Fólk ryðjist inn í grunnskóla með ásakanir gegn kennurum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. september 2023 22:38 Þóra Geirlaug er kynfræðslukennari og hefur kennt kynfræðslu í um áratug. Hún minnir á að kennarar séu fagfólk sem ávallt velji nám sem er við hæfi nemenda. Það eigi við um kynfræðslu rétt eins og stærðfræði. Vísir/Einar Árnason Kynfræðslukennarar hafa setið undir ásökunum um barnaníð í kjölfar óvæginnar umræðu um nýþýdda kynfræðslubók fyrir grunnskólabörn sem nefnist Kyn, Kynlíf og allt hitt. Skipst var á skoðunum um kynfræðslu barna í Pallborðinu á Vísi í dag. Kynfræðslukennarinn Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir segir umræðuna á villigötum og að kennarar velji þá kafla til kennslu sem henti þroska hvers nemendahóps fyrir sig. Hún minnir á að kennarar séu fagfólk sem bjóði börnum upp á nám við hæfi í hverri námsgrein og að umrædd bók verði ekki kennd í heild sinni. Þóra segir framkomu nokkurra foreldra í umræðu um kynfræðslu hafa komið kennurum og ekki síst nemendum í opna skjöldu. Hilja Guðmundsdóttir, höfundur kennsluleiðbeininga með kynfræðslubók, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, kynfræðslukennari og Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, uppeldis- fíkni og fjölskyldufræðingur ræddu kynfræðslu barna í Pallborðinu. „Því miður hefur umræðan farið gjörsamlega út um víðan völl og á svið sem tengjast kynfræðslu akkúrat ekki neitt og í alvarlegustu tilfellunum eru við að heyra af fólki sem ræðst inn í grunnskóla þar sem verið er að hóta kennurum, þar sem verið er að saka kennara um barnaníð og margt í þeim dúr og það er bara mjög alvarlegt. Það er mjög slæmt að fólk sem sinnir þessari vinnu að vera kennari og að kenna það sem okkur er uppálagt samkvæmt aðalnámskrá að sitja undir svona hótunum,“ segir þóra Geirlaug. Hvað segja krakkarnir þegar foreldrar og fullorðnir ráðast inn með svona offorsi? „Nú hef ég samband við ákveðinn hluta af nemendum á Íslandi og get ekki talað fyrir alla en mörg af þeim ungmennum sem ég hef rætt við eru bara svolítið sjokkeruð af því umræða ungs fólks í dag og síðustu misseri - og ef við spólum bara aftur um þrjátíu ár - þá er ungt fólk búið að kalla eftir kynfræðslu frá öruggum heimildum í áratugi og þau eru bara svolítið sjokkeruð líka að viðbrögðin séu á þennan hátt.“ Grunnskólar Skóla - og menntamál Kynlíf Börn og uppeldi Tengdar fréttir Átta ára börn velti fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi. 20. september 2023 15:55 Kynfræðsla barna var rædd í Pallborðinu Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um kynfræðslu barna. Kveikjan að umræðunni er kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum vikum. 20. september 2023 12:25 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Kynfræðslukennarinn Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir segir umræðuna á villigötum og að kennarar velji þá kafla til kennslu sem henti þroska hvers nemendahóps fyrir sig. Hún minnir á að kennarar séu fagfólk sem bjóði börnum upp á nám við hæfi í hverri námsgrein og að umrædd bók verði ekki kennd í heild sinni. Þóra segir framkomu nokkurra foreldra í umræðu um kynfræðslu hafa komið kennurum og ekki síst nemendum í opna skjöldu. Hilja Guðmundsdóttir, höfundur kennsluleiðbeininga með kynfræðslubók, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, kynfræðslukennari og Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, uppeldis- fíkni og fjölskyldufræðingur ræddu kynfræðslu barna í Pallborðinu. „Því miður hefur umræðan farið gjörsamlega út um víðan völl og á svið sem tengjast kynfræðslu akkúrat ekki neitt og í alvarlegustu tilfellunum eru við að heyra af fólki sem ræðst inn í grunnskóla þar sem verið er að hóta kennurum, þar sem verið er að saka kennara um barnaníð og margt í þeim dúr og það er bara mjög alvarlegt. Það er mjög slæmt að fólk sem sinnir þessari vinnu að vera kennari og að kenna það sem okkur er uppálagt samkvæmt aðalnámskrá að sitja undir svona hótunum,“ segir þóra Geirlaug. Hvað segja krakkarnir þegar foreldrar og fullorðnir ráðast inn með svona offorsi? „Nú hef ég samband við ákveðinn hluta af nemendum á Íslandi og get ekki talað fyrir alla en mörg af þeim ungmennum sem ég hef rætt við eru bara svolítið sjokkeruð af því umræða ungs fólks í dag og síðustu misseri - og ef við spólum bara aftur um þrjátíu ár - þá er ungt fólk búið að kalla eftir kynfræðslu frá öruggum heimildum í áratugi og þau eru bara svolítið sjokkeruð líka að viðbrögðin séu á þennan hátt.“
Grunnskólar Skóla - og menntamál Kynlíf Börn og uppeldi Tengdar fréttir Átta ára börn velti fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi. 20. september 2023 15:55 Kynfræðsla barna var rædd í Pallborðinu Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um kynfræðslu barna. Kveikjan að umræðunni er kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum vikum. 20. september 2023 12:25 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Átta ára börn velti fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi. 20. september 2023 15:55
Kynfræðsla barna var rædd í Pallborðinu Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um kynfræðslu barna. Kveikjan að umræðunni er kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum vikum. 20. september 2023 12:25