Innlent

Kofi brann til kaldra kola í Heið­mörk

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Enginn var á staðnum þegar slökkvilið mætti á vettvang. 
Enginn var á staðnum þegar slökkvilið mætti á vettvang.  Vísir/Vilhelm

Kofi brann til kaldra kola í Heiðmörk í kvöld. Engan sakaði. 

Tilynnt var um eld sem kviknað hafði í kofa í Heiðmörk á tíunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var kofinn um þrjátíu fermetrar. 

 Kofinn hafði nær alfarið brunnið upp þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Erfitt reyndist slökkviliðsmönnum að komast að brunasvæðinu. Þá var enginn á staðnum þegar slökkvilið mætti á vettvang. Slökkvistarfi á vettvangi lauk um tíuleytið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×