Fótbolti

Ó­trú­legar við­tökur þegar Ron­aldo og Al Nassr mættu til Íran

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hér má sjá rútu Al Nassr sem kemst hvorki lönd né strönd.
Hér má sjá rútu Al Nassr sem kemst hvorki lönd né strönd. Al Nassr

Í kvöld mætast Al Nassr og heimamenn í Persepolis frá Íran í Meistaradeild Asíu í knattspyrnu. Viðtökurnar sem Cristiano Ronaldo og félagar í Al Nassr fengu voru hreint út sagt ótrúlegar.

Hinn 38 ára gamli Portúgali hefur farið einkar vel af stað á tímabilinu með liði sínu Al Nassr. Í sex leikjum til þessa hefur Ronaldo skorað 7 mörk og gefið 5 stoðsendingar. Alls hefur hann því komið að 12 mörkum í 6 leikjum.

Liðið mætti til Íran í gær fyrir leik sinn gegn Persepolis í 1. umferð Meistaradeildar Asíu og segja má að viðtökurnar hafi verið framar vonum. Fjöldinn allur af heimafólki elti rútu Al Nassr og hægði á för liðsins.

Ekkert er hægt að staðfesta að öll þau sem saman voru komin hafi verið að vonast til að sjá Ronaldo en reikna má með að hann hafi trekkt hvað flesta að.

Önnur stór nöfn sem spila með Al Nassr eru til dæmis Sadio Mané, Aymeric Laporte, Alex Telles, Marcelo Brozović og Otavio.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×