Sjáðu tvennu Guðrúnar í endurkomu Rosengård | Bayern missteig sig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2023 18:25 Guðrún skoraði tvennu í kvöld. Vísir/Getty Guðrún Arnardóttir skoraði tvö mörk þegar Rosengård vann 3-1 sigur á IF Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Bayern München misstigu sig í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar. Rosengård hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og liðið er langt frá toppliðunum. Það kom þó töluvert á óvart þegar gestirnir komust yfir eftir tæpan hálftíma í dag. Það var eina mark fyrri hálfleiks en þegar 18 mínútur voru til leiksloka þá jafnaði Guðrún metin eftir góðan skalla á fjærstöng eftir hornspyrnu. Rosengård kvitterar till 1-1 på hörna genom Gudrun Arnardottir som dyker upp på bortre stolpen! pic.twitter.com/qBpEVI0vUA— Viaplay Fotboll (@ViaplayFotboll) September 15, 2023 Aðeins fimm mínútum síðar kom Sofie Bredgaard heimakonum yfir og staðan orðin 2-1 Rosengård í vil. Skömmu síðar skoraði Guðrún aftur með góðum skalla á fjær, lokatölur 3-1. Rosengård er sem stendur með 36 stig að loknum 20 leikjum, tíu stigum á eftir toppliði Häcken sem á leik til góða. Gudrun Arnardottir tvåmålsskytt för Rosengård! Återigen når hon högst vid den bakre stolpen pic.twitter.com/erTWSVw8At— Viaplay Fotboll (@ViaplayFotboll) September 15, 2023 Þýska úrvalsdeild kvenna hófst með leik Freiburg og Þýskalandsmeistara Bayern. Glódís Perla, fyrirliði meistaranna, var að venju í hjarta varnarinnar. Heimakonur í Freiburg komust yfir strax á 7. mínútu en Lea Schüller jafnaði metin fyrir Bayern tæpum stundarfjórðung síðar og staðan 1-1 í hálfleik. Ekkert var skorað lengi vel í síðari hálfleik en Katharina Naschenweng kom Bayern yfir á fyrstu mínútu uppbótartíma. Það dugði hins vegar ekki þar sem Freiburg jafnaði metin þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 2-2. Úrslitin vonbrigði fyrir meistaralið Bayern sem verða eflaust í harðri baráttu við Wolfsburg enn og aftur á komandi leiktíð. Fótbolti Þýski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Fleiri fréttir Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Sjá meira
Rosengård hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og liðið er langt frá toppliðunum. Það kom þó töluvert á óvart þegar gestirnir komust yfir eftir tæpan hálftíma í dag. Það var eina mark fyrri hálfleiks en þegar 18 mínútur voru til leiksloka þá jafnaði Guðrún metin eftir góðan skalla á fjærstöng eftir hornspyrnu. Rosengård kvitterar till 1-1 på hörna genom Gudrun Arnardottir som dyker upp på bortre stolpen! pic.twitter.com/qBpEVI0vUA— Viaplay Fotboll (@ViaplayFotboll) September 15, 2023 Aðeins fimm mínútum síðar kom Sofie Bredgaard heimakonum yfir og staðan orðin 2-1 Rosengård í vil. Skömmu síðar skoraði Guðrún aftur með góðum skalla á fjær, lokatölur 3-1. Rosengård er sem stendur með 36 stig að loknum 20 leikjum, tíu stigum á eftir toppliði Häcken sem á leik til góða. Gudrun Arnardottir tvåmålsskytt för Rosengård! Återigen når hon högst vid den bakre stolpen pic.twitter.com/erTWSVw8At— Viaplay Fotboll (@ViaplayFotboll) September 15, 2023 Þýska úrvalsdeild kvenna hófst með leik Freiburg og Þýskalandsmeistara Bayern. Glódís Perla, fyrirliði meistaranna, var að venju í hjarta varnarinnar. Heimakonur í Freiburg komust yfir strax á 7. mínútu en Lea Schüller jafnaði metin fyrir Bayern tæpum stundarfjórðung síðar og staðan 1-1 í hálfleik. Ekkert var skorað lengi vel í síðari hálfleik en Katharina Naschenweng kom Bayern yfir á fyrstu mínútu uppbótartíma. Það dugði hins vegar ekki þar sem Freiburg jafnaði metin þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 2-2. Úrslitin vonbrigði fyrir meistaralið Bayern sem verða eflaust í harðri baráttu við Wolfsburg enn og aftur á komandi leiktíð.
Fótbolti Þýski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Fleiri fréttir Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Sjá meira