Fótbolti

Yfir sau­tján þúsund miðar seldir á leik Breiða­bliks í Tel Aviv í kvöld

Aron Guðmundsson skrifar
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks Vísir/Hulda Margrét

Rétt yfir sau­tján þúsund miðar hafa verið seldir á leik Mac­cabi Tel Aviv og Breiða­bliks í fyrstu um­ferð riðla­keppni Sam­bands­deildar Evrópu í fót­bolta á Bloom­fi­eld leik­vanginum í Tel Aviv í kvöld.

Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. 

Þetta staðfestir fjölmiðlafulltrúi Maccabi Tel Aviv í samtali við fréttastofu en reikna má með fínni stemningu á leikvanginum í kvöld.

Bloomfield leikvangurinn tekur tæplega 30 þúsund manns í sæti og því þykir nokkuð ljóst að ekki verður uppselt á leik kvöldsins. 

Flautað verður til leiks hér í Tel Aviv klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á Vodafone sport rásinni. 


Tengdar fréttir

Óskar hvetur Blika til dáða: „Menn verði mjög vel stemmdir, hungraðir og hug­rakkir“

Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálfari karla­liðs Breiða­bliks í fót­bolta telur að sýnir leik­menn muni sýna hungur og hug­rekki er liðið opnar nýjan kafla í sögu ís­lensk fót­bolta með að verða fyrsta ís­lenska karla­liðið til að leika í riðla­keppni í Evrópu þegar liðið mætir Mac­cabi Tel Aviv í Sam­bands­deildinni á Bloom­fi­eld leik­vanginum í kvöld. Jafn­framt þurfti Breiða­blik að eiga sinn allra, allra besta leik til að ná í úr­slit hér í Tel Aviv.

Kea­ne van­metur Breiða­blik ekki: „Vitum hvers við erum megnugir“

Robbie Kea­ne, fyrrum marka­hrókur í ensku úr­vals­deildinni og nú­verandi þjálfari ísraelska stór­liðsins Mac­cabi Tel Aviv, býst við erfiðum leik gegn Breiða­bliki í riðla­keppni Sam­bands­deildar Evrópu á morgun og varar leik­menn sína við því að van­meta ís­lenska liðið.

Blikar mæta sigur­sælasta liði Ísrael sem er með þekktan markaskorara í brúnni

Veg­ferð karla­liðs Breiða­bliks í fót­bolta í riðla­keppni Sam­bands­deildar Evrópu hefst í Ísrael, nánar til­tekið Tel Aviv, á fimmtu­daginn kemur þegar að Blikar heim­sækja sigur­sælasta lið Ísrael, Mac­cabi Tel Aviv sem þjálfað er af þekktum fyrrum marka­skorara úr ensku úr­vals­deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×