Fótbolti

Benjamin Mendy sneri aftur á völlinn eftir tveggja ára fjarveru

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Benjamin Mendy kom inn á sem varamaður í 2-2 jafntefli Llorient gegn Monaco í gær.
Benjamin Mendy kom inn á sem varamaður í 2-2 jafntefli Llorient gegn Monaco í gær. Xavier Laine/Getty Images

Benjamin Mendy, fyrrverandi leikmaður Manchester City og franska landsliðsins, snéri aftur á völlinn eftir tveggja ára fjarveru er Llorient og Monaco gerðu 2-2 jafntefli í frönsku úrvalsdeildinni í gær.

Mendy kom inn af varamannabekknum þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en hann hefur ekki spilað fótbolta frá því í ágúst árið 2021. Stuttu síðar var Mendy ákærður fyrir nauðgun.

Í kjölfarið stigu fleiri konur fram og sökuðu Mendy um nauðganir og kynferðislegt áreiti. Hann var sýknaður af sex ákærum um nauðgun og einni um kynferðislegt áreiti í janúar á þessu ári og að lokum sýknaður af öllum ákærum í júlí, áður en hann skrifaði undir samning við Llorient.

Þessi 28 ára gamli Frakki lék sinn síðasta leik fyrir Manchester City þann 15. ágúst árið 2021 er liðið tapaði 1-0 gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Hann var samningsbundinn Englandsmeisturunum þar til í lok júlí á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×