfótar í netið og Mosfellingar í ansi góðri stöðu. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks reyndu Leiknismenn að ógna en það gekk illa hjá þeim svo hálfleikstölur voru 3-0 heimamönnum í vil. Síðari hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og lítið marktækt hægt að taka úr þeim hálfleik. Ivo Braz vildi fá víti eftir 56. mínútna leik en fékk ekki. Róbert Hauksson fékk svo besta færi hálfleiksins á 67. mínútu þegar hann slapp einn inn í teig Aftureldingar. Hann kaus að skjóta sjálfur frekar en að renna boltanum fyrir marki á aleinan Omar Sowe. Skot Róberts fór framhjá markinu og nær komust gestirnir ekki. Lokatölur 3-0 sigur heimamanna í Mosfellsbænum og þeir leika því til úrslita um laust sæti í Bestu Deild karla árið 2024. Af hverju vann Afturelding? Þeir voru agaðir og þroskaðir í þessum leik. Komu inn í leikinn með 2-1 stöðu og leyfðu Leikni að hafa boltann, nýttu sín tækifæri og gerðu út um vonir Leiknis snemma. Gæðin framarlega á vellinum skinu í gegn þegar plássið opnaðist á vallarhelmingi Leiknis. Nálgun sem við höfum almennt ekki séð frá Aftureldingu í sumar en kannski eitthvað sem hentar þeim jafnvel betur. Hverjir voru bestir? Það er erfitt að benda á Leiknismann hér í þessum dálki en þó fannst mér Róbert Hauksson sprækur og náði að ógna nokkrum sinnum. Hjá Aftureldingu var hjartað ansi sterkt. Rasmus, Gunnar og Ásgeir Frank stigu ekki feilspor. Ásgeir Marteinsson og Arnór Gauti sömuleiðis í góðu synci frammi. Hvað mætti betur fara? Leiknismenn virtust óöruggir með boltann framarlega á vellinum. Mikil óákveðni með það hvað þeir vildu gera, hvernig þeir ætluðu að skora og mikið treyst á Omar Sowe sem gekk illa í baráttu sinni við hafsenta Aftureldingar.Svo slokknar algjörlega á þeim á 8 mínútna kafla og þar klárar Afturelding leikinn. Hvað gerist næst? Leiknismenn taka sér gott frí en Afturelding fer í undirbúning fyrir úrslitaleikinn gegn Vestra á Laugardalsvelli þann 30. september. Lengjudeild karla Afturelding Leiknir Reykjavík
Afturelding vann sannfærandi sigur á Leikni, 3-0, í seinni leik liðanna um umspilssæti. Sigurinn þýðir að Afturelding spilar við Vestra í úrslitaleiknum um sæti í deild þeirra bestu þann 30. september. Leikurinn fór rólega af stað fyrir áhorfandann þar sem mikið var um stöðubaráttu úti um allan völl. Leiknismenn kannski meira með boltann og Afturelding beið átekta enda fyrir leikinn með eins marks forskot. Það var hins vegar átta mínútna kafli í fyrri hálfleik sem að mörgu leyti drap þetta einvígi. Arnór Gauti Ragnarsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Aftureldingu á 17. mínútu uppá eigin spýtur. Hann fékk þá boltann við vítateigslínuna, tók hann snyrtilega niður og átti gott skot með vinstri sem Viktor Reynir í marki Leiknis réði ekki við. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Oliver Bjerrum annað mark Aftureldingar. Ásgeir Marteinsson klobbaði þá Daníel Finns á miðjum vellinum og færði boltann til vinstri á Aron Elí sem keyrði í áttina að teignum og sendi á gapandi frían Oliver við vítapunkt. Oliver með skot af varnarmanni og í netið. 4-1 samtals í einvíginu. Næstu fimm mínútur gerðist lítið en Afturelding gerði svo út um einvígið á 25. mínútu þegar Bjarni Páll Linnet fékk sendingu út til hægri og átti fyrirgjöf meðfram jörðu sem rataði á Ivo Braz við vítapunkt. Ivo Braz gerði allt rétt, setti boltann innanfótar í netið og Mosfellingar í ansi góðri stöðu. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks reyndu Leiknismenn að ógna en það gekk illa hjá þeim svo hálfleikstölur voru 3-0 heimamönnum í vil. Síðari hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og lítið marktækt hægt að taka úr þeim hálfleik. Ivo Braz vildi fá víti eftir 56. mínútna leik en fékk ekki. Róbert Hauksson fékk svo besta færi hálfleiksins á 67. mínútu þegar hann slapp einn inn í teig Aftureldingar. Hann kaus að skjóta sjálfur frekar en að renna boltanum fyrir marki á aleinan Omar Sowe. Skot Róberts fór framhjá markinu og nær komust gestirnir ekki. Lokatölur 3-0 sigur heimamanna í Mosfellsbænum og þeir leika því til úrslita um laust sæti í Bestu Deild karla árið 2024. Af hverju vann Afturelding? Þeir voru agaðir og þroskaðir í þessum leik. Komu inn í leikinn með 2-1 stöðu og leyfðu Leikni að hafa boltann, nýttu sín tækifæri og gerðu út um vonir Leiknis snemma. Gæðin framarlega á vellinum skinu í gegn þegar plássið opnaðist á vallarhelmingi Leiknis. Nálgun sem við höfum almennt ekki séð frá Aftureldingu í sumar en kannski eitthvað sem hentar þeim jafnvel betur. Hverjir voru bestir? Það er erfitt að benda á Leiknismann hér í þessum dálki en þó fannst mér Róbert Hauksson sprækur og náði að ógna nokkrum sinnum. Hjá Aftureldingu var hjartað ansi sterkt. Rasmus, Gunnar og Ásgeir Frank stigu ekki feilspor. Ásgeir Marteinsson og Arnór Gauti sömuleiðis í góðu synci frammi. Hvað mætti betur fara? Leiknismenn virtust óöruggir með boltann framarlega á vellinum. Mikil óákveðni með það hvað þeir vildu gera, hvernig þeir ætluðu að skora og mikið treyst á Omar Sowe sem gekk illa í baráttu sinni við hafsenta Aftureldingar.Svo slokknar algjörlega á þeim á 8 mínútna kafla og þar klárar Afturelding leikinn. Hvað gerist næst? Leiknismenn taka sér gott frí en Afturelding fer í undirbúning fyrir úrslitaleikinn gegn Vestra á Laugardalsvelli þann 30. september.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti