Fótbolti

Sjáðu myndina: Á­hrifa Viðars Arnar gætir enn í Tel Aviv

Aron Guðmundsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson fagnar marki með Maccabi Tel Aviv á sínum tíma
Viðar Örn Kjartansson fagnar marki með Maccabi Tel Aviv á sínum tíma Mynd: Maccabi Tel Aviv

Ís­land á sína tengingu við ísraelska fót­bolta­liðið Mac­cabi Tel Aviv sem á morgun tekur á móti Breiða­bliki í fyrstu um­ferð riðla­keppni Sam­bands­deildar Evrópu á Bloom­fi­eld leik­vanginum í Tel Aviv.

Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael.

Ís­lenski at­vinnu- og lands­liðs­maðurinn í fót­bolta, Sel­fyssingurinn Viðar Örn Kjartans­son spilaði á sínum tíma með liði Mac­cabi Tel Aviv á árunum 2016-2018.

Alls spilaði Viðar Örn 92 leiki fyrir fé­lagið, skoraði 44 mörk og 6 stoð­sendingar. Hann varð Toto-bikar­meistari með fé­laginu eitt árið og á sínu fyrsta tíma­bili með Mac­cabi Tel Aviv varð hann marka­hæsti leik­maður ísraelsku úr­vals­deildarinnar, skoraði 19 mörk það tíma­bilið.

Á göngu minni um Tel Aviv í morgun, í ná­grenni Bloom­fi­eld leik­vangsins, rataði ég inn í verslun Mac­cabi Tel Aviv þar sem nálgast má alls konar varning tengdan fé­laginu.

Það leið ekki á löngu þar til blasti við mér treyja sem er til merkis um tíma Viðars Arnar hjá Mac­cabi Tel Aviv. Á treyjunni mátti sjá mynd af Viðari Erni fagna marki á sinn eftir­minni­lega hátt og var treyjan á­rituð af Sel­fyssingnum.

Fyrir litlar 500 ísraelskar she­kler, tæpar 19 þúsund ís­lenskar krónur, var hægt að næla sér í þennan bút úr sögu fé­lagsins. Gjöf en ekki gjald.

Treyjan umrædda, árituð af Viðari ErniVísir/Aron Guðmundsson

Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á staðnum og færum ykkur allt það helsta frá Tel Aviv.

Heimavöllur tveggja erkifjenda

Bloom­fi­eld leik­vangurinn er einkar glæsi­legur og þar ríkir oft á tíðum mögnuð stemning. Leik­vangurinn er oft á tíðum notaður undir heima­leiki ísraelska lands­liðsins en þá er hann einnig heima­völlur tveggja af bestu liðum Ísraels sem eru jafn­framt erki­fjendur.

Auk Mac­cabi Tel Aviv er Bloom­fi­eld leik­vangurinn einnig heima­völlur Hapoel Tel Aviv. Þessi tvö lið eiga sér sína sögu og kalla mætti þau erki­fjendur en merki beggja má sjá við sitt­hvorn enda leik­vangsins.

Við norður­enda vallarins má finna stuðnings­manna­búð Hapoel Tel Aviv sem hefur þrettán sinnum orðið ísraelskur meistari en hefur, undan­farinn ára­tug, mátt þola mikla þurrka­tíð hvað titla­söfnun varðar. Síðasti lands­meistara titill liðsins kom tíma­bilið 2009-2010.

Hapoel svæðið á Bloomfield leikvanginumVísir/Aron Guðmundsson

Við suður­enda leik­vangsins má síðan finna heima­völl Mac­cabi Tel Aviv, liðsins í Tel Aviv sem á að baki glæstari sögu og mun annað kvöld taka á móti Breiða­bliki í Sam­bands­deildinni.

Bloom­fi­eld leik­vangurinn var upp­haf­lega heima­völlur Mac­cabi Tel Aviv á árunum 1969-1985. Fé­lagið færði sig hins vegar um set á Ra­mat Gan leik­vanginn árið 1985 en sneri svo aftur á Bloom­fi­eld árið 2000 og hefur verið þar síðan þá.

Maccabi svæðið á Bloomfield leikvanginumVísir/Aron Guðmundsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×